Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 8
8 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Verið öll velkomin! Kosningamiðstöð Vinstri grænna í Reykjavík Suðurgötu 10 opnar á sumardaginn fyrsta, 22. apríl kl. 16. Sóley Tómasdóttir oddviti listans í Reykjavík flytur sumarávarp upplestur og tónlist frambjóðendakór VG boðið verður upp á grillaðar pylsur og leiki fyrir börnin Vi ns tri hr ey fin gi n - g ræ nt fr am bo ð vi ll be ita s ér fy rir ró ttæ ku m þ jó ðf él ag su m bó tu m a lm en ni ng i t il hagsbóta, hefja vernd náttúru og umhverfis til vegs á Íslandi og treysta byggð um allt land. Hreyfingin er samstarfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrým a kynjam isrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi... // sjá m eira á w w w .vg.is/stefna/ Suðurgata 10 I opið kl. 13-18 virka daga og 11-18 um helgar I sími 517 0723 I reykjavik@vg.is I www.vg.is Gleðilegt sumar! 999 kr/pk. Tilboð gildir meðan birgðir endast Birt með fyrirvara um prentvillur HUMAR 1 kg SKELBROT m ar kh on nu n. is GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Virknin í Eyjafjallajökli var svipuð í gær og daginn áður, en þó minni. Í það heila mætti segja að gosið í gærkvöldi hafi verið núna tíundi hluti af því sem það var þegar mest gekk á. Þetta segir Magnús Tumi Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sem fylgdist með framgangi gossins í gær eins og aðra daga. Hann segir að vatn hafi runnið úr götum sem hafa myndast norð- an við gígana. Þessi göt virðast stíflast öðru hvoru og þá koma úr þeim hlaupskvettur. „En þessar skvettur eru svo litlar að þær eru ekki neitt til að hafa áhyggjur af,“ segir Magnús Tumi. Engin merki voru um að hraun renni og öskufallið er tiltölulega lítið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fór gosmökk- urinn yfir fjögurra kílómetra hæð um kaffileytið í gær og hélst stöð- ugur eftir degi, þó lækkaði hann aðeins eftir því sem leið á kvöldið. - kóþ Íbúar á svokölluðum Bakkabæjum á Rangárvöllum hafa árum saman barist fyrir að brú verði lögð yfir Þverá. Hún er sögð mikið örygg- isatriði komi til eldsumbrota í Kötlu sem valdi stórhlaupi niður Fljótshlíðina. Jafnframt myndi hún tengja íbúana við Rangárþing ytra. Þetta segir Niklas Hyström, bóndi í Ártúnum, sem er neðsti Bakkabærinn. „Ef til þessa kæmi yrðum við að keyra upp á annan tug kíló- metra á móti flóðinu til að kom- ast á Hvols völl,“ útskýrir hann og bætir við að reiknað sé með að heimilisfólkið hefði hálftíma til klukkutíma til að forða sér og ná til Hvolsvallar. „Við erum mjög illa sett hvað þetta varðar,“ segir Niklas. Hann segir atburðarás hafa verið keyrða í tölvulíkani og á grund- velli þess sé talið að heimilisfólk- ið myndi ná til Hvolsvallar í tíma yrði lagt strax af stað. „En svo veit enginn hversu stórt flóðið yrði, hve hratt það færi eða hvert,“ bætir hann við. „Þá gæti heimilisfólk verið statt utan bæjar, það þyrfti að taka til það nauðsynlegasta og koma börnun- um út í bíl. Það er því mikil óvissa í þessu öllu saman.