Morgunn - 01.06.1929, Síða 26
20
MORGUNN
ast hafa verið valin fyrir þá sök. Þessi árangur virðist
ekki eingöngu fenginn vegna þess, hve miðillinn er hent-
ugt verkfæri til sannana. Það er afskaplega mikill mun-
ur á því, hvernig framliðnum mönnum gengur með sann-
anir hjá beztu miðlunum. Til ]iess að vel takist með þær,
þarf alveg vafalaust sérstaka hæfileika hjá vinum vor-
um hinumegin, sem þeir hafa ekki nærri því allir. Síra
Haraldur hefir sýnt það, að þessa hæfileika hefir hann
í ríkum mæli, eins og hann hafði svo marga aðra hér á
jörðunni. Eg fæ ekki betur séð, en að hann sé nú þegar
í hópi þeirra framliðinna manna, sem hafa sannað sig
Ijósast og ótvíræðast. Þó hefir hann ekki átt kost á því
nema á þrem fundum. Eftirtektarvert finst mér það,
hvernig hann notar þann stutta tíma, sem hann hefir
yfir að ráða, þegar hann kemst að góðum miðli. Hann
minnist ekkert á það, hvernig sér líði. Hann reynir ekk-
ert að lýsa því lífi, sem hann er kominn inn í. Hann notar
tímann eingöngu til þess að hlaða upp sönnunum. Þetta
er nákvæmlega það, sem þeir bjuggust við, sem þektu
hann bezt. Hann veit það vel, að vinir hans bera engan
ótta í brjósti um líðan hans. Svo hávandaður og sam-
vizkusamur og andlegur maður á góðum viðtökum að
fagna í tilveru, sem er andlegs eðlis. Hann veit, að hann
hefir engan tíma til að skýra frá lífinu í öðrum heimi,
svo að við séum nokkuru nær. Og sannanirnar voru ein-
mitt sú hliðin á spíritismanum, sem hann bar ríkast fyrir
brjósti. Líklegast er engum kunnugra um það en mér,
hvað hann þráði það að geta eitthvað verulega til þeirra
lagt, þegar hann væri farinn frá okkur.
En eins og flestum íslendingum er sjálfsagt nú orðið
að einhverju leyti kunnugt, er ekki sönnunum síra Haralds
fyrir tilveru sinni í öðrum heimi lokið með þessu. Enn er
eftir a. m. k. eitt atriði. Eg á auðvitað við myndina, sem
prentuð er í byrjun ]>essa máls. Eg hefi ekki heyrt nokkurn
mann efast um, að myndin eigi að vera af síra Haraldi og
engum öðrum. Hún er samt ekki lík nokkurri mynd, sem af