Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 12
12 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR UMFERÐ Bifhjólaslysum sem rekja má til þess að bifhjóli er ekið inn í hlið bíls fækkaði umtalsvert árið 2009 miðað við árið á undan. Árið 2009 voru þrettán slík slys á land- inu en 29 árið á undan, árið 2007 voru þau nítján. Fækkunina má að mati Umferð- arstofu, lögreglunnar og forsvars- manna bifhjólaklúbba að stórum hluta rekja til auglýsingaherferð- ar Umferðarstofu á árunum 2008 til 2009: „Fyrirgefðu ég sá þig ekki.“ Auglýsingarnar voru í sjón- varpi og útvarpi og í þeim voru bílstjórar hvattir til að gá tvisv- ar til hliðar og aðgæta hvort þeir sæju mótorhjól áður en ekið var yfir gatnamót. Lögð var áhersla á þetta í kjölfar töluverðrar aukn- ingar slíkra slysa árin á undan. „Brýna þurfti fyrir bílstjórum að það væri mun erfiðara að greina hraða bifhjóla og fjarlægð í sam- anburði við stærri ökutæki,“ segir í tilkynningu Umferðarstofu. Á fundi í síðustu viku kom fram að auk herferðarinnar hafi aðrir þættir einnig stuðlað að fækkun slysanna. Til dæmis aukin vit- und ökumanna um fjölda bifhjóla í umferðinni en þeim hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Alls voru 89 bifhjólaslys í fyrra, 107 árið áður og 90 árið 2007. Fækkunin var einkum í flokknum er herferðin náði til. - sbt Fjöldi óhappa 120 100 80 60 40 20 0 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 Hliðarákeyrsla Samtals Herferð gegn bifhjólaslysum er talin hafa borið allnokkurn árangur: Bifhjólaslysum fækkaði í fyrra FRÉTTASKÝRING: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnar- fundum þar sem ráðherrar skipt- ast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerð- um þurfi að vera skýrt hvaða ráð- herrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkis- stjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnar- athöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rann- sóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráð- herraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „við- varandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda banka- hrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum til- vikum sé því aðeins hægt að krefj- ast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurning- una um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherra- ábyrgðarlaganna. peturg@frettabladid.is Víðtækar refsiheim- ildir vegna ráðherra Skýrsla rannsóknarnefndar leggur áherslu á frumkvæðisskyldu ráðherra sem sjálfir eigi að afla upplýsinga og grípa til aðgerða ef stofnanir bregðast. Ráð og fortölur eins ráðherra gegn öðrum geta varðað ábyrgð. EFTIRLIT „Valdi fylgir ábyrgð og því er í 14. gr. stjórnarskrárinnar mælt svo fyrir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETURGöngutúr með Hjálmari Hittumst við Hólavallakirkjugarð við Ljósvallagötu. Göngunni lýkur með kaffi sopa í gamla Ellingsen húsinu og spjalli um gott borgar skipulag, arkitektúr, göngustíga og fl eira áhugavert. Góð upp- hitun fyrir 1. maígöngu síðar um daginn! Fróðlegt rölt um gamla Vestur- bæinn milli 10 og 12 á laugardag Allir velkomnir í góðan göngutúr! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Stigar og tröppur til allra verka EFNAHAGSMÁL Í kjölfar útboðs á íbúðabréfum hefur stjórn Íbúða- lánasjóðs ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,5 prósent, en 5,0 prósent án ákvæðis. Ákvörðun Íbúðalána- sjóðs byggist á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa 27. apríl ásamt vegnum fjármagnskostnaði upp- greiðslna ÍLS-veðbréfa. „Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 3,85 prósent,“ segir í tilkynningu sjóðsins. - óká Ákvörðun eftir kostnaðarmat: Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs IÐNAÐUR Magma Energy á Íslandi hefur átt í óformlegum viðræðum við sveitarstjórn Hrunamanna- hrepps um rannsókn á virkjana- kostum. Ásgeir Margeirsson, for- stjóri Magma Energy á Íslandi, staðfestir að viðræður hafi átt sér stað. „Við erum einfaldlega að skoða hvar geta legið tækifæri til skynsamlegrar orkunýtingar í náinni framtíð,“ segir hann. Sunnlenska fréttablaðið greindi nýverið frá áhuga félagsins og hafði eftir Ragnari Magnússyni, oddvita Hrunamannahrepps, að málið væri á „algjöru byrj- unarstigi“. Fyr- irtækið bætist í hóp fleiri sem áhuga hafi á svæðinu nærri Kerlingarfjöll- um. Ásgeir segir gott samstarf við sveitarfélag- ið mikilvægt. „Það rekur hitaveitu og er með rannsóknarleyfi,“ segir hann, en á þó síður von á að ákvarð- anir verði teknar í flýti, enda kosn- ingar í vor. Þá séu menn meðvit- aðir um varnagla í rammaáætlun um nýtingu orkusvæða hvað varði óröskuð svæði á borð við Kerling- arfjöll. HS Orka, þar sem Magma Energy er hluthafi, sé hins vegar, eftir nýafstaðna hlutafjáraukn- ingu, í góðri stöðu til þess að ráð- ast í stór verkefni. „Það er jarðhiti í Kerlingarfjöllum, en svo er líka jarðhiti niðri á Flúðum og spurn- ing hvað er að finna þar á milli. Það vita menn ekki nema rannsaka það,“ segir Ásgeir. - óká ÁSGEIR MARGEIRSSON Fleiri fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að rannsaka virkjanakosti í Hrunamannahreppi: Magma horfir til Kerlingarfjalla KADETTAR Kadettar á kólumbísku skólafreigátunni Gloríu hafa stillt sér upp á reiða þegar skipið nálgast höfn í Perú. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.