Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 9
M 0 R G U N N
3
gat ekki skrifað lýsinguna. Um hitt var ekki að villast, að
hún átti vel við síra Harald. Stjórnandinn segir, að hann
hafi síðustu árin búið í stórri byggingu — parti af henni
—, og henni finst það hljóti að vera spítali.
[Síra H. N. bjó síðustu árin í Laugarnesspítala].
Stjórnandinn segir, að hann hafi dáið fremur skyndi-
lega, verið nokkuð veikur áður, ekki samt mjög lengi, en
holdskurður verið gerður á honum fyrir einhverju inn-
vortis og hann hafi dáið af því. Segir hann hafi gert ráð-
stafanir viðvíkjandi andláti sínu, en samt ekki búist við
að deyja í þetta sinn.
[Alt er þetta nákvæmlega rétt].
Ýmsir aðrir er sagt, að vilji komast að, og reyna að
sýna sig. Þar á meðal móðir mín. Stjórnandinn segir það
sé ekki til neins, því að þessi maður geri sig altaf gild-
andi, hann sé svo ákafur að tala við mig.
Hann hafi látið eftir sig konu og börn. Eg sé að
hjálpa konunni með eitthvað, og hann biðji að skila til
mín þakklæti fyrir það.
[Ég var, áður en ég fór til Englands, að lesa nokkur-
ar af ræðum síra H. N. með frú Aðalbjörgu, og lauk ekki
við það fyr en eg kom aftur].
Reynt er að gera grein fyrir börnunum, en það verð-
ur nokkuð þvælukent. Einn sonur segir hann sé erlendis,
sem var rétt; sagt að hann tali um 3 dætur. Stjórnandinn
biður mig þá, eins og oftar á fundinum, að spyrja. Við
]>að aukist krafturinn og eins og færist líf í þann, sem
er að gera vart við sig.
Eg spyr, hvort hann muni eftir Bergljótu. Stjórn-
andinn segir, að sér sé eitthvað sýnt í sambandi við það.
Heldur, að „Bergljót" sé einhver staður. Ég segi það ekki
vera, en segi ekkert meira.
Stjórnandinn segir þá, að maðurinn segi: „Eg hefi
hitt hana“. Bergljót sé framliðin kona. Bergljót sé fyrri
konan hans. Nú skilji hún betur með börnin. Þau séu af
tveimur hjónaböndum.
1*