Morgunn - 01.06.1929, Side 18
12
MORGUNN
•a
hennar. Síra Haraldur gerði tafarlaust vart við sig, þegar
miðillinn var kominn í sambandsástand, og hélt sér allan
fundinn út. Hann var allur sannana-eðlis. En þá talaði
síra H. um svo ákveðin einkamál, að ekki getur komið til
mála að birta þann fund, enda lofaði eg því, að það skyldi
ekki verða gert. I fundarlok þakkaði hann mjög ástúð-
lega fyrir það tækifæri, sem sér hefði verið gefið til þess
að sanna sig. En hann þakkaði fyrir meira — fyrir það,
að eg hefði farið eftir þeim tilmælum sínum að fara til
ijósmyndara. Hann sagðist hafa verið hjá ljósmyndar-
anum og gert það, sem hann hefði getað, en kvaðst enga
hugmynd hafa um það, hvernig sér hefði tekist. Nú höfðu
tilmælin komið hjá Mrs. Annie Johnson, í alt öðrum hluta
Lundúnaborgar. Miðillinn var meðvitundarlaus, eg var
einn með honum, og eg hafði ekki minst á þessi tilmæli
við nokkurn mann. Samt kemur þetta þakklæti hjá Mrs.
Mason. Það er vitanlega ekki merkilegra en önnur sú
yfirvenjuleg vitneskja, sem kom fram hjá þessum miðli.
En það er einn hlekkurinn í sannanafestinni.
Þetta er þá minn þáttur úr þessari sannanasögu frá
London — það af honum, sem eg get skýrt frá. En það
er nú eitthvað annað en að sögunni sé þar með lokið. Eg
fékk skeyti til London frá þeim hjónunum Sveini M.
Sveinssyni og frú Soffíu, dóttur síra Haralds. Þau báðu
mig að útvega sér fund í London, og ætluðust til að
komast að hjá Mrs. Leonard. Þess var enginn kostur.
Hún var lofuð fyrir 2 ár. En fyrir milligöngu Miss Philli-
more fékk eg loforð um fund fyrir þau hjónin hjá Mrs.
Mason. Eg lét ekki uppi neina vitneskju um þau, aðra
en þá, að skeytið væri frá Oslo. Það er gersamlega óhugs-
andi, að Mrs. Mason hafi nokkura vitneskju fengið um
þau. Enginn maður gat sagt henni neitt, annað en það, að
um þennan fund hefði verið beðið, því að enginn maður í
London vissi meira. Þennan fund þeirra hjóna átti að
halda 27. sept. En þau töfðust á leiðinni, svo að hann
varð ekki fyr en 8. okt. Þau gátu ekki staðið við í London