Fréttablaðið - 29.05.2010, Page 26

Fréttablaðið - 29.05.2010, Page 26
26 29. maí 2010 LAUGARDAGUR Þ ú ert að fara að taka við rektorsstarfi á miklum óvissutímum. Það ligg- ur fyrir að sameiningar- hugmyndir eru ræddar af fullri alvöru í stjórnkerfinu og það virðist ekki einu sinni vera víst að Háskólinn á Bifröst verði enn til eftir nokkur misseri. Er þetta ekki dálítið sérstök staða? Ég er í sjálfu sér ekki eins svart- sýnn á framtíð Háskólans á Bif- röst og þessi spurning gefur til kynna. Skólinn er stofnaður 1918 og hefur farið í gegnum margar kreppur og mörg góðæristímabil og alltaf haft sama hlutverkið: að mennta stjórnendur og leiðtoga fyrir íslenskt atvinnulíf og sam- félag. Hann hefur lagað sig að því umhverfi sem hann hefur þurft að vinna í á hverjum tíma. Árið 1998 héldu til dæmis allir að dagar hans væru taldir þegar, með einu pennastriki í mennta- málaráðuneytinu, framlög til hans voru lækkuð um helming. Hann hafði verið sá skóli sem hafði feng- ið frá ríkinu hvað hæst framlög á hvern nemanda en með einu penna- striki var því breytt í að allir skól- ar fengu jafnt á hvern nemanda. Bifröst brást við með því að taka upp skólagjöld og gat þannig bætt skaðann sem þar varð, þannig að þeir sem vildu fara á Bifröst og njóta þeirrar sérstöku og einstöku kennslufræði sem þar var í boði greiddu hluta þess kostnaðar úr eigin vasa. Skólinn er sveigjanlegur – hann er sjálfseignarstofnun – það getur enginn sagt okkur að leggja okkur niður eða sameinast. Það eina sem hægt er að gera er að breyta þeim strúktúr sem fjárframlög til okkar frá ríkinu byggja á og þegar stjórnvöld skoða hvað er þarna í húfi og hvað er búið að byggja upp og hugsa málið gaumgæfilega þá sé ég ekki fyrir mér að Háskólinn á Bifröst verði látinn hætta með þeim hætti. Og ég vil bæta því við að skólinn stendur ákaflega vel fjárhagslega. Hann á allar sínar skólabyggingar sjálfur og er í sjálfu sér líka minna upp á fjárlög ríkisins kominn en flestir aðrir háskólar á Íslandi. Þannig að við óttumst ekkert eins og staðan er í dag. Munt þú sem rektor gera ein- hverjar breytingar á Bifröst eða muntu halda áfram á sömu braut? Ég held að skóli eins og Bifröst hafi lifað af öll þessi ár af því að hann hafi verið tilbúinn til þess að leiða breytingar í íslensku mennta- kerfi. Nú eru auðvitað, eins og þú bendir réttilega á, óvissutímar og ég held að við verðum að skoða allar leiðir í þeim efnum og ég kem til starfsins með opnum huga, þó algjörlega bjargfastur í þeirri trú að skólinn eins og hann er í dag sé í sjálfu sér góð stofnun og fín. Það er ákveðinn kjarni í þessum skóla sem ég held að sé mjög mikilvæg- ur í flóru íslensks háskólasamfé- lags og það verður að passa upp á hann. En að sama skapi vera tilbú- inn til að skoða hverju má breyta til batnaðar. En það er ekkert sem liggur fyrir að þú munir taka til gagngerrar endurskoðunar? Ég er náttúrlega ekki búinn að taka við og ég mundi bara vilja gera það í samráði við þetta góða fólk sem þarna vinnur. En hins vegar, í ljósi þessarar heimskreppu sem við erum að ganga í gegnum, þá get ég séð fyrir mér að skól- inn þurfi að leggja meiri áherslu á það að verða sínu nærsamfé- lagi til gagns og koma með öflugri hætti að uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi, og í rauninni á öllu Norðvesturlandi. Ég sé fyrir mér að efla til mikilla muna samstarf- ið við sveitarfélög og atvinnulíf