Fréttablaðið - 29.05.2010, Side 105

Fréttablaðið - 29.05.2010, Side 105
LAUGARDAGUR 29. maí 2010 65 HANDBOLTI Í kvöld leikur íslenska kvennalandsliðið mikilvægasta leik sinn frá upphafi. Það mætir Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu sem fer fram í desember. Vinni Ísland, geri jafntefli eða tapi með minna en fjórum mörkum kemst það áfram þar sem það vann fyrri leikinn gegn Austurríki með fjög- urra marka mun. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari segir stemninguna í liðinu góða. Stelpurnar hafi verið vonsviknar með tapið gegn Frökkum í vikunni en allir séu einbeittir á verkefnið fram undan. „Stelpurnar hafa verið einbeitt- ar og rólegar allan tímann, allt- af með hugann á verkefninu. Við þjálfararnir erum búnir að undir- búa okkur vel, nú snýst þetta bara um að koma skilaboðunum til leikmannanna,“ sagði Júlíus við Fréttablaðið í gær. Hann segist ætla að koma Austurríki á óvart í leiknum. „Við spiluðum 5+1 vörn gegn þeim hér heima og 6-0 vörn gegn Frökkum á miðvikudaginn. Ég hef ekki ákveð- ið endanlega útfærslu núna en stefnan er að koma með áherslu- breytingar á okkar leik og koma andstæðingnum á óvart. Þær eru mjög sterkar á heimavelli og hafa endurheimt mjög sterkan leikmann sem var meiddur í fyrri leiknum. Þetta verður erfiður leikur,“ segir landsliðsþjálfarinn. Það hefur verið nóg að gera hjá liðinu. Í gær hélt það tvo fundi þar sem farið var yfir myndbönd auk þess sem það æfði um kvöldið. Júlí- us ætlar að hafa létta æfingu í dag og tvo fundi til viðbótar. „Stelp- urnar fá aðeins að fara út í sólina í göngutúra og svona en annars er full einbeiting í hópnum fyrir leik- inn. Mestum tíma eyðum við á hót- elinu og í höllinni.“ Staðan á leikmannahópnum er góð, allir eru heilir og líður vel. Júlíus segir að stelpurnar hafi mikla trú á verkefninu en íslenskt kvennalandslið hefur aldrei kom- ist í lokakeppni stórmóts. „Það var ekki erfitt að gíra stelpurnar upp í þennan leik. þær hafa verið ein- beittar að þessum verkefnum þær vikur sem við höfum verið saman. Það hefur gengið vel að stilla þær saman, við höfum undirbúið okkur vel,“ segir þjálfarinn. Júlíus segir EM-drauminn hafa kviknað um leið og dregið var í riðla og um helgina gæti hann orðið að raunveruleika. „Frá því að við sáum mótherjana settum við markið á að komast í lokakeppn- ina. Liðið hefur verið að eflast og það er alltaf að spila betur og betur. Við höfum rætt um hvernig þetta er raunverulegur möguleiki og nú er komið að úrslitastund- inni,“ sagði Júlíus. - hþh Ísland mætir Austurríki í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM: Úrslitastundin runnin upp EINBEITTUR OG RÓLEGUR Júlíus er bæði einbeittur og rólegur fyrir leikinn gegn Austurríki í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við höfum rætt um hvernig þetta er raun- verulegur möguleiki og nú er komið að úrslitastundinni. JÚLÍUS JÓNASSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI FÓTBOLTI Keflvíkingar verða án aðalmarkmanns síns, Ómars Jóhannssonar, næstu fjórar til fimm vikurnar. Þeir leituð- ust eftir því að fá undanþágu frá félagaskiptareglum til að fá markmann að láni en þeirri beiðni var hafnað. Árni Freyr Ásgeirsson mun því verja mark Keflvíkinga í næstu leikjum. Keflvíkingar eru mjög ósáttir við ákvörðun KSÍ. Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði að varamarkmaður Árna væri nýorðinn sextán ára. „Hvað gerum við ef Árni meiðist? Við setjum ekki krakka í markið hjá okkur.“ Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir að Kefl- víkingar séu klárlega með vara- markmann og að undanþágan sé aðeins veitt í neyðartifellum. „Það verður að treysta því að Keflvík- ingar treysti þessum markverði til að taka við ef hinn meiðist. Þeir eru klárlega með varamark- mann,“ sagði Þórir. - hþh Keflvíkingum hafnað: Setjum ekki krakka í markið ÓSÁTTIR Keflvíkingar eru ósáttir við ákvörðun KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrsta Íslandsmeistarakeppni sumarsins laugardaginn 29. maí á kvartmílubrautinni við Straumsvík Svæðið opnað kl. 11 Keppni hefst kl. 14 Bílar: RS – rally sport OS – ofur sport TS – true street, drag radial TD – true street, DOT HS – heavy street DS – door slammer OF – opinn flokkur Bracket Hjól: Grunnflokkur Standard-flokkur Modified Opin flokkur Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Þór-Víkingur R. 4-3 0-1 Walter Hjaltested (5.), 0-2 Egill Atlason (9.), 1-2 Atli Sigurjónsson (26.), 2-2 Jóhann Helgi Hannesson (40.), 2-3 Viktor Örn Guðmundsson (82.), 3-3 Jóhann Helgi Hannesson (90.+), 4-3 Nenad Zivanovic (90.+). Njarðvík-KA 1-1 Einar Helgi Helgason (15.) - Dean Martin (75.) Leiknir R.-ÍA 1-0 1-0 Helgi Pétur Jóhannsson (82.). Leiknismenn voru manni færri í 70 mínútur í leiknum. HK-ÍR 0-0 Fjölnir-Þróttur R. 3-0 1-0 Aron Jóhannsson (9.), 2-0 Pétur Markan (27.), 3-0 Guðmundur Karl Guðmundsson (60.) STAÐAN Í DEILDINNI: ÍR 4 3 1 0 6-3 10 Leiknir 4 3 0 1 5-2 9 Þór Ak. 4 2 1 1 9-5 7 Víkingur 4 2 1 1 9-8 7 HK 4 2 1 1 4-3 7 Fjölnir 4 1 3 0 8-5 6 Þróttur 4 2 0 2 5-7 6 KA 4 1 2 1 5-5 5 Fjarðabyggð 3 1 0 2 6-7 3 Grótta 3 0 1 2 3-5 1 ÍA 4 0 1 3 5-8 1 Njarðvík 4 0 1 3 2-9 1 Upplýsingar um markaskorara eru fengar af vefsíðunni fótbolti.net. 1. DEILD KARLA KARAKTERSIGUR Leiknismenn voru færri í 70 mínútur en unnu 1-0 sigur á Skagamönnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.