Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 16
 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Yfirstjórn Landspít- alans (LSH) bárust 3.400 tillögur frá starfsfólki um leiðir til að auka sparnað og 800 tillögur um stefnu- mótun. Björn Zoëga, forstjóri LSH, kynnti nýja framtíðarsýn spítalans og starfsáætlun fyrir þetta ár og næsta á ársfundi spítalans í gær. Framtíðarsýn LSH gerir meðal annars ráð fyrir að árangurs- mælingar verði efldar þannig að hægt verði að bregðast við sveifl- um í rekstrinum og tryggja árang- ur. Á þessu ári leggur spítalinn áherslu á að rekstur verði innan heimilda, á öryggi sjúklinga, skil- virka verkferla og að gera LSH að góðum vinnustað. Stefnt er að því að daglegur meðalfjöldi inniliggj- andi sjúklinga dragist saman um fimm prósent á þessu ári og einnig á því næsta. Biðlistar eiga líka að minnka um 10 prósent í ár og aftur næsta ár. Í erindi Björns er bent á að fall krónunnar hafi verið spítalanum dýrt. „Okkar svar hefur verið að breyta spítalanum mjög róttækt og draga saman þar sem hægt er. Engin önnur lausn er til í glímu við vandann enda er fjárhagsstaða rík- isins slík að ekki er hæft að búast við auknum opinberum fjárfram- lögum.“ - óká 5.000 umslög af heppilegri stærð. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Maharishi Ayurveda Námskeið með danska lækninum Charlotte Bech 25. - 30. apríl næstkomandi Námskeið og einkaráðgjöf danska læknisins Charlotte Bech 25. - 30. apríl næstkomandi Upplýsingar á www.ihugun.is Íslenska íhugunarfélagið, Skúlatúni 2, sími 557 8008 Maharishi Ayurveda elsta náttúrulækningakerfi veraldar Halli á rekstri Landspítalans, eftir ríkisframlag jókst milli áranna 2008 og 2009 samkvæmt árs- reikningi sem birtur var í gær. Árið 2008 var tekjuhallinn tæp- lega 1,2 milljarðar króna, en var á síðasta ári rúmlega 1,3 milljarðar. Á sama tíma dróst framlag ríkisins til spítalans saman um 2,5 millj- arða króna. Tekjuhalli án fjármagnsliða og fyrir framlag ríkisins dregst hins vegar saman á milli ára, fer úr 37,3 milljörðum króna í 35,1 milljarð. Reikningurinn sýnir að umtals- vert hefur dregið úr kostnaði milli 2008 og 2009, en hann fór úr 39,3 milljörðum í 38,7 milljarða króna. Laun og launatengd gjöld jukust um tæpar 600 milljónir. Ársreikningur LSH Á ÁRSFUNDI LSH Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir að í fyrra hafi tekist að hagræða um 2,7 milljarða króna hjá spítalanum án fjöldauppsagna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Landspítalinn boðar nýja stefnu til ársins 2016: Ætla að efla ár- angursmælingar VINNUMARKAÐUR Starfsfólk Norð- uráls hefur endurheimt rétt til að fella niður vinnu vegna kjaradeilna og samið um allt að 11,2 prósenta launahækkun, sem meðal annars kemur fram í eingreiðslu upp á 150.000 krónur. Þetta er niðurstaða viðræðna sem hófust í lok október og enduðu með tæplega sextán tíma samninga- lotu í byrjun vikunnar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, er sáttur við árang- urinn. „Þetta var bara barátta og mikið tekist á. Laun vaktavinnu- fólks hækka til dæmis um allt að tæpar 34.000 krónur,“ segir hann. Árið 1998 var samið um að starfs- fólkið mætti ekki leggja niður vinnu og Vilhjálmur segir dýrmætt að hafa fengið þennan rétt að nýju. Nú njóti starfsmenn Norðuráls sömu réttinda og aðrir í stóriðju. Þótt samið hafi verið um talsverð- ar launahækkanir að þessu sinni, verða launaliðir lausir um áramót. Í staðinn fyrir þetta fengu Norður- álsmenn í gegn að samningurinn skyldi gilda til ársloka 2014; frið- arskylda ríkir þangað til. En launa- liðirnir eru lausir strax um áramót og Vilhjálmur er farinn að setja sig í stellingarnar fyrir viðræður í desember. - kóþ Starfsfólkið náði samningum við Norðurál: Endurheimtu verkfallsréttinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.