á þessu svæði. Geturðu skýrt nánar hvernig þú hugsar það? Ég sé fyrir mér að skólinn geti komið að því að styðja við frum- kvöðlastarfsemi á landsbyggðinni og þjóna sérstaklega því hlutverki að vera faglegur og menntunar- legur bakhjarl þess svæðis sem hann tilheyrir. Milli 50 og 60 pró- sent af nemendum okkar hafa verið frá höfuðborgarsvæðinu en næststærsti hópurinn hefur verið af Vesturlandi. Við erum mjög stolt af því að við skulum fá fólk úr landshlutanum í nám til okkar, en skólinn má ekki bara sækja fólk til sín, hann þarf líka að koma út í byggðirnar og ég held að skólinn muni núna á næstu mánuðum fá meiri „presens“ í sveitarfélögun- um á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Nú ert þú að taka við einka- reknum háskóla á tímum þegar vinstri stjórn er við völd í landinu. Heldurðu að stjórnvöldum sé mjög umhugað um að hlúa að einka- reknum háskólum? Ég hef ekki fundið neitt annað en velvilja og stuðning frá þeim sem skipta máli fyrir umhverfi háskólanna. Mér finnst til dæmis menntamálaráðherra vera mjög jákvæður í okkar garð. Nú verð ég að taka það fram að ég hef svo sem ekki hitt hana sem rektor enn þá, en af því sem hún hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum get ég ekki séð að það andi neitt köldu til þessara háskóla, enda spyr ég nú bara: hvers vegna í ósköpunum ætti það að vera? Bifröst er búin að vera til í næstum heila öld og ég tel að hún hafi sannað gildi sitt og tilverurétt í íslensku samfélagi. Ég held að það hvaða ríkisstjórn er við völd eigi ekki að breyta neinu um það. Á Íslandi eru starfandi sjö háskólar. Finnst þér það ekki of mikið? Er ekki alveg ljóst að með því að dreifa kröftunum svo víða þá fara peningar til spillis? Hvaða peningar fara til spillis? Það er spurningin. Í sjálfu sér er ekkert dýrara, og í raun hagkvæm- ara fyrir ríkið, að mennta nem- endur á Bifröst og í Háskólanum í Reykjavík heldur en í Háskóla Íslands. Þessir tveir háskólar eru, þegar allt er skoðað, að fá minni framlög á hvern nemanda en Háskóli Íslands. Síðan bjóða þess- ir skólar upp á aðra aðferðafræði en Háskóla Íslands í kennslu. Þeir kenna greinar sem mjög margir sækja í – fleiri þúsund nemendur á hverjum tíma – og það er ekk- ert athugavert við það að þær séu kenndar á fleiri en einum stað á Íslandi, alveg eins og að það eru 35 framhaldsskólar á Íslandi. Svo er þessi umræða um háskól- ana sjö líka dálítið villandi, því að í samanburðinum er horft á fjöl- greina rannsóknarháskóla, skóla sem oft eru með 20, 30, 40 þúsund nemendur, og menn eru að bera þá saman við pínulitlar stofnanir á háskólastigi sem eru allt annað „konsept“. Skóla sem eru að kenna kannski eina eða tvær greinar. Háskólinn á Bifröst er svona; sér- hæfður félagsvísindaskóli sem kennir þrjár greinar; lögfræði, almenn félagsvísindi og viðskipta- fræði. Þannig að hann er auðvitað ekki sambærilegur við risastóra fjölgreinaháskóla eins og Háskóla Íslands. Það sama má segja um flesta aðra háskóla á Íslandi. Þeir eru mjög sérhæfðir og eru í raun- inni bara litlar stofnanir á háskóla- stigi. Ef við horfum á höfðatöluna og berum hana saman við það sem sést í Bandaríkjunum þá er þetta mjög svipað og þar. Þar eru hátt í 6.000 stofnanir á háskólastigi og þeir eru um 300 milljónir, þannig að það er sambærilegt við það ef við værum með sex stofnanir á háskólastigi. Það er eins og ég segi: Það er ekki hægt að