Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 30
24
M 0 R GU NN
rænnar heiðni, höfundur Völuspár, sá lengra. Hann gat
ekki sætt sig við algera tortímingu allra verðmæta, held-
ur sá hann upp rísa nýjan himin og nýja jörð, þar sem
hið verðmætasta. í þessum heimi væri varðveitt. Og að
minsta kosti þarf óvanalegan lífsvilja ásamt óvanalegu
siðferðisþreki til að vinna að endurbótum á lífi og starfi,
sem alt er að lokum unnið fyrir gíg. — Þessi getgáta, að
dauðinn sé endir alls, hefði hugsanlega getað orðið stað-
fest af vísindunum, en sálræn fyrirbrigði benda í aðra
átt. Þau benda til þess og, vilja sumir segja, sanna það,
að þessi sýnilegi heimur, jörðin og aðrar reikistjörnur,
sé ekki hið eina heimkynni lífs og skynsemi, heldur
stöndum vér í sambandi við æðri veröld, aðrar skynsemi
gæddar verur, sem sumar hverjar a. m. k. hafi áður
verið menn á þessari jörð og byggi nú e. t. v. í ljósvaka
geimsins. Undrið er þá ekki það, að sálin lifi dauða líkam-
ans, heldur hitt, að sálin skuli nokkurntíma sameinast
efnislíkama. Að vísu þekkjum vér í venjulegri reynslu
sálarlífið aðeins í sambandi við efnislíkama, en þótt mað-
ur fallist á það, að sálin þurfi líkama með til að láta eðli
sitt og hæfileika í ljós, þá er ekki þar fyrir víst, að það
þurfi að vera úr því efni, sem vér þekkjum bezt, heldur
gæti það alveg eins hugsast, að það væri ljósvakalíkami,
enda höfum vér hann sennilega nú þegar hjer á jörðu,
enn nátengdari sálinni en efnislíkamann, sem altaf er að
breytast og endurnýjast. Og eini erfiðleikinn við að gera
sér grein fyrir ljósvakalíkamanum, er sá, að vér skynjum
ekki ljósvakann, heldur verðum að draga ályktanir um
hann af því, sem vér skynjum. Þegar því efnishyggj-
mennirnir þykjast af sinni „frjálsu hugsun“, er það að-
eins röng takmörkun á andlegu útsýni voru. Það er svo
langt frá því, að alheimurinn sé, eins og W. K. Clifford
sagði, gerður eingöngu úr ljósvaka og frumögnum
(atoms) og hvergi sé rúm fyrir anda, — að í raun og
veru er andinn — og andarnir — æðri bæði ljósvakanum