Morgunn - 01.06.1929, Side 28
22
MORGUNN
„Persónulegt framhalöslíf“.
Erinöi flutt i S. R. F. í. Z7. september 1928.
Eins og fjelagsmönnum er kunnugt, er Sir Oliver
Lodge einn af þeim mönnum, er bezt hafa kynt sér sál-
ræn fyrirbrigði um margra ára skeið. Hann var mikill
vinur hins ágæta skálds og fræðimanns á sviði dular-
fullra fyrirbrigða, F. W. H. Myers, og fylgdist með
rannsóknum hans. Sjálfur er Sir Oliver Lodge heims-
frægur eðlisfræðingur, en hann er gersamlega laus við
þann vísindamannshroka, sem hyggur vísindin komin
vel á veg með að grafast fyrir rætur alls. Honum er ljóst,
að þekking vor er í molum og að oss sæmir ekki að of-
metnast af henni. Hann hefur skrifað margar ágætar
bækur, ekki aðeins um vísindagrein sína, heldur einnig
um heimspeki, trúmál, sálræn efni og mannfélagsmál.
Er skarpskygni, dómgreind og víðsýni höfundarins auð-
sætt í þeim. Eg ætla ekki nú að fjölyrða um aðr-
ar bækur hans, en segja aðeins stuttlega frá efninu í
síðustu bókinni eftir hann, og nefnir hann hana „Why
I believe in Personal Immoi'tality" eða á íslensku „Hvers-
vegna eg trúi á persónulegan ódauðleika“. En Sir Oliver
er sannfærður andahyggjumaður (spíritisti), og í þess-
ari bók skýrir hann frá því, hversvegna hann sé það, á
hverju hann grundvalli þá skoðun sína, en það er á dul-
arfullum fyrirbrigðum.
Framan við fyrsta kafla bókarinnar er þessi til-
vitnun: „Það, sem greinir trúarbrögð frá siðfræði, er
trúin á annan heim og tilraunirnar til að komast í sam-
band við hann“. Menn hafa reynt að byggja grundvöll
undir þá trú með opinberunum, föstum kennisetningum
(dogmum) og heimspekilegum hugleiðingum, en það
hefur alt reynst árangurslaust. Efnishyggjan virðir alt