Morgunn - 01.06.1929, Side 38
32
MOKGUNN
að hætta húsaveiðinni. Eg hefi fundið hús og er bara að
bíða eftir að láta ykkur fá það. Raymond“.
Á meðan lafði Lodge var í burtu, fór Sir Oliver í
heimsókn til vinar síns, Glenconners lávarðar, og konu
hans á Wilford Manor, herragarði á Salisbury-sléttunni
í Avon-dalnum. Sléttan er ekki flöt, eins og ókunnugir
gætu ímyndað sér, heldur eru þar raðir af lágum kalk-
hæðum, sem ná yfir suðurhlutann af Wiltshire, og fimm
ár renna þar saman nálægt Salisbury, og þaðan rennur
Avon-áin til sjávar. — Eitt kvöld bauð Glenconner lá-
varður Sir Oliver út að ganga með sér, og komu þeir þá
við á gömlu bændabýli í Avon-dalnum, sem stóð í eyði.
Lávarðurinn hafði keypt jörðina í stríðinu og hafði léð
húsið um stundarsakir ýmsum herforingjum, sem erindi
áttu um Salisbury-sléttuna, og hafði því sett þangað ýms
húsgögn og nokkrar gamlar myndir. Nú var hann að láta
gera þar nokkrar breytingar. Hann kvaðst ætla að leigja
húsið, en vera vandlátur um leigjanda, þar eð væntan-
legur leigjandi yrði næsti nágranni, og þar á ofan vildi
hann ekki leigja veiðirjettinn á jörðinni. Sir Oliver leizt
vel á umhverfið og spurði, hvort lávarðurinn vildi leigja
sér húsið, — hann mundi hvorki þurfa að fiska né skjóta.
Lávarðurinn sagði, að sér mundi vera það ljúft, en húsið
mundi vera of lítið fyrir Sir Oliver og of langt frá járn-
brautarstöð og sennilega of langt frá Lundúnum, og Sir
Oliver félst á það. — En meðan Sir Oliver var á Wils-
ford Manor, kom ein af dætrum hans þangað; hún skoð-
aði húsið með honum, og þeim leizt báðum vel á það, og
eftir nokkur símskeyti til lafði Lodge í Vichy ákvað hann
að taka húsið á leigu, ef unt væri að búa til bókaher-
bergi uppi með því að hækka þakið. Þetta var gert; þau
hjónin losuðu sig við húsið, sem þau voru búin að leigja,
og þau fluttu sig alfarið inn í Normanton House (svo
hét húsið á Salisbury-sléttunni) um haustið 1920, eftir
að Sir Oliver hafði verið á langri fyrirlestraferð um
Ameríku.