Fréttablaðið - 29.05.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 29.05.2010, Síða 8
8 29. maí 2010 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Ríflega 400 íslensk fyrirtæki eru án skráðra stjórnar- manna, samkvæmt upplýsing- um frá Creditinfo. Þetta þýðir að fyrrverandi stjórnarmenn, sem hafa sagt sig úr stjórnum félag- anna, bera í raun ábyrgð á þeim þrátt fyrir að telja sig lausa allra mála með úrsögn sinni. Ef enginn á sæti í stjórn fyrir- tækis fellur ábyrgð á fyrirtækinu, lögum samkvæmt, á þá sem áður voru í stjórninni. Því þarf maður sem segir sig úr stjórn félags að gæta að því að stjórn sé enn starf- andi í félaginu. Ef aðeins einn stjórnar-maður er í félagi þarf hann að sjá til þess að einhver taki við af honum, slíta félaginu eða setja það í þrot. „Menn geta ekki hlaupið frá þessu, lögin ganga út frá því að það sé alltaf stjórn í félögum,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæsta- réttarlögmaður. „Ef félag verður stjórnlaust á Hlutafélagaskrá að grípa inn í, aðvara, veita frest og afskrá svo félagið.“ Samkvæmt lögum um einka- hlutafélög á Hlutafélagaskrá að grípa inn í séu engir skráðir í stjórn félags. Hlutafélagaskrá á fyrst að aðvara þá sem ætla má að séu í forsvari eða fyrrverandi stjórnarmenn um að til standi að afskrá félagið. Bregðist þeir ekki við innan tilskilins tímafrests ber að afskrá félagið. Í samantekt Creditinfo kemur fram að ljóst sé að talsverður fjöldi fólks geri sér ekki grein fyrir því að það beri ábyrgð á fyrirtæki þrátt fyrir að það telji sig vera hætt í stjórn. Eftir úrsögn verði að fylgja henni eftir með því að ganga úr skugga um að nýr stjórnarmaður sé skipað- ur. Til viðbótar við þau rúmlega 400 félög sem ekki eru með neina skráða stjórnarmenn eru 150 til 200 fyrirtæki bara með varamenn skráða í stjórn. Algengt er að stjórnarmenn hætti í stjórnum fyrirtækja sem eru á leið í þrot svo nafn þeirra komi ekki fram í rekstrarsögu fyrirtækisins. Lára segir alltaf eitthvað um það að fólk segist í raun hafa verið blekkt til að setj- ast í stjórn fyrirtækja skömmu fyrir óumflýjanlegt gjaldþrot, til dæmis starfsmenn félagsins. brjann@frettabladid.is Eru hætt í stjórn en bera áfram ábyrgð Um 400 íslensk félög eru án skráðra stjórnarmanna. Allt að 200 til viðbótar eru eingöngu með varamenn í stjórn. Talsverður fjöldi fólks áttar sig ekki á að það ber ábyrgð á fyrirtæki eftir úrsögn úr stjórn taki enginn við stjórnartaumum. ÁBYRGÐ Eitthvað er um að stjórnarmenn reyni að komast úr stjórnum illa staddra félaga áður en þau fara í þrot. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Hver vann American Idol- keppnina þetta árið? 2. Hvað heitir trommarinn í hljómsveitinni Bermúda? 3. Hver leikstýrir nýju leikverki Bergs Ebba Benediktssonar sem nefnist Klæði? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 ELDGOS „Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteins- dóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreins- unarstarfi undir Eyjafjöllum í vik- unni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarn- orkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu. Ólafía var í um 100 manna hópi starfsmanna Landsbankans sem lagði íbúum svæðisins lið við ösku- hreinsun í vikunni. Um tíundi part- ur starfsmanna bankans fór til þess- ara starfa, hóf vinnu snemma að morgni og vann fram undir kvöld. Heimildin til þess er sögð í takt við nýja stefnu um sjálfboðastarf starfsmanna, sem sé afrakstur af stefnumótunarvinnu bankans. Hópurinn gaf sig fram á Heima- landi og laut eftir það verkstjórn heimamanna í hreinsunarstarfinu. Starfsmannafélag Landsbankans, bauð fram aðstoð sína þegar skipu- lögð öskuhreinsun hófst á svæðinu, en fjölmargir hópar hafa komið að því starfi. - óká VIÐ SKÓGA Um helmingur hópsins tók til hendinni á Skógum en fimm smærri hópar héldu á bæi þar sem hjálpar var þörf, á Hrútafelli, Rauðafelli, Seljavöll- um og Þorvaldseyri. MYND/LANDSBANKINN Hundrað starfsmenn Landsbankans hjálpuðu til við hreinsun undir Eyjafjöllum: Eins og komið sé í land dauðans ALÞJÓÐATENGSL Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, tekur ásamt rektorum 25 nor- rænna háskóla, þátt í stefnumóti við Fudan háskóla í Shanghaí í tilefni 15 ára afmælis Norræns seturs við skólann. Nemendur í kínversku og kín- verskum fræðum við Háskóla Íslands taka þriðja námsár sitt við kínverska háskóla sem HÍ hefur gert samstarfssamning við og er Fudan háskóli einn þeirra. Samstarfið nær til rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjar- könnunar og tölvugreindar og í undirbúningi er samstarf á svið- um eðlisfræði, nanótækni og bókmennta. Kínverskir nemend- ur stunda hagfræðinám og við- skiptafræði við HÍ og MBA-nem- endur fara reglulega í námsferðir til Kína. - shá Styrkir samstarf HÍ í Kína: Rektor sækir kínverja heim VIÐSKIPTI Viðar Þorkelsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslu- kortafyrirtækisins Valitor. Hann hefur fram til þessa gegnt stöðu forstjóra fasteignafélagsins Reita, áður Landic Property. Hann tekur við af Höskuldi H. Ólafssyni, sem nýverið var ráðinn bankastjóri Arion banka. Fram kemur í tilkynningu um ráðninguna að Viðar hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann vann hjá Landsbankanum um ára- bil en gegndi síðan stjórnunar- stöðum hjá Vodafone og 365. - jab Forstjóraskipti hjá Valitor: Viðar tekur við af Höskuldi Dalshrauni 13 og Grensásvegi 48, sími 578-9700 Óvenjumargir hafa sagt sig úr stjórnum fyrirtækja á undanförn- um vikum og mánuðum, sam- kvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Fjöldi fyrirtækja þar sem aðeins einn stjórnarmaður á sæti var um 4.100 í maí í fyrra, en er nú tæplega 21 þúsund. Í fyrra voru tæplega 17 þúsund fyrirtæki með tvo stjórnarmenn, en eru um 4.600 í dag. Fyrirtækjum með fleiri stjórnar- mönnum en tveimur fer fækkandi. Í maí í fyrra voru um 9.500 fyrir- tæki með þrjá eða fleiri stjórnar- menn, en í ár eru þau tæplega 5.900 talsins. Hætta í stjórnum VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.