Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2010, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 29.05.2010, Qupperneq 86
 29. maí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MARGRÉT SÆUNN FRÍMANNS- DÓTTIR ER FÆDD ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1954. „Minn draumur er að upp- lifa það að konur eigi alveg jafna möguleika í pólitík og karlar.“ Margrét hefur verið fisk- vinnslukona, kennari og odd- viti Stokkseyrarhrepps. Einnig setið á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið og Samfylkingu. Nú er hún fangelsisstjóri á Litla-Hrauni. Byggingu Hoover-stíflunnar í Colorado-fljóti í Bandaríkj- unum lauk þennan dag árið 1935. Hún var þá ein hæsta stífla heims, 230 metrar og í hana fóru sex milljónir tonna af steypu. Bygging hennar tók sex ár og kostaði 96 manns lífið. Aðstæður voru afleitar á bygg- ingarstað. Hitinn fór í 47° og um 60° inni í göngum. Volgt fljótavatn var drukkið við þorsta, vinnuskúr- ar voru hvorki með rafmagni né sturtum og hjálmar voru ekki til. 7. ágúst 1933 lögðu 400 verkamenn niður vinnu í mótmælaskyni. En 22.000 manns höfðu sótt um. Því ákvað verktakinn, Six Companies, að segja starfsmönnunum upp og ráða nýja. ÞETTA GERÐIST: 29. MAÍ 1935 Lokið við Hoover-stíflu Þjónusta við sjávarútveginn hefur verið hryggjarstykkið í starfsemi Vélasölunnar frá því hún var stofnuð fyrir sjötíu árum. „Nýjasti flokkur útgerðarmanna eru strandveiðifiski- menn og þeir sækja til okkar búnað í sína báta, bæði vél- búnað, rafeindabúnað, siglingatæki og staðsetningartæki,“ segir Kristján Jónsson, sölu og markaðsstjóri. „Iðnaðar- fyrirtæki eins og stóriðja hafa líka bæst við viðskiptavina- hópinn í auknum mæli,“ bætir hann við og segir fyrirtækið aðlaga sig aðstæðum á hverjum tíma. Starfsmenn nú séu 26 en hafi verið yfir 40 þegar þeir voru flestir. Vélasalan hefur haft milligöngu um nýsmíði, endurbygg- ingu og breytingu fleiri skipa og báta erlendis en nokkurt annað einstakt fyrirtæki á landinu, eða um 200 talsins, svo vitnað sé í samantekt eftir Hjört Gíslason sem starfað hefur lengi hjá Vélasölunni: „Fyrst voru smíðuð tréskip í Svíþjóð og Danmörku en síðan hófust umfangsmiklar smíðar stál- skipa í Austur-Þýskalandi, meðal annars til að greiða fyrir sölu fiskafurða héðan því Austur-Þjóðverja skorti gjaldeyri til að greiða fyrir fiskinn. Á árunum 1956 til 1967 voru smíð- uð 50 skip fyrir Íslendinga í Austur-Þýskalandi, meðal ann- ars hinir svokölluðu tappatogarar. Upp úr 1960 tók Vélasal- an að sér umboð fyrir Ankerlökken og Flekkefjörd Slipp og Maskinfabrikk í Noregi. Á rúmlega 30 árum skilaði það samstarf ríflega 30 fiskiskipum til Íslands. Vélasalan sá einnig um smíði fjögurra síðutogara í Vestur-Þýskalandi 1960. Meðal þeirra eru Sigurður VE og Víkingur AK sem eru enn í notkun, en sem nótaskip. Tugir fiskiskipa voru líka smíðaðir í Póllandi fyrir atbeina Vélasölunnar. Ögri og Vigri, fyrstu skuttogararnir með yfirbyggt aðgerðardekk sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga voru upphafsverkefnin en síðasta nýsmíðin var Þorlákur ÍS árið 2000.“ Kristján markaðsstjóri kveðst hafa byrjað árið 1993 hjá Vélasölunni. „Þá var nýlega búið að skrifa undir samninga um smíði á Guðbjörginni, einum stærsta og fullkomnasta frystitogara sem smíðaður hefur verið fyrir Íslendinga. Mikill uppgangur var líka í breytingarverkefnum í Póllandi á þessum tíma,“ segir hann. Telex var aðal samskiptamátinn við útlönd framan af að sögn Kristjáns. „Þegar ég byrjaði var enn verið að nota telex í samskiptum við Austur-Evrópu. Starfsmennirnir voru líka mikið á ferðinni og báru heilu ferðatöskurnar af teikning- um og smíðalýsingum á milli landa. Svo tóku við diskett- ur, síðan geisladiskar og svo USB kubbar.