Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 56
36 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nú fer ég að verða hræddur! Hálftími og ekki píp frá þeim! Aldeilis skíthræddur, verð ég að viðurkenna! Hvað ertu að gera? Mamma! Þetta eru gamlir tón- leikabolir! Þetta eru safngripir! Ég er orðl... Algjörlega sleginn út af laginu! Að hann skuli hafa geymt þá í öll þessi ár? ... meira að hann skuli hafa tengst einhverju sem gæti hafa talist kúl. Ég er að rífa gömlu stutt ermabolina hans pabba þíns niður til að nota þá í tuskur. Ferðu í próf? Nei. Nei.Heimavinna? Er einhver að stríða þér eða taka af þér kökuna þína í hádegishléinu? Ekki ennþá. Þannig að kviðdóms- seta er eins og barna- skóli án pressunnar. Og það eru fleiri hlé. Hvað gerðirðu eiginlega í kviðdómn- um, pabbi? Sko, við sitjum eiginlega bara þarna og hlust- um. Bíddu nú aðeins við, af hverju fór ég yfir götuna? Þegar kjúklingar eldast Grillarar óskast á Fabrikkuna ERTU SLYNGUR MEÐ SPAÐANN? Okkur vantar vana menn til að snúa borgurum og vinna í eldhúsi okkar. Andrúmsloftið er einstaklega skemmtilegt enda brjálað að gera og umsækjendur þurfa að þola álagið vel. Við leitum að starfsmönnum í fullt starf, hlutastarf og helgarstarf. Einnig vantar liðtæka aðstoðarmenn í eldhús við uppvask og undirbúning. Sendið umsókn ásamt mynd og ferilskrá á hinni@fabrikkan.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Mig hefur lengi langað til að kíkja inn á Iðnaðarsafnið á Akureyri en einhvern veginn hefur aldrei orðið af því. Þó er ég oft á ferðinni norðan heiða en yfirleitt í stutt- an tíma í einu og dagskráin þétt. Nýver- ið var ég þó stödd í höfuðstað Norðurlands með fjölskylduna og eftir annasama helgi sem samanstóð ýmist af heimsóknum eða heimboðum tóku við nokkrir virkir dagar sem við höfðum úr að spila, áður en haldið yrði heim suður yfir heiðar. Þeir dagar voru rólegri enda allir aðrir í vinnunni og við í fríi. ÉG hugsaði mér þá gott til glóðarinnar að láta loksins verða af heimsókn í Iðnaðar- safnið og sá fyrir mér að eyða drjúgum dagsparti þar. Iðnsaga Akureyrar er um margt merkileg en meðal annars var stund- uð smjörlíkisgerð í bænum á árum áður, umsvifamikil ullarvinnsla starfrækt og prjónaverksmiðja. Ekki varð þó af heimsókn minni í safnið þennan þriðjudaginn þar sem það var lokað. VIÐ nánari eftirgrennslan komst ég að því að safnið er einungis opið tvo klukkutíma á viku á veturna og það á laugardögum. Þessa tvo klukkutíma á laugardeginum hafði ég hins vegar svo skynsamlega eytt í búðarráp á Glerártorgi, verslunarmiðstöð bæjar- ins, þar sem gallabuxur voru á afslætti. IÐNAÐARSAFNIÐ er þó ekki eina safnið í bænum. Minjasafn Akureyrar stendur tign- arlegt í innbænum og þar er líka Nonnahús. Flugsafn er einnig að finna í bænum og svo auðvitað hús skáldanna, Davíðshús og Sig- urhæðir. Ég hafði þó gloprað tækifærinu á að kíkja við í öllum þessum söfnum því þau, sem á annað borð voru opin á veturna, voru einnig bara opin þessa sömu tvo klukkutíma á laugardögum. AKUREYRI er fallegur bær á sumrin. Nú var hins vegar skítkalt og lítið skemmtilegt að rangla um miðbæinn með barnakerru, enda er umferð gangandi vegfarenda nánast ófær um gömlu „göngugötuna“ eftir að bíla- umferð var hleypt um hana og blómakerj- um dreift á gangbrautirnar. Okkur langaði ekkert aftur inn á Glerártorgið en var orðið frekar kalt þegar við komum loks að safn- dyrum sem stóðu okkur opnar. Amtsbóka- safnið var opið og þangað hröktumst við fjölskyldan undan norðanfjúkinu. INNI var hlýtt og notalegt, fáir gestir á ferli. Við hreiðruðum um okkur í horni með bækur og blöð og áttum hina bestu stund og heimsóttum bókasafnið nánast daglega þessa fáu daga sem við stoppuðum í bænum. Ég verð bara að reyna við Iðnaðarsafnið síðar, ef ekki verða þeim mun betri tilboð á Glerártorgi þann laugardaginn. Safndagurinn eini á Akureyri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.