Fréttablaðið - 29.05.2010, Síða 70

Fréttablaðið - 29.05.2010, Síða 70
6 vín&veisla SUÐUR-AFRÍKA – VÍN OG LÍKJÖR 1. Green Elephant 1 cl Amarula 1 cl De Kuyper Creme de Menthe líkjör Red Elephant 1 cl Amarula 1 cl De Kuyper Wild Strawberry Blue Elephant 1 cl Amarula 1 cl De Kuyper Blue Curacao Sett saman í tvískipt skotglös ef til, annars haft lagskipt í skotglasi. Amarula-líkjörinn settur síðast. Heimsmeistaramótið í fótbolta hefst í Suður-Afríku eftir hálfan mánuð. Spennan liggur í loftinu og fót- boltaáhugamenn farnir að pússa glerið á sjónvarps- skjánum. Suður-afríska stemningin er einstök og því um að gera að koma sér í rétta skapið með góðum kokteil eða kaffidrykk. Kristján Nói Sæmundsson, veitingastjóri hjá Argentínu Steikhúsi blandaði nokkra glæsilega drykki með afrísku ívafi. Hitað upp fyrir fótboltann 1 2 34 6 5 2. Amarula Ice Coffe 4 cl Amarula 2 cl Absolut vodka 2 cl Rjómi 6 cl Espresso kaffi 1 teskeið púðursykur Kaffi-sykur og vodki er hrist saman með klaka, síað í glas. Amarula og rjómi eru léttþeytt saman og hellt varlega yfir. 3. Blue Heaven 4 cl Amarula 2 cl Absolut Raspberry vodka 1 cl De Kuyper Blue Curaçao Hrist saman með klaka, síað í glas fyllt með muldum klaka,nokkrum dropum af Blue Curaçao dreift yfir, skreytt með jarðarberi og myntu. 4. Amarula Sunset 4 cl Amarula 1 kúla vanilluís 1 kúla hindberja sorbet (eða jarðarberjaís) 2 cl rjómi Hrist saman með klaka, öllu hellt í hátt kokteilglas og ca. 1 cl af De Kuyper Wild Strawberry hellt yfir. Skreytt með jarðarberi. 5. Amarula Grasshopper 4 cl Amarula 2 cl De Kuyper Creme de Menthe líkjör Hrist saman með klaka, síað í kokteilglas, fyllt með muldum klaka og súkkulaðispænir settur á toppinn. 6. Amarula Milkshake 4 cl Amarula 2 cl Absolut Vanilla vodka 1 kúla vanilluís Hrist saman með klaka, borið fram í háu glasi með muldum ís, gott að setja smá súkkulaðisósu á toppinn. Drostdy-Hof Sauvignon Blanc Hefur mjög ljósan grænan lit, angan af sítrus og suðrænum ávöxtum, grænum pipar, greipaldin og stikilsberjum. Nokkuð snarpt og ferskt í bragði. Eftirbragðið hefur ljúfan keim af grasi, melónum og lychee ávexti. Hentar vel með ljósu kjöti, léttreyktu fuglakjöti, svínakjöti, sjávarréttum, marineruðum skelfisk. Verð í vínbúð 1.499 kr. Drostdy-Hof Light Natural Sweet White Vínið hefur mjög ljós-sítrónugulan lit og er fremur sætt enda bara 7,5% að styrkleika. Það hefur fínlegan léttan ávöxt, milda sýru og þægilega ávaxtasætu. Hentar vel ískalt á sólpallinn eitt og sér eða til íblöndunar í sumarbollu svo eitthvað sé nefnt. Verð í vínbúð 998 kr. Drostdy-Hof Cabernet Sauvignon Í angan eru sólber, grösugir tónar og krydd. Vínið hefur keim af ólívum, ásamt dökkum berjum og plómum. Mjúkt tannín með mildum ávaxtakeim, eftirbragðið er langvarandi með mjúku kryddi. Hentar vel með lambakjöti, nautakjöti, Carpaccio, kjötforréttum og sem fordrykkur. Verð í vínbúð 1.599 kr. Drostdy-Hof Shiraz Þroskaður ávöxtur, krydd og reyk má finna í angan. Hefur miðlungsfyllingu, dökka ávexti í bragði, brómber, skógarber, jarðartóna og laufblöð, eftirbragðið mjög mjúkt, kröftugt og nokkuð langt. Fer vel með villibráðinni, hreindýri og rjúpu með villisveppum eða sultuðum ávöxtum, nautakjöti og kröftugum ostum. Verð í vínbúðum 1.599 kr. Drostdy-Hof Shiraz Í angan koma fram dökk ber og sveskjur sem gefa til kynna smásætleika í víninu og vottar fyrir reykjarkeim. Miðlungsfyll- ing með góðri mýkt, vott af sætutón í bragði, kryddi, kaffi og súkkulaðitón. Hentar vel með T- bone steik á grillinu, lambapiparsteik og sætum kartöflum. Verð 5.699 kr. Drostdy-Hof Steen Föl- sítrónugult með grænum blæ, ríkulegri ávaxtaangan til að mynda plómum- og apríkós- um. Nokkuð þurrt og ferskt. Það má finna í bragði rifsber, sítrónu og apríkósu. Það hentar vel með léttu salati, ljósu fuglakjöti, fiskréttum og frábært að dreypa á eitt og sér. Verð 3 l box 4.998 kr. Drostdy-Hof Cape Red Vínið hefur miðlungsfyllingu nokkuð þurrt með góða mýkt. Létt og ferskt í bragði þar sem ávöxturinn nýtur sín vel. Hentar vel með Hickory reyktu svínakjöti, lambalærisneiðum og grilluðu meðlæti, jafnvel nýveiddri bleikju með kryddjurtum. Verð 3 l box 5.399 kr. Drostdy-Hof Chardonnay Viognier Angan af lime og sítrónum með melónum í bakgrunni. Þurrt með ferskri sýru. Í bragði kemur vel fram lime, græn epli og greipávöxt- ur. Gott jafnvægi og mjúkt eftirbragð. Hentar með pastaréttum, hráskinku og melónu, kjúklingasalati satay, grillpinnum í köldum sósum. Verð 3 l box 5.599 kr. Drostdy-Hof Vínin frá Drostdy-Hof hafa skemmtilegan kröftugan karakter, og eru frá Cape-höfðanum í Suður-Afríku. Þau eru klassísk en jafnframt ætíð vín samtímans. Víngerðarmenn Drostdy-Hof eru stoltir af hefðinni og því örlæti sem vínin fela í sér, þetta eru vín til að njóta við hin ýmsu tæki- færi. Vín Drostdy eru jafnframt þau vinsælustu í sínu heimalandi þar sem hitastig er mun hærra en hér á Fróni að jafnaði og því ætti sumarið hér að vera besti tíminn til að njóta þeirra í góðum félagsskap.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.