Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 17
M 0 R G U N N
11
Þá komu ummæli, sem ekki höfðu sannanagildi, svo
sem þau, að Geley og þessi samverkamaður minn mundu
knýja á mig til þess að halda áfram starfi fyrir sálar-
rannsóknirnar og fleira í þá áttina. Sú fullyrðing kom,
að ég væri sérstaklega riðinn við bækur. Að lokum var
skorað á mig að fara sem fyrst til sálræns ljósmyndara
og sagt, að þar mundi verða gert það sem hægt væri, til
þess að ég fengi árangur.
Mig langaði til að fara eftir þessum tilmælum um
ljósmyndar-tilraunina, þó að ég, sannast að segja, legði
lítið upp úr þessum fundi. Mér fanst Guðnýjar-nafnið
benda á, að eitthvert vit væri bak við þetta, og eins
þetta, að sagt er frá manni, sem hafi verið í samvinnu
við mig og þekt Geley og Schrenck-Notzing. Dálítið fanst
mér það líka kynleg tilviljun — ef það var tilviljun —
að einmitt Geley skyldi vera settur í samband við þennan
samverkamann minn. Ekki eingöngu fyrir þá sök, að síra
Haraldur hafði talað mikið við mig um dr. Geley, heldur
líka vegna þess, að á fundi hjá ísleifi Jónssyni, sem hald-
inn var nokkurum vikum eftir andlát síra Haralds, gerði
það vart við sig, sem tjáði sig vera hann, og mintist þar
á, að hann hefði fundið Geley í öðrum heimi og lét þess
getið, hvað ])eim hefði á milli farið. Hvað sem þessu leið,
þá var rétt að gera ljósmyndar-tilraunina. Ég ætlaði að
ná í mr. Hope í Crewe, en mér tókst það ekki. Svo að
ég fór til mrs. Deane, í ,,W. T. Stead“ Borderland
Library, sem er áframhald af Júlíu skrifstofunni, er
Stead stofnaði, og fékk þar mynd tekna af mér. Sú til-
raun varð vonbrigði, að því leyti, að aukamyndin, sem á
plötuna kom og er af barni, hefir a. m. k. enn ekki þekst.
Það var 24. sept, daginn áður en ég fór frá London,
að þessi ljósmyndartilraun var gerð.
Annar fundur með Mrs. Mason.
En síðar um daginn fékk ég aftur fund hjá Mrs.
Mason. Hann var haldinn á sama stað og fyrri fundur