Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 33
MORÖUNN
27
vísindalegan hátt. Sannanirnar fyrir þessum staðreynd-
um fara sívaxandi og munu vaxa æ meir, eftir því sem
fyrirlitningarþokunni léttir og menn fara að þora að láta
vitnisburð sinn um þær í ljós.
í öðrum kafla bókarinnar ræðir höfundurinn nán-
ara um þessar sjö setningar, og kemur víða við, — alt
frá fjarhrifum að endurholdgun, sem hann telur mögu-
lega, en lætur liggja á milli hluta. Hann segir þar, er
hann ræðir um samband vort við framliðna menn, að á
milli vor og þeirra sé ekkert ginnungagap, heldur að-
eins skynjunarþröskuldur vor jarðbúa. Hann talar þar
enn fremur um mótspyrnu þá, sem vísindalegar nýjung-
ar í ýmsum greinum hafi mætt, og skýrir það með
dæmum.
I þriðja kafla bókarinnar ræðir höf. um sálarrann-
sóknir, bæði á líkamlegum og andlegum dularfullum
fyrirbrigðum. Telur hann mikla nauðsyn vera á því, að
sálræn fyrirbæri séu rannsökuð vel og vandlega, svo að
þau geti öðlast almenna vísindalega viðurkenningu. Það
eru aðallega andlegu fyrirbrigðin, sem hafa sannfært
höf. um tilveru eða líf eftir dauðann, og þess vegna legg-
ur hann litla áherzlu á líkamlegu fyrirbi'igðin, þótt hann
telji að vísu nauðsynlegt að rannsaka þau. En hann virð-
ist ekki gæta þess, að andleg og líkamleg sálræn fyrir-
brigði eru svo nátengd, oft hjá sama miðli, að sennileg-
ast er, að sama skýringin eigi við hvorttveggja, og hin
rétta skýring er sennilega þessi, — á lægri stigunum
ósjálfráð sálarstarfsemi miðilsins, og á æðri stigunum
ósjálfráð eða sjálfráð starfsemi anda, framliðinna
manna. — í þessum kafla ræðir höf. m. a. um ,,psycho-
metry“ eða þann hæfileika sumra manna, að skynja sögu
dauðra hluta með ]iví að snerta þá, — um reimleika,
spásagnir (forspá) o. fl.
Þá er fjórði kafli. í honum eru nokkrar sögur, sem
eiga að vera dæmi um ýmsar tegundir sálrænna and-
legra fyrirbrigða. — Fyrst eru þrjú dæmi um fjarskygni