Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 1
27. mars 2010 — 73. tölublað — 10. árgangur Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sprotaiðnaður ófriðar-
svæða í heiminum.
HERFYRIRTÆKI 22
TÓNLIST 30
Haraldur Sigurðsson
hefur upplifað draum
allra eldfjallafræðinga
síðustu dagana.
ELDGOS 28
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
DÓMSMÁL Dæmi eru um að sakborn-
ingar í alvarlegum brotamálum hafi
hótað túlkum í dómsal og hrætt þá
svo að þeir hafa hætt í miðjum rétt-
arhöldum. Ákæruvaldið hefur þá
þurft að bregða skjótt við og útvega
nýja túlka.
Embætti ríkissaksóknara sótti
nýverið mál þar sem túlkurinn varð
mjög hræddur og kvaðst aldrei ætla
að koma aftur. Annar túlkur var
fenginn til að hlýða á skýrslutöku,
til þess að úr því fengist skorið hvað
fram hefði farið. Í ljós kom að sak-
borningurinn hafði hótað túlknum
lífláti. Sækja hefur þurft dómtúlka
til annarra landa, því þeir sem eru
búsettir hér þora hreinlega ekki að
taka starfann að sér.
Þetta kemur fram í viðtali Frétta-
blaðsins við Valtý Sigurðsson ríkis-
saksóknara, Kolbrúnu Sævarsdóttur
saksóknara og Sigríði Elsu Kjartans-
dóttur saksóknara. Þau ræða í blað-
inu í dag um breytingar sem orðið
hafa á rannsóknarferli brotamála
og störfum ákæruvaldsins með til-
komu skipulagðrar glæpastarfsemi
hér á landi.
„Það eru ekki til löggiltir túlk-
ar í austurevrópskum málum hér á
landi,“ segir Kolbrún. „Oftast fáum
við fólk sem gerir þetta utan sinnar
hefðbundnu vinnu við eitthvað allt
annað. Eða þá að við verðum að fá
túlka að utan. Oft er þetta fólk skít-
hrætt.“
Í sumum grófum árásarmálum
hafa engir túlkar fengist og eitt til-
vik nefna saksóknararnir þar sem
flytja þurfti inn túlka frá London. Í
því máli var um að ræða árás manna
á samlanda sína á Hverfisgötu.
Í mannslátsmálinu í sumarbú-
staðnum í Grímsnesi þurfti að skipta
um túlk og fá nýjan frá útlöndum.
„Í því tilviki var túlkurinn búinn
að fá nóg, auk þess sem sakborning-
arnir kröfðust þess að skipt yrði
um túlk,“ útskýrir Valtýr.
- jss / sjá síðu 12
Líflátshótanir hræða
túlka úr réttarhöldum
Sakborningar í alvarlegum brotamálum hafa orðið uppvísir að því að hóta
túlkum í dómsal, jafnvel lífláti. Fyrir vikið hefur ákæruvaldinu reynst erfitt að
útvega túlka og í sumum tilvikum hefur orðið að sækja þá til útlanda.
Veljum
nýtt framboð
um
í vor
Borgarmálafélag F-lista
Heiðarleika
Nýtt Nova
blað fylgir
blaðinu
í dag!
ÆPANDI LITIR
OG GRAFÍSK
MYNSTUR
STÍLL 50
Ekkert annað í boði
en að vera hress
Felix Bergsson og Hlédís Sveins-
dóttir á rökstólum
FÓLK 34
NÁTTÚRA Í gærkvöldi var gríðar-
leg stemning í Fljótshlíð þegar
um þúsund manns lögðu leið
sína þangað að skoða eldgosið á
Fimmvörðuhálsi. Þeir sem hætta
sér í návígi við gosið eru hvattir
til að vera vel búnir. - gb / sjá síðu 4
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi:
Tilkomumikið
en varasamt
Bubbabyltingin
30 ára.
menning[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
mars 2010
Tryggvagötunni, steinsnar frá gatna-mótum Geirsgötu, stend-ur hátt steinhús byggt eftir skipulaginu frá 1927, neðsta hæðin hefur undan-farna áratugi hýst margs konar starfsemi en lengst af var þetta vörugeymsla með gamla laginu: stórum hleðsluhurðum, gildum burðarsúlum og rými sem er bæði hátt til lofts og teyg-ir sig í suður undir sjávarbakkann sem Vesturgatan byggðist á. Vestan við voru verslunarhús og pakkhús Geirs gamla Zoëga, austan megin var þorp Hlíðarhúsabæjanna. Hér var kjarni gömlu Reykjavíkur. Hingað hefur Börkur Arnarson og hans fólk flutt i8 Gallerí af Klapp-arstígnum þar sem það hefur verið í nær áratug.
