Fréttablaðið - 29.05.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 29.05.2010, Síða 32
32 29. maí 2010 LAUGARDAGUR MEIRA UM NORÐMENN OG ÍSLENDINGA Á SÍÐU 36 Þ að hefur aldrei hvarflað að mér að flytja aftur til Íslands. Ég hef allt-af haft mikla útþrá og ég er mikið borgarbarn. Ég hugsa að ég myndi frekar flytja eitthvert annað en til Íslands ef ég færi frá Noregi,“ segir Geirný Ósk Geirs- dóttir, sem hefur búið í Ósló í tæplega tut- tugu ár. Hún flutti þó ekki þangað með það í huga að setjast að, enda ekki nema 19 ára stelpa frá Stokkseyri með mikla ævintýraþrá. Örlögin höguðu málum hins vegar þannig að hún kynntist íslensk- um manni sem búsettur var í Ósló. Sá átti síðar eftir að verða maðurinn henn- ar. „Fyrst hugsaði ég „guð minn góður – Ósló! Mér fannst það ekkert spennandi og sá fyrir mér íþróttatýpur með Fjällreven- bakpoka og í gönguskóm. En svo ákvað ég bara að prófa og flaug út. Þetta var árið 1991 og ég hef búið hér síðan.“ Fyrstu árin vann Geirný á skemmtistöð- um sem fyrrverandi eiginmaður hennar rak í félagi við bróður sinn. Undanfarin fimmtán ár hefur hún hins vegar unnið hjá SAS við hin ýmsu störf og kann vel við sig þar. Hún segist geta ímyndað sér að það sé erfitt að flytja aftur frá Noregi, þegar fólk er einu sinni búið að koma sér fyrir þar, enda sé þar gott að vera. Ellefu árum eftir flutningana til Nor- egs skildi Geirný við manninn sinn. Þau búa samt bæði enn þá í stuttri fjarlægð hvort frá öðru í Ósló, enda eiga þau saman sextán ára dóttur. Sú hefur mjög sterk- ar taugar til Íslands. „Hún er rosalega íslensk miðað við að hafa aldrei búið að ráði á Íslandi. Þegar gekk sem mest á í sambandi við hrunið á Íslandi var hún rosalega móðguð yfir því hvernig Ísland kom út í fjölmiðlunum. Einhvern tím- ann á þessu tímabili var hún í búð og þar var starfsfólkið að tala um Ísland og hvað Íslendingarnir væru nú heimskir og gætu sjálfum sér um kennt. Hún tók þetta mikið inn á sig, skammaði fólkið og leið- rétti það. Hún þolir engum að tala illa um landið hennar.“ Viðhorf fólksins í versluninni segir Geirný samt ekki algengt hjá Norðmönn- um gagnvart þrengingunum á Íslandi. „Fólk í kringum mig á erfitt með að skilja hvað það var sem gerðist eiginlega. En þegar eg útskýri á einfaldan hátt hvern- ig lánin hafa hækkað á meðan launin eru þau sömu eða lægri þá bregður því. Hér í Noregi er fólk nefnilega mjög upptek- ið af því hvernig lánavísitalan sveiflast. Það hugsar til dæmis mikið um það hvort það þoli að taka á sig ef vísitalan hækkar kannski um 1,5 prósent.“ Fréttir af flutningum Íslendinga til Noregs segir Geirný hafa verið áberandi og alltaf jákvæðar. „Norðmenn eru svolít- ið ánægðir með sig, að heyra að Íslending- arnir velji Noreg fremur en önnur lönd. „Ég hugsa að það sé auðvelt fyrir Íslend- inga að setjast að hérna, miðað við margar aðrar þjóðir. En það er hins vegar margt hérna sem er öðruvísi líka, þó að þjóðfé- lögin séu lík að mörgu leyti.