Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
stjórnandi miðilsins, Feda, ekki séð hann. Hún veit af
honum, en sér hann ekki. Aðrir ósýnilegir gestir flytja
skilaboðin frá honum til Fedu. Annars er Feda vön að
sjá þá, sem eru að sanna sig. Þesö er getið til frá ósýni-
legu hliðinni, að þetta, að Feda getur ekki séð hann, stafi
af því, að löngun Whites til sambandsins sé of áköf. Ég
bendi á þetta meðfram vegna þess, að á þessum fundi
hefir aðferðin við að koma sönnununum fram verið mjög
lík því, sem oftast gerist hjá Andrési Bföðvarssyni. Auð-
vitað kemur það fyrir hjá honum, sem tíðast er hjá Mrs.
Leonard, að sá sem talar af vörum hans, Bjössi, virðist
flytja sannanirnar milliliðalaust. En oftast sér hann þá
ekki, meðan hann er að tala, heldur fær skeytin frá
lítilli framliðinni stúlku, en hún fær þau frá þeim, sem í
það skiftið er að leita sambands í sannana skyni.
Meðal þeirra atriða, sem komu fram á fundinum,
eru þessi:
Gælunafnið Bí. Fyrstu stafir í staðanöfnum, sem
eðlilegt var, að endurminningar Whites væru bundnar
við. Sú staðhæfing, að hann hefði dáið skyndilega; sann-
leikurinn sá, að hann hafði verið með ólæknandi sjúk-
dóm, en alls ekki sjálfur búist við, að hann dæi, fyr en
fáeinar síðustu klukkustundirnar. Fyrsti stafurinn í öðru
skírnarnafni ekkjunnar. Tilraunir, sem ekkjan gerði
sjálf til þess að ná sambandi við hann. Fyrsti stafurinn
1 öðru skírnarnafni hans sjálfs. Skilningur á bréfi frá
ekkju hans, sem lesið var fyrir honum á fundinum,
bréfi, sem var Miss Walker óskiljanlegt. Sú staðhæfing,
aö hann hefði nýlega komið með rósir til ekkjunnar og
að hún vissi ]>að: hún hafði séð rósir nýlega í dulsýn
°íf talið þær vera frá honum. Sérstök atvik að andláti
hans, þar á meðal staðurinn í líkama hans, þar sem
meinsemdin var, sú er varð honum að bana. Sú staðhæf-
mg, að hún væri hætt að bera einhvern hring; hún hafði
ekki verið með hann eftir að maður hennar andaðist, en
hafði borið hann fram að þeim tíma til endurminningar