Morgunn - 01.06.1929, Síða 44
38
M O R G U N N
fullum fyrirbrigðum, oft hverja annarri fáránlegri, tala nú
með sæmilegri virðingu um spiritistisku skýringuna, t. d.
Richet, Sudre, Oesterreich o. fl. Og í fótspor vísindamann-
anna feta blöðin og almenningur. En það er ákaflega
mikilsvert, að vísindamaður með annað eins álit og virð-
ingar, og Sir Oliver Lodge hefir, skuli eins óhikað, og
hann gerir, halda uppi merki andahyggjunnar og veita
æðstu vonum vorum byr inn í ónumin lönd. Það er ákaf-
lega mikilvægt fyrir mannkynið, að foringjar þess í and-
legum efnum komi auga á hina björtu stjörnu eilífðar-
vissunnar, sem ein getur sætt menn, sem hugsa og finna
til með kjörum annarra, við lífið og tilveruna. Þessa
stjörnu hefir Sir Oliver Lodge séð og stýrir eftir henni.
Það er auðsætt, að andi Myers svífur yfir vötnunum hjá
Sir Oliver, — andi hins mikla rannsóknamanns og
skálds, sem var manna bjartsýnastur á framtíð og mögu-
leika mannsandans, þótt hann þekti undirdjúp og helvíti
jarðlífsins, einmitt af því, að hann hafði fyrir rannsóknir
sínar öðlast eilífðarvissuna og þar með trúna á eilífa
braut til æ meiri þroska, kærleika og gleði.
Jakob Jóh. Smári.