“ Aldrei hvarflað að mér að flytja aftur heim■ HVAÐ SEGJA NORÐMENN? O swald Kratch er þessa dagana á Íslandi. Hann varð 85 ára á þessu ári og af því tilefni blés skátahreyf- ingin til heljarinnar veislu fyrir hann hér á landi. Langstærstan hluta fullorðinsára sinna hefur Oswald Kratch verið búsett- ur í Noregi. Hann er hins vegar alinn upp á Íslandi, á íslenska móður og þýskan föður. „Ég kom í fyrsta skipti til Nor- egs með skátunum árið 1946 og svo aftur árið 1948 á Rover-mót með eldri skátum,“ segir Oswald, þegar hann er beðinn um að útskýra hvers vegna hann settist að í Noregi. „Eftir það langaði mig alltaf að koma þangað aftur. Ég var orðinn útlærð- ur rakari og farinn að langa til að breyta til þegar ég kynntist Tynes-fjölskyldunni, sem bjó fyrir utan Álasund. Ég fór þangað til þeirra, þar sem mér var útveguð vinna á trésmíðaverkstæði. Ég hjálpaði nú líka til í bakaríinu og hjá rakaranum líka – fékk krónu á hvern haus sem ég klippti.“ Næstu árum eyddi Oswald á hár- greiðslustofu í Ósló, síðar fór hann á sjó til þess að safna sér fé til að hann gæti sett upp rakarastofu á Íslandi. Það gerði hann og rak stofuna í fjögur ár, eða þangað til að hann komst að því að hann væri með ofnæmi fyrir hári. Þá var honum útveg- uð vinna í stálverksmiðju í Høvik í Nor- egi. „Þar vann ég í tólf ár. Svo fluttu þeir fyrirtækið til Hønefoss og ég fór með. Til samans var ég í þrjátíu ár hjá þessu fyrir- tæki,“ rifjar Oswald upp. Oswald segist alltaf hafa lagt mikið upp úr því að halda sambandi við aðra Íslend- inga og hann hefur verið virkur á vett- vangi Íslendingafélagsins í Ósló. Það er líka greinilegt að hann hefur lagt rækt við að viðhalda móðurmáli sínu, enda íslenskan nær lýtalaus og lítil sem engin áhrif frá norskunni að heyra. Hann hefur margsinnis aðstoðað Íslendinga sem hafa flutt til Noregs. Eftir hrun síldarstofns- ins á Íslandi, seint á 7. áratugnum, leituðu töluvert margir til Noregs og aðstoðaði Oswald þá nokkra. „Ég man sérstaklega eftir þremur strákum, svona 18 til 19 ára, sem voru að leita sér að vinnu. Þeir höfðu verið rændir öllum sínum farangri og komu á samkomu hjá Íslendingafélaginu og vantaði aðstoð. Tveir þeirra fóru nú strax heim en einn varð eftir. Ég bauð honum að sofa á gólf- inu hjá mér og fá föt hjá mér. Annars hefði hann orðið að fara heim.“ Oswald segir fjölda fólks hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins nú, sérstaklega fyrst eftir að fólk fór að flytjast til Nor- egs eftir kreppuna hér. „Það koma alltaf Íslendingar af og til á skrifstofu Íslend- ingafélagsins og við reynum að hjálpa þeim. Ég finn til með þessu fólki. Margt þeirra skuldar svo mikið hér heima og getur einfaldlega ekki verið hér lengur. En það þýðir lítið að fara út með ekkert í höndunum og kunna ekki norsku. Þá er mjög erfitt að fá vinnu.“ Í Noregi öll sín fullorðinsár OSWALD KRATCH Heimsótti Noreg í fyrsta sinn árið 1946 með skátunum og settist þar að nokkr- um árum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég er reyndar ekki alveg með það á hreinu hvað Noregur er þegar búinn að gera fyrir Ísland,“ segir Katrina Stokke. „En mér er hins vegar mjög minnisstætt að margir vildu bregðast við og hjálpa Íslend- ingum, eftir að fréttir bárust af því að þeim hefði borist boð um hjálp frá Rússlandi. Það var svolítið sérstakt. En að mínu mati er það alveg sjálf- sagt að við gerum hvað við getum til að hjálpa Íslandi.