Morgunn - 01.06.1929, Page 8
2
M 0 R G U N N
Eg lagði minni stund á að hlýða á fyrirlestrana, en
ég hefði annars gert, fyrir þá sök, að einmitt sömu dag-
ana sem þeir voru fluttir, var ég á miðilsfundum.
Þeir, sem þingið sátu, áttu kost á að komast að
nokkurum af beztu miðlunum í Lundúnum, voru látnir
ganga fyrir öðrum, ef þeir sættu færinu einmitt þá dag-
ana. Ég mat það meira en alt annað. Og ég sé ekki eft-
ir því.
Fundurinn með Mrs. Mason.
Jeg ætla nú að segja nokkuð af þessum fundum.
Menn þurftu milligöngu ritarans í „London Spiritualist
Alliance“ til þess að komast á þessa fundi, en gátu ekki
snúið sér til miðlanna sjálfra. Eftir fyrsta fundinn, þar
sem Mrs. Mason var miðillinn, spurði eg ritarann, Miss
Phillimore, hvort það væri hugsanlegt, að Mrs. Mason
hefði getað haft nokkra vitneskju um mig á undan fund-
inum. Hún sagði það óhugsanlegt, og bauðst til að gefa
mér skriflegt vottorð um það. Eg ætla að byrja á þýð-
ingu á brjefi hennar, dags. 12. sept.
„Kæri hr. Kvaran.
Sem svar við tilmælum yðar er mér ánægja að staðhæfa það
afdráttarlaust, að ég veit, að Mrs. Mason, sem hélt fund með
yður að mínu undirlagi, gat ekki haft neina vitneskju um yður
á undan fundinum.
Hún hagaði sér eins og hennar er siður. Hún fór til fundar-
herbergisins á þeirri stund, sem hún er vön að taka móti hverj-
um fundarmanni, sem koma kann, og hún veit ekki, hvað komn-
maður heitir, né hvort það er karl eða kona.
Yðar einlæg.
Mercy Phillimore,
ritari.“
Þessi fundur var haldinn í tilraunaherbergi London
Spiritualist Alliance 10. sept. 1928.
Þegar miðillinn er sofnaður, segir stjórnandinn, sem
er kvenvera, að hér sé kominn maður til mín um sextugt.
Ég spyr um nafnið á honum. Hún reynir lengi vel að ná
því, en kemst ekki lengra en að það hafi byrjað á Ha.
Hún fór þá að lýsa þessum manni, en bar svo ört á, að ég