Fréttablaðið - 22.04.2010, Page 36

Fréttablaðið - 22.04.2010, Page 36
„Við höfðum í mörg ár gengið með það í maganum að gera eitthvað skemmtilegt í þessum dúr. Þegar allt breyttist í hruninu fannst okkur tækifæri til að leggja eitt- hvað til málanna,“ segir Kristbjörn sem ásamt syni sínum Braga opn- aði ísbúðina Draumaís í Bæjar lind 14-16 í byrjun apríl. Kristbjörn hefur unnið við ýmis rekstr- arverkefni undanfarin ár en vann einn- ig í bakaríi í tíu ár og er því vel kunnug- ur skreytinga- bransanum. „Við ákváð- um að reyna að færa ísinn upp á hærra plan,“ segir Kristbjörn en Draumaís er ekki hefðbundin ísbúð. „Við selj- um ekki aðeins venjulegan ís heldur fram- leiðum ístertur fyrir öll tæki- færi,“ segir hann. Ístert- urnar fást í mismunandi stærðum og eru búnar til á staðnum. Þannig getur fólk einnig ráðið því hvaða bragðtegundum er blandað saman og hvort notuð séu ber og annað góðgæti í tertuna. „Svo má einnig kaupa ístertusneið í búðinni, tylla sér niður og fá sér kaffibolla,“ segir Kristbjörn sem notar ítalsk- an ís sem framleiddur er af MS. Einnig hefur hann til sölu sína eigin ísblöndu sem hann kallar bioís. „Hann er þéttur og kaldur og unninn úr mjólk,“ útskýrir Krist- björn sem býr til fleira sjálfur á staðnum. „Ég framleiði kara- mellur, marengs og negrakossa. Svo búum við til belgískar vöfflur í ísréttina okkar og einnig okkar eigin ísvöfflur,“ segir Krist- björn en auk alls þessa eru allar heitar sósur heimatil- búnar úr hágæðahráefni. Þeir feðgar hafa sett á lagg- irnar heimasíðu www. draumais.is þar sem skoða má úrval af því sem þeir hafa upp á að bjóða. solveig@frettabladid.is Ís á hærra plani Feðgarnir Kristbjörn Bjarnason og Bragi Kristbjörnsson opnuðu 8. apríl ísbúðina Draumaís í Bæjarlind og bjóða þar upp á alls kyns fínerí. Belgísku vöfflurnar bakar Kristbjörn á staðnum fyrir ísréttina. Kristbjörn og Bragi sonur hans með ístertu og annað góðgæti sem búið er til á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gisting.is hefur að geyma upp- lýsingar um fjölda gististaða um land allt. Á vefn- um er einn- ig fjöldi götukorta yfir þéttbýli og bæjarfélög með upplýsingum fyrir ferðafólk. www.gisting.is Rjómalöguð humarsúpa með hvítlauksristuðum humarhölum........................1490.- Humar og snigla ragú með hvítlauk og sveppum...........................................1550.- 4 x Hvalur..........................................................................................................................................1590.- Ferskasti Fiskur dagsins...........................................................................................................2100.- Pönnusteiktir humarhalar með geitaosti, eplum og koriander.....................2890.- Andasalat með Döðlum, Mangó og parmesan ...........................................................1450.- Eftirréttir/deserts Bláberjafrauð með brownie, mascarponeís og bláberjasósu ................................990.- Mango panna cotta með kakóbaunaís og hvítu súkkulaði.....................................990.- Opið hjá Krúsku sumardaginn fyrsta VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00 Opið frá 11-20

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.