Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
www.markid.is • sími 553 5320 • Ármúla 40
Giant Rincon
Fjallahjól, álstell, stillanlegur dempari
og 24 gírar. 74.900 kr.
Giant MTX
6-8 ára álstell, dempari og 6 gírar
verð frá 37.900 kr.
8-11 ára álstell, dempari og 18 gírar
verð frá 49.900 kr.
Giant Sedona
Borgarhjól, álstell, dempari í sæti
og framgaffli, 21 gír. Til í herra og
dömu verð frá 69.900 kr.
Giant Boulder
Fjallahjól, álstell, dempari að framan,
21 gír, Til í herra og dömu
verð 65.900 kr.
Markið er sérhæfð íþrótta-
vöruverslun sem leggur meðal
annars áherslu á hjól og rekur
verkstæði og varahlutaþjón-
ustu fyrir hjólreiðamenn.
„Það er af sem áður var þegar
flestir Íslendingar keyptu sér
fjallahjól. Götuhjól njóta nú mestra
vinsælda, að minnsta kosti hjá
okkur, þar sem menn eru farnir að
sjá kosti þess að vera á þeim inn-
anbæjar. Sjálfur var ég til dæmis
alltaf á fjallahjóli en er búinn að
skipta alfarið yfir í hitt,“ segir
Árni Traustason, verslunarstjóri
hjá Markinu, Ármúla 40, og rekur
ástæðuna fyrir því.
„Þetta er bara miklu betri og
þægilegri ferðamáti, sem helgast
meðal annars af því hnakkarn-
ir á götuhjólum eru mýkri, stýr-
in og sætin stillanleg og dekkin
slétt þannig að viðnám er minna
og því langtum auðveldara að kom-
ast leiðar sinnar innan bæjarmark-
anna heldur en á fjallahjólum, sem
eru á grófari dekkjum og gefa þar
af leiðandi meira viðnám á föstu
undirlagi.“
Árni segir konur hafa verið
fyrri til að átta sig á kostum götu-
hjóla, karlarnir séu hins vegar
allir að koma til. „Mörgum líst
reyndar ekki á blikuna í fyrstu en
flestum snýst hugur þegar þeir
hafa fengið að prufa,“ segir hann
og hlær og bætir við að hjá Mark-
inu fáist götuhjól frá hollenska
hjólaframleiðandanum Giant, sem
sé sá stærsti og virtasti í þessum
bransa.
„Hjólin koma nánast strípuð ef
frá eru taldir standar en svo býðst
aukabúnaður, körfur á stýrið,
bretti og bögglaberar, sem kosta á
bilinu 2.900-5.900 krónur, hjálmar
á börn og fullorðna, hlífar og annar
öryggisbúnaður,“ segir Árni.
Fjallahjólin segir hann þó
standa fyllilega fyrir sínu þegar
farið er út fyrir bæinn og eins séu
blendingshjól, sem eru sambland
af götu- og fjallahjólum, frá Scott
handhæg. „Svo má ekki gleyma
yngstu kynslóðinni, en hjá Mark-
inu ætti hún að finna hjól við sitt
hæfi.
Árni segir Markið einnig státa
af góðum lager af varahlutum. „Við
rekum hér verkstæði og varahluta-
þjónustu sem er höfð opin á sama
tíma og verslunin og getum bjarg-
að flestu í hjól og höfum oft redd-
að viðskiptavinum okkar í gegnum
tíðina.“ Nánar á www.markid.is.
Götuhjól vinsæll fararskjóti
„Mörgum líst reyndar ekki á blikuna í fyrstu en flestum snýst hugur þegar þeir hafa
fengið að prufa,“ segir Árni um götuhjól sem njóta vaxandi vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Markið rekur verkstæði og varahlutaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● AÐ FYRIRBYGGJA SLYS AF VÖLDUM LÍNUSKAUTA
Veljið línuskauta sem henta aldri og getu barnsins. Ef barnið er byrj-
andi er betra að velja línuskauta með 3 eða 4 hjólum. Línuskautar með
fimm hjólum er fyrir þá sem eru vanari og þá sem skauta lengri vega-
lengdir. Hafið barnið með þegar línuskautarnir eru keyptir.
- Farið reglulega yfir hjólin á línuskautunum og skoðið hvort þau séu
slitin.
- Skoðið hvort grjót sé í hjólalegunum.
- Athugið hvort hemlar séu í lagi. Ekki er óeðlilegt að þurfa að skipta
um þá öðru hvoru.
- Brýnið fyrir barninu að nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað svo sem
hjálm og hlífar á olnboga, úlnliði og hné.
- Hjálmurinn þarf að passa vel á barnið og vera rétt festur. Ekki á að
vera hægt að hnika honum til nema um örfáa millimetra á höfðinu.
Hjólreiðahjálmur hentar ágætlega fyrir barn á línuskautum, en ann-
ars er til sérstakur línuskautahjálmur með meiri vörn á hnakkanum,
vegna þess hve oft línuskautarar detta aftur fyrir sig.
- Ef barnið er að byrja að læra á línuskauta þarf að kenna því að nota
hemlana rétt og að detta rétt.