bera þessa smærri skóla saman við Háskóla Íslands. Þeir eru ekki ljósrit af Háskóla Íslands. Það liggur fyrir að það þarf að spara ansi mikið í háskólakerf- inu á Íslandi. Stjórnvöld tala um þrjátíu prósent á þremur árum. Félag prófessora við ríkisháskóla hefur komið fram með afar róttæk- ar tillögur um að Háskóli Íslands taki yfir stærstan hluta kennslu í einkaháskólum á Íslandi. Þessu hafið þið mótmælt harðlega og fært fram rök fyrir þeirri afstöðu. En hvernig sjáið þið fyrir ykkur að það væri hægt að ná fram þessari hagræðingu? Ég get í sjálfu sér ekki svarað fyrir Háskóla Íslands eða aðra háskóla, en við á Bifröst höfum hagrætt mikið á undanförnum árum og erum í sjálfu sér alveg í stakk búin til að takast á við þrengingar. En ef þú ert að tala um hvernig eigi að spara í háskóla- kerfinu í heild þá gerist það ekki endilega með því að stofnanir séu sameinaðar, vegna þess að framlög ríkisins fylgja nemendum og það kostar alveg jafnmikið eða meira fyrir ríkið að mennta nemendur í Háskóla Íslands og í Háskólanum á Bifröst. Þau útlát myndu ekki hverfa með því að sameina skól- ana. Nú veit ég ekki hversu stór hluti af útgjöldum Háskóla Íslands er til stjórnsýslu eða annarra slíkra þátta, en þar eru hugsanlega tæki- færi fyrir þennan stóra skóla til að hagræða hjá sér. Við á Bifröst höfum auðvitað horft fyrst til þess að hagræða þar og látum hagræð- inguna bitna síðast á kennslunni og þjónustunni við nemendur. En svo eru auðvitað líka fjöldamörg tækifæri fyrir íslenskt háskóla- samfélag til að sækja sér rann- sóknarstyrki til útlanda sem við höfum ekki verið að nýta okkur sem skyldi. Þar eru klárlega tæki- færi til að vinna meira saman og ég sé fyrir mér að þessir skól- ar komi til með að gera meira af því. Og hugsanlega mætti líka sjá fyrir sér hagræðingu með því að menn vinni meira saman í tengsl- um við stoðþjónustu, svo sem eins og öryggisgæslu, ræstingar, hús- næðismál, viðhald, nemendaskrán- ingu og alls konar slíka hluti. Hafið þið rætt slíkar hugmynd- ir? Ja, gleymum því ekki að síðasta vetur fóru í raun fram samein- ingarviðræður á milli Háskólans Það mundi ekki stranda á okkur á Bifröst að taka þátt í einhverju samstarfi ef það væru uppi hugmyndir sem okkur litist vel á í þeim efnum. Verðum aldrei útibú Magnús Árni Magnússon tekur við stöðu rekt- ors Háskólans á Bifröst eftir viku. Stígur Helgason ræddi við Magnús um framtíð skólans, háskóla- umhverfið á Íslandi og kröfur um hagræðingu. Magnús Árni Magnússon er 42 ára, með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í hagfræði frá háskólanum í San Francisco, meistaragráðu í Evrópufræðum frá Cambridge og stefnir á að ljúka doktorsnámi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands á þessu ári. Magnús kenndi fyrst við Háskólann á Bifröst árið 2000. Ári síðar varð hann aðstoðarrektor við skólann og gegndi því starfi til ársins 2006 samhliða kennslu og deildarforsæti viðskipta- og félagsvísindadeilda. Árið 2006 réði Magnús sig til Capacent og starfaði þar í tvö ár, þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri Skóla skapandi greina hjá Keili. Ári síðar, í maí 2009, var hann ráðinn forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Magnús Árni er kvæntur Sigríði Björk Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. Lýkur doktorsnámi í stjórnmálafræði í ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.