Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 57

Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 57
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 37 Spjallþáttakóngurinn Larry King og eiginkona hans til þrettán ára hafa ákveðið að skilja, en þetta er sjöunda hjónaband Kings sem fer í vaskinn. Samkvæmt fjölmiðlum hið vestra á King að hafa átt í ára- löngu ástarsambandi við yngri systur eiginkonu sinnar. Shawn Southwick, eiginkona Kings, á jafnframt að hafa verið í þingum við hafnaboltaþjálfara sona sinna, Hector Panate, en sá heldur því fram að King hafi vitað af sam- bandinu en hafi ekkert aðhafst því hann hafi sjálfur verið ást- fanginn af annarri konu. „Ég held að Larry sé ástfanginn af systur Shawn. Ég kynntist Shawn árið 2007 og varð fljótt ástfanginn af henni. Larry vissi af sambandinu enda borgaði Shawn leiguna mína, keypti handa mér föt, bíl og hún vildi meira að segja eignast barn með mér,“ sagði Hector. Nadya Suleman, konan sem varð fræg fyrir að ala áttbura fyrir rúmu ári, var gestur í spjallþætti Opruh Winfrey á dögunum. Sul- eman, sem hefur verið uppnefnd Octomom af fjölmiðlum hið vestra, sagði að henni líði oft eins og viðundri vegna allrar athygl- innar sem hún hefur hlotið. „Mig langaði aldrei í meira en sex eða sjö börn, ekki tvöfalt það. Ég sé ekki eftir að hafa eignast börnin mín, en ég viðurkenni það að ég var barnaleg og sjálfselsk,“ sagði Suleman, en hún á fjórtán börn sem hún hugsar um með aðstoð barnfóstra. Líður eins og viðundri FULLT FANG AF BÖRNUM Nadya Sulem- an er einstæð móðir með fjórtán börn. Leikkonan og partíljónið Tara Reid er hætt með unnusta sínum. Reid trúlofaðist Michael Axt- mann, þýskum viðskiptamanni, árið 2008 og ætlaði parið að gifta sig í sumar. Samkvæmt heimildum hafði Reid þegar skipu- lagt brúðkaupið og keypt brúðar- kjól þegar Axt- mann ákvað að slíta trúlof- uninni. Vinir leikkonunn- ar segja hana miður sín vegna sambandsslit- anna og óttast að sorgir henn- ar munu leiða hana af beinu brautinni. Reid var þekkt fyrir að vera dugleg að drekka og skemmta sér hér árum áður, en sneri blað- inu við eftir að hún kynntist Axtmann. Engin gifting hjá Töru Reid Í SÁRUM Tara Reid er hætt með unnusta sínum, hinum þýska Michael Axtmann. NORDICPHOTOS/GETTY HJÓNABANDIÐ BÚIÐ Larry King og eigin- kona hans hafa ekki verið hvort öðru trú ef marka má sögusagnir. Larry King vissi af framhjáhaldi konunnarRaunveruleikastjarnan Kim Kardashian átti stutt-an ástarfund með fótboltastjörnunni Cristia- no Ronaldo fyrir nokkru. Nú telur göturitið In Touch að vinir og ættingjar stúlkunnar ótt- ist að hún hafi fallið fyrir Ronaldo, en hann hefur orð á sér fyrir að vera mikill kvenna- bósi. „Konur elska hann og hann hefur gaman af því að skemmta sér með þeim. Hann er frægur og myndarlegur en hann hefur engan áhuga á að festa sig við eina konu. Kim ætti að passa sig á því að falla ekki fyrir honum,“ var haft eftir blaðamanni sem fylgst hefur með ferli fótboltamannsins. Hættuleg ást HÆTTULEG ÁST Vinir Kim Kardashian óttast að hún hafi fallið fyrir fótboltamanninum Ronaldo. Maxímús Músíkús í Kringlunni kl. 15 í dag Fyrri bókin loksins fáanleg aftur! Ný bók og diskur! Ný bók um tónlistarmúsina Maxímús sem nú lendir í skemmti- legum ævintýrum í tónlistarskóla. Frábær bók fyrir börn á öllum aldri þar sem lesendur kynnast undraheimi tónlistarinnar á einstakan hátt. Músin tónelska, Maxímús Músíkús lítur við í Eymundsson í Suður-Kringlunni og kynnir nýju bókina sína Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann. Þrautir og leikir fyrir krakka á öllum aldri. Eymundsson.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.