Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 24
24 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstr- arumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunn- ar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fag- leg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrar- umhverfi. Hér er í stuttu máli farið yfir máefni OR í samhengi við fleiri lykilstærðir rekstursins, s.s. aukn- ingu eigna, verðmæti langtíma- samninga og afgjald til eigenda í gegnum tíðina. Ástæða þess að OR hefur tekið langtímalán í erlendum gjaldmiðl- um er einfaldlega sú að vextir af þeim eru brot af þeim vöxtum sem lagðir eru á íslenskar krónur. Nærri lætur að erlendur fjármagnskostn- aður OR sé jafn og ef íslensk lán hefðu verið tekin, þrátt fyrir geng- ishrunið. Öll styrking krónunnar frá því sem nú er gerir því erlendu lánin hagstæðari að öðru óbreyttu. Almenningur getur fylgst býsna vel með þróun skuldastöðu OR. Árs- reikningur liggur fyrir og gengi íslensku krónunnar má lesa t.d. á vef Seðlabanka Íslands. Eignir OR hafa aukist mikið enda hafa lánin verið tekin til fjárfest- inga í traustum tekjuskapandi eign- um. Sé sama mælikvarða beitt á eignir og í upphrópunum um skuld- ir, þ.e. íslenskar krónur á verðlagi hvers árs, hafa þær meira en fimm- faldast frá stofnun OR; farið úr 42 milljarða verðmati í 282 milljarða króna. Í þessari tölu eru langtíma- samningar um orku í erlendri mynt ekki taldir nema að óverulegu leyti. Þeir eru metnir á um 180 milljarða króna. Á sama mælikvarða hefur framlegð Orkuveitu Reykjavíkur aukist úr 2,1 milljarði króna 1999 í 13 milljarða 2009, þ.e. meira en sexfaldast. Í þessum tölum gætir vitaskuld verðbólguáhrifa en á sama tíma og eignir og framlegð hafa vaxið með þessum hraða, hefur verð á orku ekki haldið í við verðbólgu og skipt- ir tugum prósenta hvað almenning- ur greiðir lægra raunverð en fyrir áratug. Loks er rétt að halda því til haga að meðan á uppbyggingu fyrirtækisins hefur staðið, hefur það greitt veru- lega fjármuni til sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið og axla með eignarhaldi sínu ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini langt út fyrir mörk þeirra. Afgjald til eig- enda hefur ekki verið tengt afkomu hvers árs. Þannig jafnast sveiflur góðæra og hallæra út í greiðslum til eigenda. Það dæmalausa ástand sem nú er uppi hefur þó leitt til helmings niðurskurðar á afgjaldinu árin 2009 og 2010. Ef reiknað er til núvirðis greiðir Orkuveita Reykjavíkur til eigenda sinna samtals 33 milljarða króna á árunum 1999 til 2010. Það eru um 2,6 milljarðar á ári að jafn- aði og hefur margt gott verkefnið verið unnið fyrir það fé. Orkuveitan og kosningabaráttan Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörf- in fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu. Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborg- ar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverf- um, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýfram- kvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd. Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjón- ustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykja- víkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is. Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, fram- kvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hug- myndir íbúa um skipulag, hverfis- löggæslu, stolt hverfanna, mynda- söfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum. Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmynd- um sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkur- borgar til frekari vinnslu og upp- lýsingamiðlunar. Opnun nýrra hverfavefja á slóð- inni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðl- un og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarð- anir og aðgerðir er varða hverf- in í borginni og þar með lífsgæði íbúanna. Aukin þjónusta við íbúa Orkuveita Reykjavíkur Guðlaugur G. Sverrisson stjórnarformaður OR Í hugmyndaheimi margra Íslend-inga er undirrót alls ills í sam- félaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórn- kerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoð- un var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thors- sonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæð- ur en hér verða eingöngu fáeinar nefndar. Veiðimannasamfélagið Um margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífur- legum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávar- útvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fisk- veiðiauðlindinni og rangri skrán- ingu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífs- kjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöf- un lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækk- að. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækk- andi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almenn- um vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram. Að forðast hrun Framangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabil- inu 1970–1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en rót- tækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almenn- um vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórn- unarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afraksturs- getu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipu- lagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamót- in stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugrein- ar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árun- um sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu. Uppgjör við fortíðina Nú á tímum uppgjörs mættu álits- gjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gang- andi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútveg- ur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga – en hefðum við vilj- að að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008? Norræna ofveiðisamfélagið Sjávarútvegsmál Helgi Áss Grétarsson sérfræðingur við Lagastofnun HÍ Hverfavefir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri MEXT Styrkir til náms í Japan fyrir árið 2011 MEXT (Mennta- og menningarmálaráðuneyti Japans) býður íslenskum ríkisborgurum að þiggja styrki til náms í Japan. Um er að ræða þrjá mismunandi styrki. Styrkirnir fela í sér fl ugfargjöld fram og til baka, skólagjöld og mánaðarlegan framfærslustyrk. (Framfærslustyrkur er breytilegur eftir því um hvaða styrk er að ræða.) 1. Styrkur til framhaldsnáms á háskólastigi (rannsóknarnám til Meistara- og PhD gr.) 2. Styrkur til grunnnáms á háskólastigi. 3. Styrkur til iðntæknináms (að loknum framhaldsskóla). Umsækjendur verða að vera að vel á sig komnir, líkam- lega og andlega, auk þess að hafa til að bera áhuga á að læra japönsku. Ætlast er til þess að styrkþegar verði komnir til Japans milli 1. og 7. apríl 2011. (Styrkþegar á leið í rannsóknarnám verða að vera komnir til Japans innan tveggja vikna frá því að viðkomandi háskóli hefur kennslu á önninni.) Umsjón með forvali verður í höndum Sendiráðs Japans á Íslandi. Meðmælum með hæfum umsækjendum verður komið til Menntamálaráðuneytis Japans, þar sem umsóknir verða endanlega samþykktar. Frekari upplýsingar, leiðarvísi með umsókn og eyðublöð má nálgast á slóðina: http://www.studyjapan.go.jp/en/ toj/toj0307e.html#1 Umsóknum skyldi skilað til Sendiráðs Japans eigi síðar en föstudaginn 25. júní 2010. Umsóknir sem berast seint eða eru ófullkláraðar, virka neikvætt á stöðu umsækjenda. Allir umsækjendur sem teljast hæfi r verða boðaðir til skrifl egra prófa auk viðtals í Sendiráði Japans í júlí 2010. Frekari upplýsingar eru veittar hjá: Sendiráði Japans á Íslandi Sími: 510-8600 Fax: 510-8605 Tölvupóstur: japan@itn.is Fagor hitakútar TB W A \P IP A R • S ÍA • 1 00 81 4 45.900 49.900 56.900 65.900 73.900 82.900 97.900 A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.