Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 29

Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 29
LAUGARDAGUR 27. mars 2010 29 sóknir en hann kom aftur heim til Íslands 15. mars, til að undir- búa opnun Eldfjallasafnsins sem hann rekur í samstarfi við Stykk- ishólmsbæ, þar sem hann á heim- ili hér á Íslandi. Tímasetningin hefði því ekki getað verið betri því gosið hófst tveimur dögum eftir heimkomuna. Gosið kom Haraldi hins vegar ekki á óvart, því hann hafði fylgst með hræringum undir Eyjafjallajökli um nokkurra mán- aða skeið og bloggað um þær. Á blogginu hans, http://vulkan.blog. is/blog/vulkan/, má lesa færslu frá 15. mars, þar sem hann segir frá því að skjálftar undir jöklinum hefðu grynnst og stakk upp á því að þar gæti kvika verið að koma upp á yfirborðið. Gögn frá Veðurstofunni segir hann nýtast ótrúlega vel. „Veður- stofan hefur unnið frábært starf í því að safna gögnum og gera þau aðgengileg fyrir alla. Þetta er svo mikilvægt, því oft sitja vís- indamenn á miklum upplýsingum og halda þeim fyrir sig. Hvergi í heiminum hef ég rekist á svona gott kerfi utan um upplýsingar eins og Veðurstofan býr yfir. Það er bara alveg stórkostlegt.“ Vill miðla reynslunni Haraldi er mikið í mun að Íslend- ingar fræðist betur um jarðfræði landsins og það er ekki síst þess vegna sem hann bloggar, auk þess sem hann kom á fót Eldfjallasafn- inu í Stykkishólmi. „Það vill svo til að ég á mjög mikið af gögn- um sem ég hef verið að safna alla ævina. Ég hef mjög mikinn áhuga á að koma minni þekkingu áfram og bloggið er ágætis vettvangur til þess,“ segir hann. „Mér finnst allt of algengt að að vísindamenn telji þekkingu sína of flókna til að skýra hana fyrir almenningi. Það er ekkert annað en mont og hroki. Það er skylda vísindanna að skýra fyrir almenningi hvað er að gerast, skila þekkingu sinni til baka og vekja áhuga almenn- ings á vísindunum.“ Hann kennir þó ekki bara vís- indunum um heldur líka fjölmiðl- unum, sem hann telur sinna vís- indunum illa. „Það er fjallað um hvern einasta krakka sem kemur heim frá útlöndum með próf í tón- list eða einhvern sem gefur út litla bók. Þetta segir bara hverju fréttamennirnir hafa áhuga á, því þeir ganga flestir með einhverja magapínu um að vilja verða frægir rithöfundar sjálfir. Þetta er bara kúltúrinn – vísindin eru ekki inn. En það þarf að breyta því og ég er að reyna að gera það á minn hátt, með Eldfjallasafn- inu og blogginu mínu. Á svona tímum kviknar á áhuga fólks og hann þarf að virkja á meðan hann er fyrir hendi.“ Eldfjallasafn í Stykkishólmi Þessi áhugi á að miðla þekkingu sinni áfram var ástæða þess að Haraldur ákvað að flytja aftur heim til Íslands fyrir rétt um tveimur árum. Hann er þó enn tengdur Háskólanum á Rhode Island og hefur þar aðstöðu til rannsókna. Hann á sitt heim- ili í Stykkishólmi, þar sem Eld- fjallasafnið var opnað síðastlið- ið sumar. Nú fer að líða að því að safnið opni öðru sinni. „Þar verð ég með kynningar og leiðsögn í sumar, auk þess að við verð- um með fræðsluferðir um jarð- fræði Snæfellsness. Þá förum við hringinn í kringum Snæfellsjök- ul og til baka til Stykkishólms á einum degi.“ Í Eldfjallasafninu er að finna allt mögulegt tengt eldfjöllum og eldgosum víða um heim, sem Haraldur hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Þar er einnig að finna allar bergtegundir Íslands, sem fólki gefst kostur á að skoða og þukla á. Safnið er ekki síst sér- stakt að því leyti meðal annars að þar er mjög mikið af listaverk- um af eldgosum. „Fólk hefur svo gaman af því að skoða listaverk. Og með því að sýna því listaverk af eldgosum er svo auðvelt að vekja áhuga þess og fræða það um vísindin um leið. Þá fær það sögu myndarinnar, eldfjallsins, listamannsins og þess sem er að gerast á myndinni, allt í bland.“ Í gærmorgun var hraun tekið að renna niður í Hvannárgil, í áttina að Básum í Goðalandi. Haraldur Sigurðsson segir vel geta farið svo að hraunið muni koma úr tveimur áttum niður í Þórsmörk. Ef hraunið haldi áfram að streyma niður Hrunagilið sé mögulegt að það stífli Krossá. Áin muni þá finna sér nýjan farveg, líklega upp við norðurhlíðarnar í dalnum. Þá gætu lón myndast á bak við hraunið. Haraldur hefur séð mörg eldgos um ævina og segir gosið undir Eyjafjallajökli nú helst minna hann á Öskjugosið 1961, þar sem myndaðist stutt sprunga og gjallgígar hlóðust upp. „Þetta minn- ir mig líka á gosið í Heimaey árið 1973. Þá var sprunga sem gekk í gegnum Heimaey en þrengdist mjög hratt í virknina sem myndaði Eldfell. Þetta er svipað og virðist vera að gerast á Eyjafjallajökli. Gígunum er að fækka, fyrst leit gosið út eins og veggur af gjósku en nú eru gígarnir orðnir fjórir eða fimm og það myndast höft á milli þeirra. Það þrengir að þeim og þeir hækka.“ Ómögulegt er að segja til um hversu lengi gosið undir Eyjafjallajökli varir að sögn Haraldar. Hins vegar sé fátt sem bendi til þess að það sé að færast nær jöklinum eða að taka breytingum. Það sé frekar í rénun og gossprungan farin að styttast ef eitthvað er. Haraldur segir að yfirleitt hafi lítill skaði orðið af gosum í Eyjafjallajökli. „Síðasta gosið varð í toppgíg á árunum 1821 til 1823. Á Fimmvörðu- hálsinum hafa líka verið mörg eldgos, en ekki á söguöld. En þar hafa greinilega orðið nokkur gos svipuð þessu. Þau eru öll nokkuð lítil. En það er hins vegar merkilegt að núna liggur sprungan í aðra átt, norð-austur, í sömu átt og aðalgosbeltið. Hinar sprungurnar á Fimmvörðuhálsi liggja í austur- vestur. Af þessari nýju stefnu má örugglega læra eitthvað nýtt.“ Hvað gerist á næstu dögum? GOSIÐ Í HEIMAEY „Þetta minnir mig líka á gosið í Heimaey árið 1973. Þá var sprunga sem gekk í gegnum Heimaey en þrengdist mjög hratt í virkn- ina sem myndaði Eldfell.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.