Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 13
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 13
STJÓRNSÝSLA Ekki sér enn fyrir endann á
komu fólks frá Haítí til Íslands. Í kjölfar
jarðskjálftans í landinu í janúar ákvað rík-
isstjórnin að fela flóttamannanefnd að fjalla
um möguleika þess að taka á móti fólki þaðan
á grundvelli fjölskyldusameiningar. Athug-
un leiddi í ljós að á þeim grundvelli stæðu lög
til móttöku á annan tug skyldmenna tveggja
kvenna frá Haítí sem búa á Íslandi.
Breytingar á persónulegum högum kvenn-
anna gerðu að verkum að dvalarleyfi þeirra
eru ekki lengur gild. Hefur Útlendingastofn-
un umsókn þeirra um dvalarleyfi á nýjum for-
sendum til meðferðar.
Samhliða fer fram nauðsynleg gagnaöflun á
Haítí. Fólkið þarfnast vegabréfa auk pappíra
sem færa sönnur á hvert það er. Samkvæmt
Merði Árnasyni, formanni flóttamannanefnd-
ar, er sú vinna langt komin í tilviki ættmenna
annarrar konunnar.
Ströngu verklagi er fylgt, ekki síst vegna
tilraunar nokkurra Bandaríkjamanna til að
ræna 29 börnum í lok janúar.
Ekki liggur fyrir hvenær pappírsvinnunni
ytra lýkur, né heldur hvenær Útlendingastofn-
un afgreiðir umsóknirnar um dvalarleyfi.
- bþs
Útlendingastofnun fjallar um dvalarleyfi og ytra er unnið að afgreiðslu gagna:
Enn er unnið að komu fólks frá Haítí
BÖRN Á HAÍTÍ Gangi áætlanir eftir flytjast hingað
meira en tíu börn frá Haítí á grundvelli fjölskyldu-
sameiningar.
MENNING Minnisvarði um Svein-
björn Beinteinsson, fyrsta alls-
herjargoða Ásatrúarfélagsins og
rímnaskálds, verður vígður við
hátíðlega athöfn í Öskjuhlíð í dag.
Myndarlegum minnisvarða
um Sveinbjörn hefur verið komið
fyrir á reitnum þar sem hof ása-
trúarmanna mun rísa og mun
Hilmar Örn Hilmarsson allsherj-
argoði vígja steininn og hylla
landvætti ásamt fleiri goðum
félagsins.
Að því loknu verður hefðbund-
in sumargleði í húsnæði félags-
ins við Síðumúla þar sem börn
og fullorðnir koma saman, grilla
pylsur, skemmta sér og fagna
sumarkomunni. Athöfnin hefst
klukkan 15 og eru allir velkomn-
ir. - bs
Ásatrúarfélagið fagnar sumri:
Minnisvarði
um Sveinbjörn
allsherjargoða
SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Fyrsti alls-
herjargoði Ásatrúarfélagsins.
STANGVEIÐI Rannsókn á vegum
Veiðimálastofnunar, Selaseturs-
ins á Hvammstanga og ýmissa
veiðifélaga við Húnaflóa í fyrra-
sumar leiddi í ljós að áhrif sela
á laxagöngur virðast minni en
menn hafa óttast. Þetta kemur
fram á vefnum votnogveidi.is þar
sem gluggað er í niðurstöðurnar.
Rannsóknin fór fram við
nokkrar húnvetnskar ár og var
Sandra M. Grankvist verkefn-
isstjóri. Tiltölulega fá ummerki
fundust á veiddum laxfiski og
engir áverkar voru skráðir á sil-
ungi. Reyndar er nefnd sú hugs-
anlega skýring á þessum niður-
stöðum að veiðimenn fylgi illa
tilmælum um skráningu. - gar
Óvænt útkoma við Húnaflóa:
Fáir laxar voru
selbitnir í fyrra
SELUR Minni syndaselur en talið var.
DÓMSTÓLAR Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
vörslu og sölu fíkniefna á Sauðár-
króki. Maðurinn var með tíu töfl-
ur í fórum sínum þegar lögregla
hafði afskipti af honum í íbúð í
september 2009.
Hann reyndi að sturta töflun-
um í klósettið, en tókst ekki. Hann
hélt að um væri að ræða e-töflur
en við efnagreiningu kom í ljós
að um óþekkt efni var að ræða.
Þegar lögregla hafði afskipti af
honum hafði hann þegar selt fimm
töflur fyrir 18.500 krónur. - jss
Fíkniefnasali ákærður:
Ætlaði að sturta
dópinu niður