Morgunn - 01.06.1929, Page 50
44
MORGUNN
öðru. Jafnframt var Damaris sýnt mjög greinilega hús-
ið, sem ekkjan hafði búið í, ásamt móður sinni og þessum
bróður sínum, á undan giftingunni. Á þessum fundi
heyrði Miss Walker systur sína, Damaris, nefna nafnið
White, en ekki varð séð, að það stæði í neinu sambandi
við það, sem hún sá. Að kvöldi þessa dags gerði Mrs.
White ekkju sinni viðvart um það, að hann hefði hitt
systurnar. Þá var engin fregn komin til hennar af
fundinum.
Þ. 4. des. 1920 segir Damaris á fundi: „Hér er mað-
ur, sem heitir White; hann segist hafa komið áður“. Og
daginn eftir, 5. des., finst ekkjunni maðurinn sinn ó-
venjulega kátur.Hún spyr hann, hvað hafi glatt hann.
Hann segist hafa hitt systurnar. ,,Þú hefir þá skilið til-
mæli mín?“ segir Mrs. White. Hann segir svo vera.
Þ. 6. des. kemur afar einkennilegur fundur hjá
Damaris. Þá er systir hennar ekki viðstödd, sú eina, er
nokkuð vissi um Mrs. White. En þriðja systirin ritaði það
sem gerðist. Þá eru sýndir atburðir úr samlífi þeirra
hjónanna, og skýrt kemur fram, hve einkennilega róm-
antisk sambúð þeirra var. Miss Walker kom ekki til hug-
ar, að þetta gæti átt við þau, fyr en meira en ári síðar.
Þá sýnir hún ekkjunni fundargerðina, og hún kannast
við alt. Jafnframt kemur líka á þessum fundi og þeim
næsta, 8. des., nákvæm lýsing á húsinu, sem þau hjónin
höfðu fyrst fundist í. Miðlinum er aðeins sýnt þetta. Alt
er skrifað. En enginn botnar neitt í neinu, fyr en eftir
meira en ár.
Á næstu fundum hjá Damaris er fengist við að sýna
föður ekkjunnar aftur, ekkjuna sjálfa, og stofuna þar
sem hljóðfæri ekkjunnar er. Hún lék með afbrigðum vel
á fortepíano og leikur hennar hafði verið manninum
hennar mikill fögnuður. Hann hafði dáið í þessu her-
bergi. Sýningin á jæssari stofu tókst fyrirtaks vel.
Á fundi hjá Damaris þar á eftir er sýndur blóma-
garður þeirra hjónanna. Sýningin er yfirleitt ágæt, en