Morgunn - 01.06.1929, Side 41
M0R6UNN
35
honum líf. Ríkið, sem leið undir lok, var ríki Krösosar
sjálfs. —
I fimta kafla eru hugleiðingar um miðilsgáfuna og
sýnt fram á, að ef gert er ráð fyrir, að framliðnir menn
geti notað líffæri annara á líkan hátt, og þeir notuðu
sín eigin, þá sé ekkert því til fyrirstöðu, að þeir komist í
samband við oss, þó að ýmsir örðugleikar séu á því. Að
vísu er erfitt að koma ýmsu í gegn, t. d. eiginnöfnum,
sem hafa enga lifandi merkingu, og skeytin hljóta að
litast meira og minna af farvegi þeim, er þau fara um,
þ. e. af heila og sálarlífi miðilsins, en þó að þessar
stömuðu setningar, sem oft er tekið á móti með þögn af
ásettu ráði eða illa dulinni vantrú, séu kirkjunni hneyksl-
unarhella og vísindunum heimska, þá eru þær syrgjend-
um kraftur og huggun, sem hefir ótakmarkað gildi.
í sjötta kafla er rætt um, hvort mögulegt sé, að
framliðnir menn geti notað annarlegan líkama sem verk-
færi til að láta sig í ljósi. Höf. bendir á persónuskifti eða
það, þegar venjulegt sálarlíf manna hverfur af sjónar-
sviðinu og annarlegt sálarlíf virðist koma í staðinn. Að
vísu er það alment álit, að þar sé um að ræða aðra
strauma í sömu sál, sem hafi kvíslast út frá meginrensl-
inu, en það er staðreynd, að þeir líta út sem sjálfstæðir
straumar, sjálfstæðar persónur, og það kann að vera nær
sannleikanum stundum, en margur hyggur. Það er hugs-
anlegt, ef framliðnir menn eru til, að þeir geti notað ann-
arlegt taugakerfi, annarlegan líkama sem starffæri, á
Hkan hátt og sál „lifandi“ manns á jörðu hér notar sinn
eiginn líkama. Hvorttveggja er þetta að vísu óskýrt og
óskilið, en annað er staðreynd, og hitt getur verið það.
Þar stoða engar fyrirfram-skoðanir, — reynslan verður
að skera úr.
Miðilsgáfan er margvísleg, því að það eru óteljandi
leiðir til að breyta hugsun í hreyfingu, en hún er nyt-
samleg. Fyrstu skeytin, sem koma frá hverjum einstök-
urn framliðnum manni, eru venjulega jarðneskar minn-
3*