Átta sinnum átta„Við vorum með geymslu og litla skrifstofu hérna í rúmt ár. Við vorum búin að vera að hugsa okkur til hreyfings í nær tvö ár. Komum hingað með fólk að skoða verk sem ekki var pláss fyrir á Klappar-stígnum og þegar hárgreiðslustof-an Slippurinn, sem var í helmingn-um af húsnæðinu, fann sér annan stað gátum við farið að láta teikna þetta rými upp eftir okkar þörfum. Sumir verða hissa þegar þeir sjá hvað galleríið er hlutfallslega lítið
miðað við allt rýmið, en skipulag-ið er rétt eins og vinnuþörfin er: galleríplássið sjálft er átta sinnum átta metrar sem okkur fannst mjög fallegt. Ásmundur og Steinþór í Kurt og pí – sem eru ekki bara flin-kir arkitektar heldur skilja hvað við erum að gera og hvað við erum að höndla með – eru miklir áhugamenn um myndlist sjálfir og hafa unnið með rými sem eru til þess fallin að sýna myndlist, bæði opinber rými og heimili fólks sem hefur þessa þörf að lifa með myndlist í kring-um sig. Að mínu viti hafa þeir skilað fantagóðu verki.“
Byrjandi á tíunda ári Gallerí i8 er á fimmtánda ári. Það var fyrst til húsa í lágum kjallara í Ingólfsstræti 8 – þaðan kom nafnið – varla fimmtíu fermetra gólffleti. Nú eru þau komin í framtíðarhús-næði og á gólfi sem er tæplega 300 fermetrar. Galleríið var frá upphafi sýningarstaður fyrir fámennan val-inn hóp listamanna. Börkur segir að fyrir flutninginn á Klapparstíg árið 2000 hafi orðið breyting á rekstrin-um, þá hafi orðið ljóst að þetta gat orðið bisness en þau hafi í raun lítið kunnað til verks í heimi listmiðlun-ar sem var búin að vera háþróuð starfsemi beggja vegna Atlandsála þótt innsæið hafi verið til staðar.
Hvergi
Börkur Arnarson í nýju húsnæði i8 gallerí á Tryggvagötu 16.
i8 Gallerí er fl utt af Klapparstíg og komið í nýtt, en gamalt, húsnæði við Tryggvagötu. Þar stendur nú yfi r sýning á verkum Hreins Friðfi nnssonar og þau mæðgin Edda Jónsdóttir og Börkur Arnarson eru með spennandi sýningaáætlun jafnframt því sem i8 hefur náð fótfestu á helstu myndlistarmessum beggja vegna Atlantshafsins. Blaðamaður hitti Börk í nýja húsnæð-inu sem er í senn skrifstofa, sýningarsalur og geymsla fyrir verk þeirra listamanna sem i8 vinnur með, en í þeirrra hópi eru stór nöfn, bæði íslensk og erlend.MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
BANGINN
FRAMHALD Á SÍÐU 2
Skyldulesning fyrir ljóðvini alla, konur og ekki síst
karla
Ritdómur
um ljóðasafn
Ingibjargar
Haraldsdóttur
SÍÐA 6
Kirkjulista-
hátíð hefst
á morgun
Birki í stað pálma
SÍÐA 4
Vín&veisl Mars 2010
ÞAKKLÆTI OG GLEÐI Þau Paul Ramses, Rosmary Atieno og sonur þeirra Fídel Smári eru himinlifandi yfir að mega nú dvelja á Íslandi. Sjálfur íhugar Paul að bjóða fram krafta
sína í íslenskum stjórnmálum, þó hann hafi ekki gert upp við sig hvaða flokkur eigi best við. Sjá síðu 20. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON