Morgunn - 01.06.1929, Page 55
MOEGDNN
49
dómar. Einu sinni, þegar Mrs. White var farin að vera á
fundum hjá Mrs. Leonard, var sagt fyrir atvik, sem gerð-
ist þann daginn á leiðinni heim til hennar. En aðallega
voru spádómarnir fólgnir í staðhæfingum um skammlífi
ekkjunnar. Þeir voru altaf að koma. Hjá einum Cardiff-
miðlinum var þetta svo ákveðið, að sagt var, að ekki
væri sjáanlegt, að hún ætti eftir að lifa meira en 3—4
ár. Hún var ekki viðstödd sjálf, og miðillinn gat enga
hugmynd haft um það, um hvern væri verið að tala. Hjá
Mrs. Leonard kom þessi fullyrðing hvað eftir annað. 1
fyrstu mætti virðast kynlegt, hve hlífðarlaust henni var
sagt þetta sjálfri. En þess er að gæta, að í raun og veru
voru }>etta mestu gleðitíðindin, sem hún gat fengið. Hún
þráði ekkert annað en samfundina við mann sinn. Hún
lifði hann fjögur ár.
Ég hefi minst á það, að Mrs. White hafi að lokum
farið að koma sjálf á fundi hjá Mrs. Leonard. Hún gerði
það ekki, fyr en kominn var aragrúi af sönnunum, sem
enginn viðstaddur gat haft neina hugmynd um, hvort
væru vit eða vitleysa. Hún kom á fundina, án þess að
segja nokkurn tíma til nafns síns, og Mrs. Leonard gat
með venjulegum hætti ekki rent neinn grun í, að neitt,
sem hjá henni hefði komið, hefði getað átt við þessa konu.
Þegar hún var viðstödd, var dásamlegur ástúðarblær
yfir skeytunum. Það liggur við, að svo megi að orði kveða,
að hver setning sé þrungin af ást og umönnun og þrá.
Dálítið skrítilegt var eitt atriði, sem kom fram á 1.
fundi ekkjunnar hjá Mrs. Leonard. Framliðinn bróðir
ekkjunnar, sem nefndur var með nafni, gerði þar vart
við sig, og sagt hafði verið frá því, að hann og Mr.
White byggju ekki saman. Svo segir bróðirinn: ,,Við
gætum alveg eins vel búið saman, en Bí vill það ekki.
Bí vill hafa staðinn út af fyrir sig. Hann er altaf að bíða
eftir þér. Hann er að bíða eftir þér. Ég býst við, að
þegar þú kemur, þá verði hann að fá hveitibrauðsdaga".
Og síðar kom það fram, að framliðnir bræður hennar
4