“ Ansi margir Íslendingar hafa flust til Noregs að undanförnu, þar á meðal margir verkfræðingar. Katrina hefur ekki farið var- hluta af því, enda verkfræðing- ur sjálf. „Okkur finnst bara gaman að fá Íslendingana til að vinna með okkur. Við erum vön því að fá Svía hingað að vinna, en það er gaman að sjá Íslendingana bæt- ast í hópinn.“ Fínt að vinna með Íslendingum Katrina Stokke verkfræðingur V ið höfum töluvert rætt mál-efni Íslands í mínum vina- hópi, sérstaklega fyrst eftir hrunið. Okkur þótti skrítið að norska ríkisstjórnin gerði ekki meira til að hjálpa Íslendingum, í ljósi þess hvernig sambandi Íslands og Noregs er háttað, bæði sögulega og menningar- lega. Við skildum ekki af hverju Noregur aðstoðaði ekki meira. Á þessum tíma var töluvert rætt um ástandið á Íslandi á opin- berum vettvangi en hins vegar fór lítið fyrir rökræðum tengd- um þessu atriði. Það var eins og það væri algjör samstaða um það frá upphafi að sérstakur stuðningur Noregs væri ekki til umræðu í ríkisstjórninni.“ Viðbrögðin mikið rædd í vinahópnum Ola Jørgensen, starfsmaður á bókasafni GRÆNT OG BARNVÆNT Margir sem flytja til Noregs eru ekkert að flýta sér aftur heim. FRÉTTABLAÐIÐ/FRÍÐA V ið Norðmenn höfum það svo gott, við eigum meira en nóg af peningum og erum upp til hópa heilsuhraust. Auðvit- að eigum við að hjálpa meira til en aðrir, þegar önnur lönd eiga í vanda,“ segir Torill Klei- ve ellilífeyrisþegi. „Ég held að flestir sem ég þekki séu mér sammála í því að ef Ísland þarf hjálp okkar er sjálfsagt að veita hana. Okkur Norðmönnum líkar vel við Íslendinga. En við getum kannski ekki sagt að okkur líki vel við þá alla. Við erum reið íslenskum bankamönnum, sem bera ábyrgðina á þessu hruni hjá ykkur. En það er til sjálfselskt fólk í öllum löndum og ekkert við því að gera. Það sem þið þurfið að gera er að finna þessa menn, sem gerðu þetta, og draga þá til ábyrgðar.“ Finnið þessa menn og dragið þá til ábyrgðar Torill Kleive ellilífeyrisþegi ÁNÆGÐ Í NOREGI Geirný Ósk Geirsdóttir var nítj- án ára þegar hún ákvað að elta ástina til Noregs. Hún hefur aldrei snúið aftur og sér ekki fyrir sér að það muni nokkurn tímann verða. FRÉTTABLAÐIÐ/FRÍÐA Hugsa hlýlega til Íslendinga Norðmenn eru Íslendingar sem ekki þorðu yfir hafið. Þannig hefst ein norsk blaðagrein um tengsl Íslands og Noregs. Norsar- ar líta gjarnan á Íslendinga sem skyldmenni. Miðað við óvís- indalega könnun Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur á götum Óslóar telja margir þeirra að norsk stjórnvöld hafi brugðist Ís- lendingum í hruninu, því sjálfsagt hefði verið fyrir þessa mold- ríku þjóð að hjálpa betur til. Fjöldi Norðmanna vill sjá löndin sameinast. Íslendingum sem fara utan til vinnu finnst þeim upp til hópa vel tekið og margir þeirra eru ekkert endilega að drífa sig aftur heim.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.