Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 22
22 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reist- ar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að versl- unarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, „ókeypis bíla- stæði“ verða þær ómótstæði- legar. Þrátt fyrir það hafa und- anfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar mynd- ræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Ókostirnir eru ekki jafn aug- ljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sér- staklega þegar verslunarmið- stöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetn- ing verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smára- lind, Kauptún. Þær nærast á mik- illi bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangs- mikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotk- un og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði. Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbú- anna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000. Þegar eignarhaldsfélög versl- unarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynst- ur í ljós sem kalla mætti tangar- sókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korpu torg, Glerártorg, Smára- torg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra versl- unarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg. Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Sel- fossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumr- in í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra „torg“ í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningar- laust tilheyrt risastórum eign- arhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalag- erinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteigna- fyrirtækið SMI hefur verið dótt- urfyrirtæki eignarhaldsfélags- ins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins. Hér hefur verið byggt upp vel- ferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferð- arkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuð- borgarsvæðinu. Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslun- armiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru. Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings. Fákeppnin er skipulagsmál Borgarmál Hjálmar Sveinsson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Samgöngunefnd Fjórðungs-sambands Vestfjarða skor- ar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætl- un áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðar- göngum sem næsta jarðganga- framkvæmd á Vestfjörðum.“ Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngu- nefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráð- herra lagði fram nýja samgöngu- áætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármun- um til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi Dýrafjarð- arganga fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjón- ustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum, hvort heldur litið er til Sóknaráætlunar 20/20, Byggða- áætlunar, samvinnu eða samein- ingar sveitarfélaga eða annarra opinberrar þjónustu. Fullyrða má að Dýrafjarðargöng eru for- senda fyrir þróun byggðar á Vestfjörðum. Dýrafjarðargöng og uppbygging vegar um Dynjandis- heiði sameinar byggðir Ísafjarð- arsýslu og Barðastrandarsýslu í eitt atvinnu- og stjórnsýslusvæði og er alger forsenda þess að opin- berar áætlanir um uppbyggingu á Vestfjörðum nái fram að ganga. Á hinn bóginn er ljóst að frestun framkvæmda við Dýrafjarðar- göng, þó ekki sé nema um nokkur ár, mun reynast samfélagi Vest- fjarða dýr og um leið samfélaginu öllu. Í áskorun Samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirð- inga til Alþingis er jafnframt minnt á þá staðreynd að miðað við samgönguáætlun og þær framkvæmdir sem nú eru í gangi á Norðausturlandi, má segja að innan tveggja ára verði allir þétt- býliskjarnar á landinu komnir með nútímasamgöngur milli hér- aða nema Vesturbyggð og Tálkna- fjörður, sem búa munu enn við hálfrar aldar vegakerfi, hvort heldur leiðin liggur í norður eða suður. Þetta er ástand sem Kristj- án L. Möller samgönguráðherra hefur sagt að stjórnvöld ættu að biðja íbúana afsökunar á. Nú reynir á efndirnar. Framkvæmdir á veginum milli Flókalundar og Bjarkalundar og framlög til Dýrafjarðarganga eru forgangsmál í samgöngum á Vestfjörðum. Nú er að duga eða drepast. Við Vestfirðingar látum það ekki yfir okkur ganga að vera settir aftast í röðina einu sinni enn. Krafan er skýr: Dýrafjarðar- göng aftur inn á áætlun! Dýrafjarðargöng aftur á áætlun AF NETINU Gunnhildur Arna er hetja Ef setja ætti í eina málsgrein álit Sannleiks- nefndar á orsök hrunsins, væri hún: „Ábyrgðin er Davíðs“. Málið er að vísu aðeins flóknara. En enginn vafi leikur á, að Davíð Oddsson ber langmesta ábyrgð á hruninu. Meiri ábyrgð en Geir Haarde. Morgunblaðið túlkaði niðurstöðuna hins vegar svona á forsíðu: „Ábyrgðin er bankanna“. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir var vaktstjóri á Mogga þetta kvöld. Hún sagði upp í andmælaskyni við þessa túlkun. Davíð Oddsson er ritstjóri Moggans. Þótt hann sé úthróp- aður víða um heim, grefur hann enn sem ritstjóri undan þjóð og þjóðskipulagi. En Gunnhildur Arna þorði að andmæla. Hún er hetja. Jónas Kristjánsson jonas.is Fyrir peninga má kaupa allt Það er merkilegt að banki eða stór- fyrirtæki séu til í að setja milljónir í einstaka stjórn- málamenn – án skilyrða. Það er nýlunda. Sponsið sem þeir settu í tónleikahaldið var alltaf háð miklum skilyrðum: þeir vildu fá eitthvað í staðinn. Ef upphæðirnar voru eitthvað í líkingu við „styrki“ til stjórnmála- manna þá mátti bóka að sérstakt VIP lounge væri á svæðinu og merkingar sýnilegar í hvívetna. Menn fengu að njóta þess að vera tengdir viðburðinum. En öðru máli gegnir greinilega um stjórnmálamennina. Kapítal- istarnir fá þar allt í einu nýja hugmynd: styrkjum þá án allra skilyrða – samfélagsins vegna. Yeah right! Grímur Atlason http://blog.eyjan.is/grimuratla- son/ Samgöngur Sigurður Pétursson formaður samg. nefndar Fjórðungssambands Vestfjarða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.