Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 45
www.markid.is • sími 553 5320 • Ármúla 40 Giant Sedona Létt og þægilegt borgarhjól, 21 gír dempari í sæti og á framgaffli, álstell og sterkar tvöfaldar gjarðir. Verð 69.900 kr. Verkstæði og varahlutir í miklu úrvali. Full búð af hjólum Giant Boulder Sterkt fjallahjól, 21 gír, dempari á framgaffli, álstell og sterkar tvöfaldar gjarðir. Verð 65.900 kr. Diamond Eyes er ávöxtur sam- starfs Deftones við nýjan bassa- leikara, en Chi Cheng, uppruna- legi bassaleikari hljómsveitarinn- ar, liggur nú þungt haldinn eftir hræðilegt bílslys. Þegar hann lenti í slysinu var platan Eros nánast tilbúin, en meðlimir Deftones ákváðu að fresta útgáfu hennar um óákveðinn tíma. Diamond Eyes er góð plata. Deftones heldur áfram að þróa hljóminn sem hefur einkennt síðustu plötur hljómsveitarinnar og mistekst ekki alvarlega. Platan er á köflum níðþung, en eins og Deftones er von og vísa eru afar ljúfir kaflar inni á milli. Diamond Eyes jafnast ekki á við White Pony, eða síðustu plötuna Saturday Night Wrist. Hún er hvorki jafn grípandi né spennandi, þó að lög eins og Beauty School og Royal séu sannarlega með því betra sem hljómsveitin hefur sent frá sér. Plötuna skortir heildarsvip og andrúmsloft sem gerði WP og SNW plöturnar frábærar Deftones er vanmetin hljóm- sveit. Margir líta á hana sem bitra unglingasveit, þegar hún hefur eytt síðustu árum í að skapa tónlist sem á sér enga hliðstæðu. Framsækni, ævintýramennska og hugrekki einkenna sköpun Deftones, sem tekst aldrei að vera leiðinleg þó að plöturnar séu að sjálfsögðu misjafnar að gæðum. - afb POPPPLATA: EIN FRAMSÆKNASTA ÞUNGAROKKSHLJÓMSVEIT HEIMS GÓÐ PLATA SEM SKORTIR HEILDARSVIP Nýtt lag með rokksveitinni Interpol lak út í gegnum heimasíðu sveitarinnar í gær. Lagið kallast „Lights“ og er af væntanlegri plötu Interpol. Hörðustu aðdáendur segja að nýja lagið minni á fyrstu plötu sveitarinnar, Turn on the Bright Lights, sem passar við yfirlýsingar meðlima hennar. Interpol-menn hafa unnið að gerð plötunnar í New York og London. Búast má við fjórðu plötunni seint á árinu en þrjú ár eru liðin síðan sú síðasta kom út. Fátækir aðdáendur Gorillaz sem hafa grátið ofan í koddann yfir því að komast ekki á tónleika með sveitinni geta tekið gleði sína á ný. Gorillaz kemur fram á Roundhouse í London í kvöld og hápunktar tónleikanna verða sendir út í gegnum heimasíðu sveitarinn- ar. Útsendingin hefst klukkan níu í kvöld. Frekari gleðifregnir berast aðdáendum Gorillaz því Damon Albarn, höfuðpaur hennar, segir að hann eigi nægt efni til á tvær plötur til viðbótar. „Ég tók rosalega mikið af efni upp,“ segir hann. Wayne Coyne og félagar í hljómsveitinni The Flaming Lips hafa aflýst tónleikum sínum á tónlistarhátíðinni SunFest. Hátíðin er á Flórída og átti Flaming Lips að stíga á svið í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá skipuleggj- endum hátíðarinnar þurfti sveitin að hætta við eftir að Steven Drozd, sem leikur á fjölda hljóðfæra í bandinu, var lagður inn á sjúkrahús. Ekki fylgir sögunni hvað hrjáir hann en búast má við að Lips aflýsi fleiri tónleikum í kjölfarið. DEFTONES DIAMOND EYES Dánlódaðu:Beauty School, Royal. • 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.