Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 43

Fréttablaðið - 27.03.2010, Side 43
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BERGÞÓR MORTHENS opnar í dag málverkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar frá 14 til 16. Yfirskrift sýningarinnar er Jón Sigurðsson. Sýningin stendur til 24. apríl. „Helgin byrjaði svo sannar- lega vel, í gleðskap með öllu því hæfileikaríka fólki sem stóð að Hönnunarmars 2010,“ segir Ásta Andrésdóttir, blaðamaður og háskólanemi, en hún var aðstoðar- ritstjóri veglegs bæklings á ensku og íslensku sem fylgdi viðburðin- um. „Mér fannst virkilega gaman að fá að taka þátt í þessu verk- efni og að upplifa hinn gríðarlega kraft sem er að finna í íslenskri hönnun,“ segir Ásta. Dagurinn í dag byrjar venju samkvæmt á því að Ásta og eig- inmaður hennar gæða sér á ilm- andi bakkelsi úr bakaríinu. „Eftir það stefni ég að því að setjast við tölvuna og ljúka við grein fyrir tímaritið Iceland Review. Sam- hliða blaðamennskunni stunda ég meistaranám í ensku við Háskóla Íslands. Þar fæst ég við rann- sóknarverkefni tengd bókmennt- um jafnt sem skapandi skrif. Í dag ætla ég að vinna að spenn- andi verkefni þar sem ég næ að flétta saman áhuga minn á bók- menntum, tísku og búningasögu,“ segir Ásta. Hún segir þó hug sinn án efa verða við kvöldið, en þá verður hún viðstödd úrslitaviðureign spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Eiginmaður Ástu, Örn Úlfar Sævarsson, er spurn- ingahöfundur og dómari keppn- innar að þessu sinni. „Ég veit að hann mun ljúka verkefninu með glæsibrag. Keppnin er mér skyld á fleiri vegu þar sem svo skemmti- lega vill til að faðir minn, Andrés Indriðason, annast dagskrárgerð, eins og undanfarna tvo áratugi. Að auki mun gamla MR-hjart- að slá eilítið hraðar við að fylgj- ast með glæsilegri frammistöðu skólans enn eitt árið. Þó er auð- vitað ekki útséð hvaða lið hampar Hljóðnemanum,“ segir Ásta. Síðdegis á sunnudag hyggst Ásta heimsækja afa sinn og ömmu, hitta þar fyrir stórfjölskylduna og bragða á dýrindis tertum sem þar eru ávallt á boðstólum. „Þetta er ómissandi hápunktur hverrar viku, enda ekkert dýrmætara en fjölskyldan. Á sunnudagskvöld verða loks batteríin hlaðin fyrir verkefni komandi viku með heima- tilbúinni pitsu og hasarþáttum á Stöð 2,“ segir Ásta og hlakkar til. kjartan@frettabladid.is Vinna og lærdómur en hugurinn við Gettu betur Ásta Andrésdóttir, blaðamaður og háskólanemi, ætlar meðal annars að hitta stórfjölskylduna um helg- ina. Hún missir þó ekki af úrslitaviðureigninni í Gettu betur, enda tengd keppninni á hina ýmsu vegu. Patti húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Láttu þér líða vel í sófa frá Patta Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 p-8185 sett 3+1+1 Nýja línan frá Hvítur 119.900 Stál 139.900 Gerð RF-32 Ásta segir ómissandi hápunkt hverrar viku að hitta stórfjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.