“ Niklas segir að íbúar Bakkabæj- anna séu á þeirri viðbragðsáætlun Íbúar á Bakkabæjum á Rangárvöllum eru uggandi: Berjast fyrir öryggis- brú vegna hamfara Ártún HvolsvöllurBakkakot Grímsstaðir Skeggjastaðir Öryggisbrú Öryggisbrú sem gerð hafi verið vegna gossins í Eyjafjallajökli og hafi þurft að yfirgefa heimili sín ítrekað vegna flóðahættu, sem hafi gengið mjög vel. „En það hefur lengi verið barist fyrir því að fá brúna yfir Þverá, þar sem hún myndi þjóna sem öryggistæki fyrir okkur, svo og íbúanna í Landeyjum við svona aðstæður,“ segir hann. - jss Hella Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap sínum um sinn. Hvorki hægt að vera með ræktun né skepn- ur vegna öskufalls og aur- flóðs eftir eldgosið. „Við hyggjumst ekki leggja árar í bát,“ segir bóndinn, heldur byrja aftur sem fyrst. Fjölskyldan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum ætlar að gera hlé á ræktun sinni og búskap um sinn. Jörðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í yfir hundrað ár. Þorvaldseyri hefur farið illa út úr eldgosinu í Eyjafjallajökli, ekki einungis vegna öskufalls heldur hefur aurflóð ógnað öryggi stað- arins, eins og segir í tilkynningu frá bóndanum, Ólafi Eggertssyni, sem er sonarsonur Ólafs Pálsson- ar frá Svínhaga, en hann eignaðist jörðina 1906. „Í þessari ákvörðun okkar fel- ast alls ekki nein áform um að bregða búi og heldur ekki áform um að flytja heimili okkar frá Þor- valds eyri,“ segir þar: „Við hyggj- umst ekki leggja árar í bát“. Staðreyndin sé sú að jörðin þurfi að jafna sig. Ræktun grass, korns og hveitis gangi ekki. Mikl- ar líkur séu á öskufoki með til- heyrandi skaða á gróðri. „Við höfum ekki í hyggju að lóga gripum eða senda í sláturhús en þurfum að huga að því að koma þeim fyrir annars staðar,“ skrif- ar bóndinn. Búast megi við að á löngum köflum verði ekki hægt að vera utandyra. Því sé hvorki hægt að ætla fólki eða búpeningi að búskap sé viðhaldið á jörðinni. Fjölskyldan ætlar að leita „allra skynsamlegra ráða“ til að unnt verði að halda áfram eðlilegum búskap á Þorvaldseyri sem fyrst. Á Þorvaldseyri búa hjónin Ólaf- ur Eggertsson og Guðný Valberg ásamt syninum Páli Eggerti Ólafs- syni og tengdadóttur, Hönnu Láru Andrews. Þau eiga soninn Ólaf Pálsson, ársgamlan. Ólafur segir þau „afar þakk- lát þeim fjölmörgu sem sýnt hafa okkur stuðning og velvilja og hvatt okkur áfram undanfarna daga“. klemens@frettabladid.is Stöðva hundrað ára samfelldan búskap ÓLAFUR LEIÐBEINIR RÁÐHERRA Hér sjást þeir á spjalli, Elvar Eyvindsson sveitarstjóri, Sigurjón Einarsson frá Landgræðslunni, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Guðmundur Stefánsson hjá Landgræðslunni. Fyrir miðju ræðir svo Ólafur Eggertsson við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Kjartan Þorkelsson sýslumann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Í heild er jörðin um þúsund hektarar, þar af eru um 150 hektarar af ræktuðu landi. ■ Á bænum eru um sextíu mjólkandi kýr og 130 aðrir nautgripir. ■ Á Þorvaldseyri hefur korn verið ræktað í fimmtíu ár. ■ Síðustu ár hafa þar verið gerðar tilraunir með repjurækt til olíuframleiðslu. ■ Þar hefur raforka verið framleidd og þar er borhola með 66° heitu vatni fyrir heimilið. ■ Jörðin hefur því verið því sem næst sjálfbær. Um Þorvaldseyri Tiltölulega lítið öskufall og þriggja kílómetra mökkur: Gosstyrkur tíundi hluti af því sem var GOSIÐ SÉÐ FRÁ HELLU Eldsumbrotin í Eyjafjallajökli eru nú minni en þau voru í upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.