Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 62
30 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar Steinunn Valdís Óskarsdóttir í helgarviðtali Fann systkini sín í Bandaríkjunum. - Ebba Unnur Jakobsdóttir var komin yfi r sextugt þegar hún hitti systur sína í fyrsta sinn. Matur: Ljúffengt í lautarferð. - Uppskriftir frá Jómfrúnni Sushi á árbakkanum. - Sjálfbær matargerð er sérgrein Gunnars Blöndal ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Elskan Í þessari bók segir að verðandi mæður muni ganga í gegnum miklar skapsveiflur meðan á með- göngu stendur... Það er kannski kominn tími til að þú... litli Þetta er í síðasta skipti sem ég verð í hreinum fötum þegar spaghettí er í matinn. Ef þessar servéttur væru gular þá mynd- irðu líta út eins og stór fugl. Palli, enn og aftur skilurðu skítuga diska eftir í herberg- inu þínu! Ha? Þú hefur ekki farið með leirtauið í upp- þvottavélina eins og þú átt að gera! Hvað? Je minn eini! Bara spila sig nógu heimskan. Þá sleppur maður á endanum. Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greind- ur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athygl- issjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum. SAMFYLKINGIN er með öðrum orðum geð- þekk rola. Ágætur selskapur á góðri stund en enginn til að reiða sig á þegar til kast- anna kemur. AF hverju vill Samfylkingin vera fremst í flokki þegar það er eins og hún nenni aldrei að hafa fyrir því? Af hverju hafa flestir á tilfinningunni að Steingrímur J. Sigfússon sé hinn raunverulegi for- sætisráðherra en ekki Jóhanna Sigurða- dóttir? Af hverju ber Samfylkingin kápuna ávallt á báðum öxlum? Af hverju teikar hún alltaf samstarfs- flokkinn í ríkisstjórn og eignar sér heiðurinn þegar gengur vel og þvær hendur sínar þegar allt fer í vaskinn? Af hverju getur Samfylkingin ekki ákveðið sig hvort hún vill vera jakka- fatakrati eða lopapeysu- kommi? Af hverju gortar hún sig af hring- landanum? AF hverju reynir Samfylkingin að kenna öllum öðrum um hversu illa fór, ef ekki Sjálfstæðisflokknum þá Tony Blair? Af hverju talaði Samfylkingin svona digurbar- kalega um gegnsæi í fjármálum flokkanna þegar hún var sjálf með allt niðrum sig? AF hverju segir Jóhanna Sigurðardóttir að styrkjasukkið sé bara „óþægilegt“? Af hverju er það „óþægilegt“ þegar frambjóð- endur í prófkjörum þiggja fleiri milljónir frá fyrirtækjum úti í bæ í styrki? Af hverju segir Jóhanna ekki bara að styrkjasukkið hafi verið ótækt, ólíðandi, ógeðslegt? Af hverju segir hún styrkjasukkurunum ekki að taka pokann sinn? OG af hverju þarf annars að segja styrkja- sukkurunum í Samfylkingunni að taka pok- ann sinn? Af hverju gera þeir það ekki að eigin frumkvæði? Af hverju þarf að bíða eftir því hvað einhver úrbótanefnd komi saman og semji til ályktunar? Af hverju sendir Samfylkingin ekki þau skilaboð að spilling sé ótæk, þótt hún þrífist í skjóli reglna? AF hverju getur Samfylkingin aldrei gert neitt af myndarleik? Af hverju er hún aldrei reiðubúin til að leggja sjálfa sig að veði? Þú ert luðra, Samfylking
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.