Morgunn - 01.06.1929, Side 25
M O R G U N N
19
Líka komu skilaboð til Kaabers, þakklæti fyrir það,
hvað hann hefði hjálpað Konna. [Kaaber hafði sem
bankastjóri greitt fram úr formlegum örðugleikum, sem
voru á því að Konni gæti fengið peninga til vesturferðar-
innar, örðugleikum, sem stöfuðu af því, að einn fjár-
haldsmaður systkina hans var erlendis].
Þegar hann mintist á drengina okkar, sagði hann,
að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur út af þeim. Þeir
mundu ekki kvefast. Hann liti eftir þeim. Áður á fund-
inum mintist hann á nýja húsið okkar í sambandi við
það, að hann hefði farið yfirum í marzmánuði. [Hann
hafði gert sér mjög títt um húsið]. Hann mintist á stóran
garð bak við húsið, og sagðist hafa farið yfir um skömmu
áður en við hefðum flutt okkur inn í það. [Hann andaðist
11. marz, en hjónin fluttu sig inn í húsið 17. apríl. Þau
voru alveg komin að því að flytja sig, þegar andlát hans
bar að höndum, en frestuðu flutningnum vegna þess.
Hann hafði haft mjög mikinn áhuga á húsabyggingunni,
og var óumræðilega glaður út af því að dóttir sín fengi
þetta hús].
Þegar við töluðum um yngstu dóttir hans, höfðum
við orð á því, að hún væri 5 ára. Þá leiðrétti hann okkur
og sagði, að hún væri 6 ára. Þetta var alveg rétt. Hún
varð 6 ára 20. september. Af því að við höfðum verið
að heiman, mundum við þetta ekki á því augnabliki.
Eg verð að segja það hreinskilnislega, að mér finst,
ef nokkurt skar hefir verið á þvi sannanaljósi, sem
brugðið var upp fyrir mér, þá sé nú skarið tekið af með
þeim fundi, sem þau hjónin fengu. Þar er ekki eingöngu
að tefla um þann sæg af nokkuð algengum sannanaat-
riðum, að það er ekkert annað en vanþekkingar-fásinna
að eigna þau hugsanaflutningi. Hér er líka að tefla um
þann sæg af nöfnum, að slíkt er venjulega mjög örðugt
að fá. Og hér er ennfremur að tefla um atriði, sem fund-
armenn gátu ekki haft nokkura hugmynd um, og virð-
2*