Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2010, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 29.05.2010, Qupperneq 96
56 29. maí 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Bjartmar Guðlaugsson er kominn með IP-tölu net-níð- ings sem hefur verið að ríf- ast við fólk á bloggsíðum síðan í mars undir hans nafni. „Það er einhver api sem er að mis- nota nafnið mitt, vitnar í textana mína sem sína og skrifar í fyrstu persónu Bjartmars Guðlaugsson- ar,“ segir tónlistarmaðurinn Bjart- mar Guðlaugsson. Hann stendur í sérkennilegu stappi. Einhver, undir hans nafni, hefur verið að pesta bloggara á netinu og stofna til illdeilna og rifrilda. Bjartmar hyggst bregðast við þessu, hefur fengið IP-tölu netníðingsins hjá tónlistarsérfræðingnum Jens Guð og ætlar að kæra málið til lögreglu. „Hann er augljóslega að þykjast vera ég, það er enginn annar Bjart- mar Guðlaugsson sem hefur texta á borð við Fúll á móti.“ Tónlistarmaðurinn segir þetta vera einstaklega hvimleitt fyrir sig vegna þess að hann hafi aldrei á ævi sinni skrifað athugasemd við bloggfærslu, hann sé ekki einu sinni með bloggsíðu sjálfur og þaðan af síður Facebook. „Ég er ekkert á netinu, ég er miklu meira fyrir blekpenna en lykla- borð. Ég les blogg og mér finnst það góður vettvangur fyrir lýð- ræðið en ég þoli ekki þegar menn skrifa undir fölskum formerkj- um.“ Tónlistarmaðurinn segir það hafa verið ótrúlegt að lesa skrif nafnaþjófsins. „Mér er bara meinilla við þetta.“ Bjartmar upplýsir þar að auki að ef hann fyndi hjá sér þörf til að segja honum til syndanna myndi hann ekki gera það í gegn- um netið. „Það yrði bara gert undir fjögur augu, ekki í athuga- semdakerfi á netinu. Það myndi bara ekki samræmast mínu eðli.“ freyrgigja@frettabladid.is Bjartmar kærir nafnaþjóf á netinu NAFNAÞJÓFUR Einhver óprúttinn aðili hefur skrifað athugasemdir á netinu undir nafni Bjartmars Guðlaugssonar. Nú hefur tónlistarmaðurinn fengið nóg og ætlar að kæra málið til lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI > FÓR UPP Á SVIÐ Leikarinn Tom Cruise birtist óvænt uppi á sviði með hljómsveitinni Black Eyed Peas í London fyrir skömmu. Undir lok tónleik- anna þegar sveitin var að syngja hið vin- sæla I´ve Got A Feeling var Cruise allt í einu mættur með bros á vör og hélt í höndina á söngkonunni Fergie. Hljóp hann með henni eftir sviðinu og hoppaði með þegar hún söng viðlagið. Reyndi hann meira að segja að lauma inn einum og einum tón við misjafnar undirtektir. Idol- og X-Factor dómarinn Simon Cowell fær afhent heiðursverðlaun á Bafta-sjón- varpshátíðinni sem verður haldin í London í næsta mánuði. Verðlaunin fær hann fyrir framlag sitt til tónlistar- og sjónvarpsheims- ins og fyrir að hafa komið ungu hæfileikafólki á framfæri. Stutt er síðan Cowell kom fram í síðasta American Idol-þættinum sínum. Næst á dagskrá hjá honum er bandarísk útgáfa af X-Factor þar sem hann verður vafalít- ið jafnumdeildur og í Idolinu. Síðar á þessu ári fær Cowell afhent önnur verðlaun, eða alþjóðleg Emmy-verð- laun fyrir sjónvarpsstarf sitt. SIMON COWELL Cowell fær Bafta-verð- laun í næsta mánuði fyrir framlag sitt til tónlistar- og sjónvarpsheimsins. Matt Lucas og David Walli- ams úr þáttunum Little Britain eru að hefja vinnu við nýja gamanþætti fyrir BBC sem hafa fengið vinnu- heitið Come Fly With Me. Þættirnir verða sex talsins og gerast á fjölförnum flug- velli. Matt og David leika allar persónurnar, auk þess sem gestaleikarar koma við sögu. „Það er frábært að næsti stóri þáttur Matts og Davids verði hjá BBC One. Þeir eru gífurlega hæfileikaríkir handritshöf- undar og leikarar og Come Fly With Me er virkilega spennandi hugmynd,“ sagði Jay Hun, yfirmaður BBC One. Þættirnir verða frum- sýndir síðar á þessu ári. Nýir þættir á flugvelli Leikkonan Kim Cattrall úr þáttunum og kvik- myndunum Sex and the City er hætt að fækka fötum fyrir kynlífsatriði. Ástæðan er sú að hún er orðin 53 ára og telur það ekki lengur vera við hæfi. „Þegar ég varð fimmtug ákvað ég að ég vildi ekki láta mynda mig framar nakta,“ segir Cattrall sem leikur í framhalds- myndinni Sex and the City 2. „Þið sjáið mig eiginlega ekki nakta í nýju mynd- inni. Ég sést kannski í kynlífsathöfnum en ég er aldrei nakin. Ég lít annars á þessi kynlífsatriði sem grín því allt sem Samantha gerir í rúminu er fynd- ið. Atriðin snúast frekar um útlit og samtöl en kynlífsathafnirnar sjálfar. Þannig hefur það alltaf verið,“ sagði hún. KIM CATTRALL Kim er hætt að fækka fötum vegna kynlífsatriða í Sex and the City. Kvikmyndinni Hobbitanum hefur verið sleg- ið á frest um óákveðinn tíma. Þetta staðfesti leikstjóri myndarinnar, Guillermo Del Toro, í samtali við vefsíðuna comingsoon.com. Mynd- in segir söguna á undan Hringadróttinssögu og aðdáendur bókanna eftir J. R.R Tolkien hafa beðið spenntir eftir útfærslunni á hvíta tjaldinu. Þeir verða að bíða enn um sinn en ekki liggur fyrir hvenær og hvort haldið verði áfram með framleiðsluna. Peter Jackson, framleiðandi myndarinnar, hafði áður lýst því yfir að ekki væru neinir erfiðleikar með mynd- ina enda hefði ekki verið tilkynnt hvenær hún yrði frumsýnd. Aðalástæðan fyrir þessari óvissu er sögð vera bagaleg fjárhagsstaða MGM-kvikmynda- versins. Þetta fornfræga fyrirtæki var auglýst til sölu á síðasta ári en mikið tap hefur verið á rekstri þess. Enn hefur ekki fundist neinn kaupandi að fyrirtækinu og á meðan eru verkefni þess í uppnámi. Del Toro segir að um leið og vandamál MGM verði leyst geti þeir hafist handa við tökur því allri undirbúningsvinnu sé lokið. „Við höfum hannað allar skepnunnar, leik- myndir og búninga. Við verð- um því tilbúin þegar kallið kemur.“ Hobbitinn er ekki fyrsta stórmyndin sem lendir í vandræðum vegna fjár- hagsvanda MGM. Nýj- ustu Bond-myndinni hefur einnig verið frestað þar til að tekist hefur að greiða úr fjárhagsflækjum MGM. Hobbitanum frestað um óákveðinn tíma VANDRÆÐI Guillermo Del Toro hefur staðfest að Hobbitanum hafi verið frestað. Hið sama gildir um James Bond en fjárhagsvandræði MGM eru aðalástæðan fyrir þessum töfum. Of gömul fyrir nekt Heiðraður með Bafta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.