Morgunn - 01.06.1929, Side 24
18
MOKGUNN
seinni part sumarsins]. Hann lýsti hæðóttri sveit með
stöðuvatni. [Sumai'húsið er við Elliðavatn og hæðir alt í
ki'ing]. Einn af drengjunum okkar hefði farið of nærri
vatninu og Jónas hefði komið og sagt frá því, og dreng-
urinn hefði verið ávítaður. Hann gaf í skyn, að hann
hefði dottið í vatnið með því að segja, að Jónas hefði
verið hræddur um að hann kæmist ekki upp.
[Fyrst er þess að geta í sambandi við þetta atriði,
að þau hjónin höfðu ekki hugmynd um, að neitt vit væri
í þessu. Þau höfðu minst á yngsta drenginn og sumar-
húsið með alveg sérstakt atvik í huganum, og bjuggust
við að nú mundi hann koma með það. í stað þess kemur
þetta, sem þeim er með öllu ókunnugt um. Staðhæfingin
er alveg rétt. Einn drengurinn þeii'ra datt í vatnið í sum-
ar meðan þau voru erlendis. Þar er grunt við landið og
drengurinn komst sjálfkrafa upp. Jónas sagði frá þessu
og drengurinn fékk ávítur].
Við myntumst þá á yngsta barnið hans. Hann sagði,
að það væri barn konunnar, sem væri á jörðunni, og væri
stúlka. Jónas og þessi stúlka væru hennar börn. Konni
væri barn Bergljótar. Alls væru 4 stúlkur og 4 drengir
Við sögðum, að þetta gæti ekki verið rétt um drengina.
Þá sagði hann, að drengirnir væru 3 á jörðunni, og einn
drengur væri hinumegin. [Fyri'i konan hans misti einu
sinni fóstur. Alkunnugt er, að jafnan er fullyrt,, að börn-
in haldi áfram að lifa, þó að þeim auðnist ekki að fæðast
lifandi inn í þennan heim].
Við spurðum þá, hvort hann gæti sagt okkur nokkuð
um elzta drenginn sinn: „Hann er fyrir handan hafið“,
var þá sagt. Og minst var á Ástralíu. [Hann er í förum, og
síðast þegar til hans fréttist, var hann í Ástralíu].
Að lokum bað hann okkur að þakka Kvaran, og í
sömu andránni mintist hann á bækur sínar og að hann
mæti mikils hjálp hans í því sambandi.
Einu sinni sagði stjórnandinn: Þessi maður er mjög
ákafur skeytasendandi.