Fréttablaðið - 27.03.2010, Qupperneq 43
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
BERGÞÓR MORTHENS opnar í dag málverkasýningu í Listasal
Mosfellsbæjar frá 14 til 16. Yfirskrift sýningarinnar er Jón Sigurðsson.
Sýningin stendur til 24. apríl.
„Helgin byrjaði svo sannar-
lega vel, í gleðskap með öllu því
hæfileikaríka fólki sem stóð að
Hönnunarmars 2010,“ segir Ásta
Andrésdóttir, blaðamaður og
háskólanemi, en hún var aðstoðar-
ritstjóri veglegs bæklings á ensku
og íslensku sem fylgdi viðburðin-
um. „Mér fannst virkilega gaman
að fá að taka þátt í þessu verk-
efni og að upplifa hinn gríðarlega
kraft sem er að finna í íslenskri
hönnun,“ segir Ásta.
Dagurinn í dag byrjar venju
samkvæmt á því að Ásta og eig-
inmaður hennar gæða sér á ilm-
andi bakkelsi úr bakaríinu. „Eftir
það stefni ég að því að setjast við
tölvuna og ljúka við grein fyrir
tímaritið Iceland Review. Sam-
hliða blaðamennskunni stunda ég
meistaranám í ensku við Háskóla
Íslands. Þar fæst ég við rann-
sóknarverkefni tengd bókmennt-
um jafnt sem skapandi skrif. Í
dag ætla ég að vinna að spenn-
andi verkefni þar sem ég næ að
flétta saman áhuga minn á bók-
menntum, tísku og búningasögu,“
segir Ásta.
Hún segir þó hug sinn án efa
verða við kvöldið, en þá verður hún
viðstödd úrslitaviðureign spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna,
Gettu betur. Eiginmaður Ástu,
Örn Úlfar Sævarsson, er spurn-
ingahöfundur og dómari keppn-
innar að þessu sinni. „Ég veit að
hann mun ljúka verkefninu með
glæsibrag. Keppnin er mér skyld
á fleiri vegu þar sem svo skemmti-
lega vill til að faðir minn, Andrés
Indriðason, annast dagskrárgerð,
eins og undanfarna tvo áratugi.
Að auki mun gamla MR-hjart-
að slá eilítið hraðar við að fylgj-
ast með glæsilegri frammistöðu
skólans enn eitt árið. Þó er auð-
vitað ekki útséð hvaða lið hampar
Hljóðnemanum,“ segir Ásta.
Síðdegis á sunnudag hyggst
Ásta heimsækja afa sinn og ömmu,
hitta þar fyrir stórfjölskylduna
og bragða á dýrindis tertum sem
þar eru ávallt á boðstólum. „Þetta
er ómissandi hápunktur hverrar
viku, enda ekkert dýrmætara en
fjölskyldan. Á sunnudagskvöld
verða loks batteríin hlaðin fyrir
verkefni komandi viku með heima-
tilbúinni pitsu og hasarþáttum á
Stöð 2,“ segir Ásta og hlakkar til.
kjartan@frettabladid.is
Vinna og lærdómur en
hugurinn við Gettu betur
Ásta Andrésdóttir, blaðamaður og háskólanemi, ætlar meðal annars að hitta stórfjölskylduna um helg-
ina. Hún missir þó ekki af úrslitaviðureigninni í Gettu betur, enda tengd keppninni á hina ýmsu vegu.
Patti húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
Láttu þér líða vel í sófa frá Patta
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16
p-8185 sett 3+1+1
Nýja línan frá
Hvítur 119.900 Stál 139.900
Gerð RF-32
Ásta segir ómissandi hápunkt hverrar viku að hitta stórfjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki