Morgunn - 01.06.1929, Page 21
MORGUNN
15
líkt og Bergiód), og okkur skildist sem það væri nafnið
á eldri konunni.
Stjórnandinn sagði, að mr. Nielson segði, að þetta
væri konan sín, sem hefði farið yfirum fyrir mörgum
árum, og að hann ætti líka konu á jörðinni.
Ekki virðist geta leikið vafi á því, að eldri konan er
fyrri kona síra Haralds, frú Bergljót. Það eina, sem er
rangt í lýsingunni á henni, er, að hún var ekki farin að
hærast. Um stúlkuna, sem með henni kom, er þetta að
segja. Systir hennar, sem hét Sigríður María, dó fyrir
mörgum árum 8 ára gömul úr barnaveiki, svo að ná-
kvæmlega er rétt sagt til um sjúkdóminn og nafnið, og
um aldurinn skakkar aðeins um 1 ár. Síra Haraldur var
alsannfærður um, að hún hefði hvað eftir annað náð
sambandi við hann á miðilsfundum í London, og vitan-
lega var hann sannfærður um að hann hefði náð sam-
bandi við fyrri konuna sína, svo að það er nákvæmlega
rétt, sem kemur á fundinum um það efni. Stúlkan andað-
ist svo löngu á undan systur sinni, frú Bergljótu, að hún
væri vitanlega mikið eldri nú en 16—18 ára; en að hinu
leytinu er ávalt sagt, að í öðrum heimi hætti breyting-
arnar á útlitinu, þegar menn eru komnir á bezta skeiðið.
Hann sagði, að við hefðum komið langa leið til þess
að fá þetta samband við hann og að hann hefði vitað, að
við værum væntanleg. Við mintumst á það, að við hefð-
um tafist. Hann sagðist vita það, og að það gerði ekkert
til; betra væri seint en aldrei, og að hann hefði haft
þeim mun betri tíma til þess að undirbúa sig.
Hann sagðist hafa séð okkur fáum dögum áður en
hann fór yfirum. [Alveg rétt, 2 dögum]. Hann hefði
farið yfirum mjög skyndilega eftir holskurð. Nokkuru
síðar sagði hann, að það hefði verið í síðastliðnum marz-
mánuði.
Þá myntist hann á nafn, sem byrjaði á K, og síðar
kom Konni. Hann sagði, að það væri sinn drengur. Hann