Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 23
M O R G U N N
17
fengið gjöf, sem hann hefði lengi langað til að eignast.
Þessi hlutur stæði eitthvað í sambandi við hjól. [Þessi
afmælisgleði hafði verið haldin. Nokkuru fyrir afmælið
hafði hann fengið hjólhest]. Hann bað okkur að þakka
móður hans fyrir að halda þetta samkvæmi og mjög
vænt sagði hann sér þætti um þessa gjöf til drengsins.
[Hann hafði haft hinn mesta áhuga á, að séð yrði um
líkamsþroska Jónasar og að hann legði stund á íþróttir].
Hann sagðist hafa skemt sér sjálfur mjög vel og
dansað og leikið sér með börnunum.
Og mjög þakklátur sagðist hann vera fyrir stólinn,
sem ekki væri setið í.
[Síra Haraldur hafði einhvern tíma sagt í gamni, að
ef hann vitjaði nokkurs á heimili sínu, þegar hann væri
kominn yfirum, mundi það verða hægindastóll, sem var
í skrifstofunni hans. Síðan andlát hans bar að höndum,
hefir ekkja hans ætlast til að ekki væri í stólnum setið.
Heimafólk gerir það aldrei, og það hefir varla komið
fyrir, að nokkur gestur hafi þar sezt. Og nú kemur þetta
úti í London!]
Við spurðum þá, hvort hann hefði séð drengina okk-
ar þar. Stjórnandinn sagði, að hann kinkaði kolli með
ákefð og segði að þeir hefðu verið þar tveir. [Allir B
drengirnir þeirra hjónanna voru þar, en 1 þeirra er svo
lítill, að hann gat ekki verið að leikum með hinum].
Og tveir drengir Thordar. (Þeir höfðu verið 3). Hann
sagði líka, að við hefðum ekki verið þar, en að hann
hefði verið þar. Svo eigið þig líka smábarn, sem er ný-
orðið tveggja ára, dreng. [Drengurinn var þá ekki nema
15 mánaða, en hann er éins stór og meðalbarn tveggja
ára og jafn-þungur bróður sínum, sem er tveim árum
eldri — svo að ef stjórnandanum hefir aðeins verið sýnd
stærðin er eðlilegt að hann viltist á henni].
Þá spurðum við, hvort hann myndi nokkuð eftir
yngsta drengnum okkar og sumarhúsinu okkar. Hann
sagðist hafa verið þar með Jónasi. [Jónas var þar allan
2