Fréttablaðið - 29.05.2010, Síða 37
menning
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
g kom hingað út
af Roni Horn.
Hún bað mig
um að koma og
ég gerði það,“
segir banda-
ríska fjöllista-
konan Laurie
Anderson í sam-
tali við Fréttablaðið. Hún framdi
lágstemmdan en skemmtilegan
gjörning ásamt því að segja sögur
úr eigin lífi með og án undirspils
á Vatnasafninu í Stykkishólmi á
laugardag í síðustu viku. Ekki er
um margra ára vinfengi að ræða
á milli þeirra Laurie Anderson og
bandarísku listakonunnar Roni
Horn, sem skapaði Vatnasafnið
í gamla bókasafninu í Stykkis-
hólmi.
Laurie Anderson kynntist
Vatnasafninu í gegnum kanad-
íska skáldið Anne Carson og tón-
listarmanninn Robert Currie,
sem bæði höfðu aðstöðu í safn-
inu í fyrra. Anderson féll fyrir
hugmyndinni um jöklavatn í
glersúlum og leitaði eftir því að
koma hingað eftir að hún hitti
Roni Horn. Um tveir mánuðir
eru síðan ákvörðunin var negld
niður. En stoppið var stutt, hún
kom á föstudegi og var flogin út
á ný tveimur dögum síðar.
Þetta var fyrsta uppákoma
Laurie Anderson hér á landi.
Lítið fór fyrir henni en viðburð-
urinn var nær eingöngu auglýst-
ur í staðarblöðum í Stykkishólmi
og innan þröngs hóps listamanna
og fólks tengdu listaheimin-
um. Tveir aðrir viðburðir voru
honum tengdir; í forrétt hálftíma
fyrr var upplestur rithöfundar-
ins Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur,
sem aðsetur hefur í safninu í ár,
úr bók sinni í Eldfjallasafninu –
sem er spottakorn frá Vatnasafn-
inu – en þingmaðurinn og skákk-
onan Guðríður Lilja Grétarsdóttir
bar eftirrétt á borð daginn eftir
í formi fyrirlestrar um skák.
Stefnt er að því að blása til
viðburða sem þessa í safn-
inu í maí ár hvert.
Bresku listasamtökin
ArtAngel, sem stóðu
fyrir byggingu og fjár-
mögnun Vatnasafns-
ins, greiddu fyrir
komu Laurie And-
erson á Vatnasafn-
inu og þurftu þeir
almennu gestir sem
komust að því aðeins að
greiða 1.500 krónur fyrir
upplifunina. Fáir komast fyrir
á safninu í einu, líklega rétt um
hundrað manns, og var viðburð-
urinn því með afar vinalegu og
heimilislegu yfirbragði.
Frosin á báðum fótum
Uppákoma Laurie Anderson hófst
á því að Roni og Ragnheiður Óla-
dóttir, forstöðumaður Vatna-
safnsins, studdu listakonuna að
litlu borði í einum enda safnsins,
sem á var tækjabúnaður henn-
ar. Reyndar var um lánsbúnað
að ræða. Hennar eigin sem hún
hafði flutt með sér hingað sprakk
í loft upp þegar hún stakk honum
í samband við íslenskt rafkerfi.
Með hjálp góðra manna tókst að
útvega ný tæki. Upphafleg til-
högun uppákomunnar tók breyt-
ingum í takt við óvænta spreng-
ingu.
Laurie Anderson var íklædd
leggjaháum skautum sem stóðu
fastir í ísklumpum og takmörk-
uðu því mjög hreyfingar neðri
hluta listakonunnar allan þann
tíma sem viðburðurinn varði.
Stóð hún því föst í báða fætur
en misstyrkum þó á meðan hún
sagði sögur úr eigin lífi og spilaði
undir á raffiðluna, eitt af kenni-
merkjum hennar í gegnum tíð-
ina.
FRAMHALD Á SÍÐU 2
maí 2010
Bandaríski listamaðurinn Laurie Anderson tróð upp
á Vatnasafninu í Stykkishólmi fyrir viku. Uppákoman
er stórviðburður hér á landi enda hefur Anderson,
sem hefur verið í fremstu röð í bandarískum lista-
heimi í um fjörutíu ára skeið, aldrei troðið upp hér á
landi. Kraftur er í konunni, sem fagnar 63 ára afmæli
eftir slétta viku. Sjöunda hljóðversplata hennar kem-
ur út í afmælismánuðinum auk þess sem hún hefur
skipulagt tónleika fyrir hunda í Sydney-borg í Ástral-
íu með eiginmanni sínum, rokkgoðinu Lou Reed.
MENNING JÓN AÐALSTEINN BERGSVEINSSON
FÖST Í ÍSNUM
Fjöllistakona
Laurie Anderson á tónleikum sínum í Vatnasafninu í Stykkishólmi í síðustu viku MYND/ ANNA MELSTEÐ
Krufning á samfélagi
og móral (leysi)
Dómar um barnadiskinn
Pollapönk, dansverkið
Bræður og kvæðakver
Þórarins Eldjárns,
Vísnafýsn
SÍÐA 7
Rannsóknir í
hljómheimum
okkar daga og
fyrri tíða
Meistarar í
tónsköpun útskrifast.
SÍÐA 4