Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 46
40
M 0 R GU N N
að svo, að fundarmenn hafa enga vitneskju haft um
þau atriði, sem þeir hafa verið að reyna að ná í með
miðilssambandinu.
Til þess að komast undan þeirri skýringu, að fram-
liðnir menn séu við þessa vitneskju riðnir, eru þá ekki eftir
aðrar leiðir en þær að hugsa sér að vitneskjan sé sótt í
hug fjarstaddra manna eða í einhverja alheims vitund-
arþró. Þær tilgátur hafa komið fram, en þær eru svo
ólíklegar, og því fer svo fjarri, að þær styðjist við nokk-
urar athuganir, að mér virðist ekki ástæða til þess að
fjölyrða um þær.
Sagan, sem bókin greinir frá, byrjar á því að 16.
marz 1920 andaðist maður, sem hét Ernest Gwyther
White, 38 ára gamall. Hann lét eftir sig ekkju, en eng-
in börn. Hjónabandið hafði verið með afbrigðum ástríkt
og hjónin sérstaklega samrýnd. Hann hafði lengi legið
veikur, stundum mjög þungt haldinn. Konan vissi að
sjúkdómur hans var ólæknandi, en hafði leynt manninn
sinn því vandlega. Fram að síðustu æfistundunum hafði
hann aldrei efast um, að guð mundi gefa honum heils-
una aftur. Þetta fullkomna traust hans, sem á engu
reyndist bygt, virðist hafa veikt trú konunnar. Guðs veg-
ir höfðu ekki reynst þeirra vegir, og hún fór að gera sér
í hugarlund, að um einstaklingseðli mannsins mundi vera
minna vert en svo, að það ætti heima í hinum miklu
ráðsályktunum guðs.
Hún var þá og alla æfi í þjóðkirkju Englands, og
hún leitaðist þar við að fá svör við efasemdum sínum.
En þeir, sem hún leitaði til, gátu ekki gefið henni þá
vissu, sem hún þarfnaðist.
Þá ritaði hún Sir Oliver Lodge bréf og skýrði hon-
um frá, hvernig ástatt væri um sig. Það var í apríl 1920.
Sir Oliver var þá ekki á Englandi, en ritari hans Miss
>Nea Walker, svaraði bréfinu. Sú stúlka hefir samið bók-
ina eftir gögnunum, sem hún hefir fengið. Enda hefir
hún að mestu leyti aflað þeirra sjálf. I bréfinu lofaði