Morgunn - 01.06.1929, Side 40
34
MORGUNN
spánni, enda eru forspár „dularfylsta fyrirbrigðið", eins
og forseti félags vors hefir einhversstaðar kallað þær.
Þá kemur dæmi um „hlutskygni“ (psychometry)
eða það, að lesa sögu dauðra hluta með því að handleika
þá, eða æfi manna, skapferli og veikindi o. s. frv. með
því, að handleika eitthvað, sem þeim hefir tilheyrt, en
þá sögu ætla ég ekki að segja nú. Síðan kemur dæmi
upp á samtal við Raymond fyrir munn miðils. Loks
klykkir höf. út kapítulann með frásögn um forna til-
raun til sálarrannsókna, — sögunni um það, hvernig
Krösos konungur reyndi véfréttirnar. Krösos konungur í
Lýdíu í Litlu-Asíu (á 6. öld f. Kr.) sá ofsjónum yfir
uppgangi Persa og hugðist að segja þeim stríð á hendur,
en vildi áður leita véfrétta. Nú vissi hann ekki, hver
véfréttin væri áreiðanlegust eða hvort nokkun-i þeirra
mætti treysta. Hann sendi menn til 6 véfrétta, og skyldu
þeir á 100. degi frá brottför sinni frá Sardes, höfuðborg
Krösosar, spyrja véfréttirnar, hvað Krösos væri að gera
á þeirri stundu. Þegar sendimenn varu farnir, fór Krösos
að hugsa um, hvað hann gæti nú aðhafst, sem erfitt væri
að geta upp á. Á 100. degi frá burtför sendimannanna
skar hann skjaldböku og lamb og sauð það saman í eir-
potti með eirloki yfir. Tvær véfréttir svöruðu rétt, vé-
fréttin í Delfoi og véfrétt Amfíaráss í Oropus í Attíku.
Sagnaritarinn Heródót þekti aðeins eitt svarið, frá Delfoi,
og greinir frá því; það hljóðaði þannið: „Ég þekki tölu
sandkornanna og víðáttu sjávarinsjég skil hinn dumba
og heyri til þess, sem þegir; ilmur af skelharðri skjald-
böku, sem soðin er í eiríláti, ásamt lambakjöti, berst að
vitum mínum; eir er undir, og eir er ofan á“. — Þá
sendi Krösos véfréttinni í Delfoi ríkulegar gjafir og lét
spyrja, hvernig fara mundi ófriður við Persa. Og nú svar-
aði véfréttin tvírætt: „Þegar Krösos fer yfir Halys-fljót,
mun mikið ríki undir lok líða“. Krösos sagði Persum stríð
á hendur og var sigraður, en Kýros Persakonungur gaf