Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 6
6 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR DÝRAHALD Margar tamningastöðv- ar eru lamaðar, mótum er aflýst og vorsýningar kynbótahrossa kunna að vera í uppnámi vegna hrossa- hóstans sem smitast enn út um landið. Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma. Að sögn Sigríðar hefur enn ekki fundist hvað veldur pestinni. Hins vegar hafa þekktar sýkingapestir í öndunarfærum hrossa verið úti- lokaðar með veitugreiningu. Allt þykir benda til að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þétt- skipuðum hesthúsum. Bakteríusýk- ingar virðast í mörgum tilfellum fylgja í kjölfarið og geta hrossin þá fengið hita og graftarkenndan hor í nös. Bakteríuræktun hefur leitt í ljós að oft er um að ræða strept- ókokka sem nú er verið að greina nánar. Slíkar sýkingar er í mörgum tilfellum hægt að meðhöndla til að flýta bata hrossanna. Nú er að koma í ljós að mörg hross eru lengi með hóstapest- ina, allt upp í fjórar vikur, og enn sér ekki fyrir endann á því hversu lengi þau verða að jafna sig að fullu. Unnið er áfram að greiningu hennar bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og á Dýralækningastofnun Svíþjóðar. „Pestin er mjög lúmsk þegar hún er að byrja,“ segir Sigríður. „Síðan magnast hún upp með tímanum og fer að breiðast út. Allra fyrstu ein- kenni eru þurr hósti, glært nef- rennsli og slappleiki sem þó verður aðeins vart í reið. Hestarnir sækja gjarnan niður með hausinn til að hósta. Ég legg mikið upp úr því að eig- endur hrossa átti sig því fljótt á því ef þau veikjast. Þá er nauðsynlegt að gefa þeim frí og búa vel að þeim. Mikilvægt er að loftið sé gott, en alls ekki kalt. Með vorinu á að vera hægt að koma betur til móts þessar þarfir.“ Sigríður segir ekki vitað til þess að hross hafi drepist í kjölfar pest- arinnar né orðið það alvarlega veik að þeim hafi verið hætta búin. Mörg hrossanna gangi í gegnum veikindin án þess að fá hita. „Hins vegar er vandinn sá að þetta situr lengur í hrossunum heldur en við héldum í fyrstu og kemur þess vegna verr við alla hestatengda starfsemi. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta valdi hrossunum varanlegu tjóni.“ Sigríður segir að pestin raski að líkindum vorsýningum kynbóta- hrossa, þannig að meginþunginn verði á síðsumarsýningunum. jss@frettabladid.is HÓSTAPESTIN Eigendur huga þessa dagana vel að hrossum sínum. Systurnar Katla Sif og Sara Dís Snorradætur voru í hesthúsinu í gær til að athuga hvort hryssan þeirra, Vilma, væri orðin veik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Starfsemi lamast af völdum hestahósta Hóstapest í hrossum breiðist út um landið og hefur víða haft áhrif á hestatengda atvinnustarfsemi svo og mótahald. Pestin er lúmsk og endar í sumum tilvikum í illskeyttri bakteríusýkingu. Ekki er vitað um orsök eða tegund hennar. VIÐSKIPTI „Þetta er fyrsta árið sem við munum einbeita okkur alfarið að kjarnastarfsemi fyrirtækisins,“ sagði Sigsteinn Grétarsson, for- stjóri Marel á Íslandi, á uppgjörs- fundi félagsins í gær. Hann vísaði til þess að Marel hafi selt eignir ytra, sem ekki hafi heyrt undir kjarnastarfsemi. Þar á meðal eru Food & Dairy Systems og Carnitech í Danmörku. Hann sagði stöðuna sterka eftir kreppuna. Marel hagnaðist um 5,6 milljón- ir evra á fyrsta ársfjórðungi. Það jafngildir 957 milljónum króna. Til samanburðar tapaði félagið sjö milljónum evra á sama tíma í fyrra. Tekjur Marels námu 147,2 millj- ónum evra á fjórðungnum, sem er þrettán prósenta aukning á milli ára. Erik Kaman, fjármálastjóri Marel, tók undir með Sigsteini og vísaði til betri stöðu fyrirtækis- ins eftir myntbreytingu á sam- bankaláni úr krónum í evrur og niðurgreiðslu á skuldum. Kaman benti á að pantanir hafa aukist fimm fjórðunga í röð og nema nú 113,5 milljónum evra, jafn- virði 19,5 milljörðum króna sam- anborið við 58,8 milljónir á sama tíma í fyrra. Hann tók fram að þetta væri í fyrsta sinn sem tölur um pantanir væru teknar saman með þessum hætti og þær því vart samanburðarhæfar. - jab ERIK KAMAN Fjármálastjóri Marels sagði afkomu fyrirtækisins ánægjulega. Auknar pantanir bendi til betri tíðar fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stjórnendur Marels segja væntingar um betri tíð birtast í uppgjöri félagsins: Hagnast um tæpan milljarð Er þörf á því að setja embætti forseta Íslands siðareglur? JÁ 57,3% NEI 42,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er grillvertíðin hafin á þínu heimili? Segðu skoðun þína á visir.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Sparnaðar- aðgerðir Bolungarvíkurkaup- staðar hafa skilað 300 milljóna króna viðsnúningi milli ára. Tap árið 2008 nam um 120 milljónum króna en gert er ráð fyrir allt að 180 milljóna króna hagnaði í ár að því er Bæjarins besta greinir frá. Bolvíkingar hafa að undanförnu starfað með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Áföll hafa riðið yfir sveitarfélagið á síð- ustu ár og á dögunum var Rækju- vinnslan Bakkavík hf. í Bolungar- vík úrskurðuð gjaldþrota. - shá Árangur í Bolungarvík: 300 milljóna viðsnúningur NEYTENDUR Verðkönnun SFR – stétt- arfélags í almannaþjónustu sýnir að matarkarfa landsmanna hefur hækkað um 66 prósent á síðustu fjórum árum. Karfan hefur hækk- að um 34 prósent frá því í byrjun október 2008. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði SFR-blaðsins. Fram kemur í blaðinu að Friðrik Atlason, stjórnarmaður í SFR, hefur reglulega gert samanburð á matar- körfu í verslunum Bónus síðan árið 2006. Ávallt hafa sömu vörur verið keyptar og sama magn. Matarkarf- an samanstendur af algengum vöru- flokkum. Upphaflega matarkarfan kostaði Friðrik rúmlega níu þúsund krónur en rúmlega fimmtán þúsund krónur í mars síðastliðinn. Engar „dýrar lúxusvörur eru á listanum og heldur engar hreinlætisvörur“. Á tímabilinu sem um ræðir, okt- óber 2008 til mars 2010, hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 12,6 prósent, segir í greininni. Þá hefur kaupmáttur launa rýrnað um 8,3 prósent frá því í október 2008. Það er mat SFR að matarkaup séu almennt orðin hlutfallslega stærri og þyngri hluti heimilisútgjalda en nokkru sinni. Því sé ljóst að það verði viðfangsefni verkalýðshreyf- ingarinnar á komandi misserum að taka á þessari þróun og verja kaupmátt launa. - shá Matarkarfan í Bónus hefur hækkað úr rúmlega níu í fimmtán þúsund krónur: Matur hækkað um 66 prósent MATARKARFAN Algengasta matvara sem kostaði heimili níu þúsund kall árið 2006 kostar nú rúmlega fimmtán þúsund. MYND/HRÖNN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.