Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 16
22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Yfirstjórn Landspít-
alans (LSH) bárust 3.400 tillögur
frá starfsfólki um leiðir til að auka
sparnað og 800 tillögur um stefnu-
mótun. Björn Zoëga, forstjóri LSH,
kynnti nýja framtíðarsýn spítalans
og starfsáætlun fyrir þetta ár og
næsta á ársfundi spítalans í gær.
Framtíðarsýn LSH gerir meðal
annars ráð fyrir að árangurs-
mælingar verði efldar þannig að
hægt verði að bregðast við sveifl-
um í rekstrinum og tryggja árang-
ur. Á þessu ári leggur spítalinn
áherslu á að rekstur verði innan
heimilda, á öryggi sjúklinga, skil-
virka verkferla og að gera LSH að
góðum vinnustað. Stefnt er að því
að daglegur meðalfjöldi inniliggj-
andi sjúklinga dragist saman um
fimm prósent á þessu ári og einnig
á því næsta. Biðlistar eiga líka að
minnka um 10 prósent í ár og aftur
næsta ár.
Í erindi Björns er bent á að fall
krónunnar hafi verið spítalanum
dýrt. „Okkar svar hefur verið að
breyta spítalanum mjög róttækt
og draga saman þar sem hægt er.
Engin önnur lausn er til í glímu við
vandann enda er fjárhagsstaða rík-
isins slík að ekki er hæft að búast
við auknum opinberum fjárfram-
lögum.“ - óká
5.000 umslög af heppilegri stærð.
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
2.000 bæklingar með
afar djúpum pælingum.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Maharishi Ayurveda
Námskeið með danska lækninum
Charlotte Bech
25. - 30. apríl næstkomandi
Námskeið og einkaráðgjöf danska læknisins
Charlotte Bech
25. - 30. apríl næstkomandi
Upplýsingar á www.ihugun.is
Íslenska íhugunarfélagið, Skúlatúni 2, sími 557 8008
Maharishi Ayurveda
elsta náttúrulækningakerfi veraldar
Halli á rekstri Landspítalans, eftir
ríkisframlag jókst milli áranna
2008 og 2009 samkvæmt árs-
reikningi sem birtur var í gær.
Árið 2008 var tekjuhallinn tæp-
lega 1,2 milljarðar króna, en var á
síðasta ári rúmlega 1,3 milljarðar.
Á sama tíma dróst framlag ríkisins
til spítalans saman um 2,5 millj-
arða króna.
Tekjuhalli án fjármagnsliða og
fyrir framlag ríkisins dregst hins
vegar saman á milli ára, fer úr 37,3
milljörðum króna í 35,1 milljarð.
Reikningurinn sýnir að umtals-
vert hefur dregið úr kostnaði milli
2008 og 2009, en hann fór úr
39,3 milljörðum í 38,7 milljarða
króna. Laun og launatengd gjöld
jukust um tæpar 600 milljónir.
Ársreikningur LSH
Á ÁRSFUNDI LSH Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir að í fyrra hafi tekist að hagræða
um 2,7 milljarða króna hjá spítalanum án fjöldauppsagna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Landspítalinn boðar nýja stefnu til ársins 2016:
Ætla að efla ár-
angursmælingar
VINNUMARKAÐUR Starfsfólk Norð-
uráls hefur endurheimt rétt til að
fella niður vinnu vegna kjaradeilna
og samið um allt að 11,2 prósenta
launahækkun, sem meðal annars
kemur fram í eingreiðslu upp á
150.000 krónur.
Þetta er niðurstaða viðræðna sem
hófust í lok október og enduðu með
tæplega sextán tíma samninga-
lotu í byrjun vikunnar. Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðsfé-
lags Akraness, er sáttur við árang-
urinn. „Þetta var bara barátta og
mikið tekist á. Laun vaktavinnu-
fólks hækka til dæmis um allt að
tæpar 34.000 krónur,“ segir hann.
Árið 1998 var samið um að starfs-
fólkið mætti ekki leggja niður
vinnu og Vilhjálmur segir dýrmætt
að hafa fengið þennan rétt að nýju.
Nú njóti starfsmenn Norðuráls
sömu réttinda og aðrir í stóriðju.
Þótt samið hafi verið um talsverð-
ar launahækkanir að þessu sinni,
verða launaliðir lausir um áramót.
Í staðinn fyrir þetta fengu Norður-
álsmenn í gegn að samningurinn
skyldi gilda til ársloka 2014; frið-
arskylda ríkir þangað til. En launa-
liðirnir eru lausir strax um áramót
og Vilhjálmur er farinn að setja
sig í stellingarnar fyrir viðræður
í desember. - kóþ
Starfsfólkið náði samningum við Norðurál:
Endurheimtu verkfallsréttinn