Fréttablaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 47
Þriðja myndin um mennina í
svörtum fötum verður gerð.
Þetta staðfesti höfundur og leik-
stjóri myndarinnar, Barry Sonn-
enfeld. Þá er það einnig staðfest
að Tommy Lee Jones mun end-
urtaka hlutverk sitt sem Kay en
miklar vangaveltur höfðu verið
uppi um hvort Tommy Lee myndi
yfirhöfuð nenna þessum stór-
myndahasar eftir að hafa ein-
beitt sér að miklu einfaldari og
látlausari verkefnum undanfarin
ár. Hins vegar er það talið skipta
miklu máli að launaávísunin er
töluvert hærri fyrir svona mynd
og gefur Tommy tækifæri til að
einbeita sér enn frekar að sjálf-
stæðri kvikmyndagerð þegar
tökum lýkur. Rétt er að taka fram
að Will Smith verður einnig með.
Sonnenfeld upplýsti einnig að
myndin yrði gerð í þrívídd en það
þykir ekki lengur tíðindum sæta
enda ætla nánast allir í Holly-
wood að gera kvikmyndir í þrí-
vídd um þessar mundir.
MIB 3 verð-
ur í þrívídd
SNÚA AFTUR Tommy Lee og Will Smith
ætla að endurtaka hlutverk sín í MIB 3.
F. Scott Fitzgerald er einn þeirra
bandarísku rithöfunda sem verða
alltaf að hálfgerðri tískubylgju
í Hollywood. Kvikmyndir sem
byggja á verkum hans koma í
gusum en svo gerist kannski
ekki neitt í þeim efnum svo árum
og áratugum skiptir. Nú virðist
kvikmynd Davids Fincher um
undarlegt líf Benjamins Butt-
on hafa kveikt áhugann á verk-
um rithöfundarins því í bígerð er
kvikmynd sem byggir á smásögu
hans Tender Is the Night. Meðal
þeirra leikara sem hafa verið
orðaðir við hlutverk í myndinni
eru Matt Damon og
Keira Knightley en
enginn leikstjóri
er þó sestur í bíl-
stjórasætið.
Fitzgerald á
hvíta tjaldið
FLOTT PAR Matt Damon
og Keira
Knightley
yrðu án efa
flott par
á hvíta
tjaldinu.
Eins og kemur fram hér annars
staðar á síðunni hefur Bond 23
verið frestað um óákveðinn tíma.
Það þýðir að leikstjóri mynd-
arinnar, Sam Mendes, verð-
ur að finna sér eitthvað
annað að gera. Mendes var
auðvitað ekki lengi að finna
nýtt verkefni því hann er
orðaður við endurgerð
á hinni sígildu kvik-
mynd Galdrakarlinn
í Oz eða The Wizard
of Oz.
Reyndar er Mendes
ekki sá eini sem langar
að gera kvikmynd eftir
þessu sígilda ævintýri
því alls eru 23 handrit í gangi sem
byggja með einum eða öðrum hætti
á sögunni um galdrakarlinn. Kvik-
mynd Mendes verður þó að teljast
líklegust því sá orð rómur er á
kreiki að stórleikarinn Robert
Downey Jnr. hafi mikinn áhuga
á að leika í myndinni en Downey
verður að teljast einhver besta
upprisa í Hollywood síðan
John Travolta steig trylltan
dans í Pulp Fiction.
Downey til Oz
Í ÆVINTÝRAMYND Downey
leikur Tony Stark í Iron Man 2
og hefur víst einnig áhuga á
að leika í Galdrakarlinum frá
Oz eftir Sam Mendes.
DVD-útgáfan af Avatar kemur út
á morgun og menn eru þegar farn-
ir að spá sölumetum í unnvörpum.
Mestu athyglina vekur þó viðtal
við leikstjóra myndarinnar, James
Cameron, í LA Times en hann er
þegar farinn að spá og spekúlera
í framhaldsmyndinni. „Við bjugg-
um til risastóran striga þar sem
við getum komið umhverfi Pand-
ora til skila,“ segir Cameron en
fyrir þá örfáu sem ekki sáu Avat-
ar er rétt að geta þess að Pandora
er plánetan sem jarðarbúar reyna
að hertaka.
Cameron heldur síðan áfram
í viðtalinu að greina frá ýmsum
þáttum framhaldsmyndarinn-
ar og tekur fram að næsta mynd
muni hafa allt annað yfirbragð en
sú fyrsta. „Ég reikna með því að
hún muni rannsaka lífríki sjávar
á Pandora. Hafið verður álíka lit-
skrúðugt, fjölbreytt og ævintýra-
legt en munurinn verður auðvitað
sá að þarna verður regnskógur-
inn ekki í aðalhlutverki.“ Þetta
er ekki í fyrsta skipti sem leik-
stjórinn gerir kvikmynd úti á
ballarhafi. Titanic var auðvitað
mestmegnis um risastórt fley
sem sigldi á ísjaka og The
Abyss gerðist að miklu
leyti í undirdjúpunum.
Avatar II gerist úti á hafi
GERIST Á SJÓ Næsta
myndin í Avatar-
flokknum gerist
úti á rúmsjó. James
Cameron segir að hún
eigi eftir að verða jafn
litskrúðug og fyrsta
myndin.
Outlet
afs lá t tur
60-80%
Vorum að fylla búðina af vörum...