“ Hann ber líka saman bréfasamskiptin þá og nú. „Það gat tekið þrjár vikur að fá svar til Póllands við einhverju atriði sem þurfti að bera undir útgerðarmanninn. Núna taka menn ljósmynd, skrifa nokkrar línur, senda á þann sem ræður og það er komið svar eftir fáa klukkutíma. Ég var staddur í Póllandi í febrúar 1997 þegar GSM samband komst á þar og fyrst var hægt að tala í farsíma milli Póllands og Íslands. Þá var friðurinn líka úti!“ gun@frettabladid.is VÉLASALAN: FAGNAR SJÖTÍU ÁRA STARFSAFMÆLI Tvö hundruð fiski- skip á sjö áratugum SÖLU-OG MARKAÐSSTJÓRI „Starfsmennirnir voru mikið á ferðinni og báru heilu ferðatöskurnar af teikningum og smíðalýsingum á milli landa,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 70 ára afmæli Ingibjörg Guðjónsdóttir Arahólum 2, verður 70 ára 31. maí næstkomandi. Verð með heitt á könnunni í dag, laugardaginn 29.maí milli kl. 14.00 & 17.00 í Félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdalnum. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Fríðu Áslaugar Sigurðardóttur rithöfundar, Eyktarási 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og stuðning. Gunnar Ásgeirsson Ásgeir Gunnarsson Hugrún Rós Hauksdóttir Björn Sigurður Gunnarsson Ragnheiður Lóa Björnsdóttir barnabörn. Okkar ástkæru dóttur, systur og barna- barns, Viktoríu Lindar Hilmarsdóttur sem lést á barnaspítalanum við Ullevål 4. maí síðastlið- inn verður minnst í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 2. júní kl. 15.00. Allir sem vilja minnast Viktoríu Lindar eru velkomnir í minningarathöfnina. Hilmar Þór Sævarsson Guðrún Elvíra Guðmundsdóttir Ída María Hilmarsdóttir Emelíana Hilmarsdóttir Guðmundur Eggertsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Sævar Berg Guðbergsson Katrín Klara Björnsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar, Margrét H. Sigurðardóttir viðskiptafræðingur Hörgshlíð 8, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum þann 26. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. júní kl. 13.00. Hallgrímur S. Sveinsson Björg Sveinsdóttir Elskulegur frændi okkar, Jóhann G. Jónatansson Vallarbraut 9, Seltjarnarnesi, lést á Skjóli 24. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu, mánudaginn 31. maí kl. 11.00. Systkinabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, afa, sonar og bróður, Skúla Karlssonar Bugðutanga 9, Mosfellsbæ. Bergrós Hauksdóttir Ásdís Skúladóttir Ingibjörg Sigríður Skúladóttir Skúli Freyr Arnarsson Guðmundur Skúlason Karl Eiríksson Þóra Karlsdóttir Eiríkur Karlsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Elísa Ólafsdóttir fyrrverandi varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 1. júní kl. 14.00. Ómar Már Magnússon Jóhannes Rúnar Magnússon Andrea Guðmundsdóttir Ólafur Sævar Magnússon Sólbjörg Hilmarsdóttir Viðar Magnússon Emelía Bára Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásthildur Þorsteinsdóttir ljósmóðir frá Hróarsholti í Flóa, seinna Kaplaskjólsvegi 63, lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 15. Ágúst Halldórsson Rannveig Halldórsdóttir Ólöf Halldórsdóttir Haraldur Sigurðsson Guðmundur Halldórsson Elsa B. Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Dóra Skúladóttir lést laugardaginn 15. maí á krabbameinsdeild Landspítalans. Útför hennar látnu fer fram mánudaginn 31. maí frá Seljakirkju kl. 13.00. Jón B. Sveinsson Sveinn Ragnar Jónsson Elín B. Haraldsdóttir Rakel Jónsdóttir Birkir Leósson Ólöf Rut Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.