Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 56
50
M0R6UNN
ætluðu ekki að heimsækja þau mikið fyrsta sprettinn,
eftir. að hún væri komin til hans, til þess að ónáða
þau ekki.
Ég get ekki stilt mig um að láta ykkur heyra örfá
sýnishorn þess, er frá honum kom til hennar. Þetta er
þá það fyrsta:
„Bí segist vera að gera alls konar undirbúning, hann
er altaf að undirbúa. Þetta er svo víst, svo áreiðanlegt.
Við verðum ekki þreytt á að bíða, nema meðan við bíð-
um á jörðunni. Hann segir: þú ert ákvörðuð til þess að
koma til mín — ákvörðuð til mín — hjá því verður
ekki komist. Þetta er eins og að bíða til næstu viku —
það er svo víst, að þetta verður. Hann segir, að betra
sé að engin ný afskifti komi inn í líf þitt — það er að
segja, að þau verði ekki of náin. Hann segir þetta, út
af einhverju, sem þú hefir verið að hugsa um — skepnu.
Hvað þetta er skrítið. Því að Bí er svo mikill dýravinur,
einkum hunda. Hann segir, að betra sé fyrir þig að hafa
ekkert þess konar; þú mundir ekki vita, hvað þú ættir
að gera við þetta, þegar þú fer yfir um“.
Nú stóð svo á, að hún hafði verið að hugsa um að
eignast hund, og henni hafði verið boðinn hvolpur. Þetta
er eitt af því mýmarga, sem sýnir, hve nákunnugur hann
var hugsunum hennar. En jafnframt sýnir það, hve ör-
uggur hann var um það, að hún mundi koma til sín innan
skamms. Þetta var 10. febrúar 1922. Hún andaðist 12.
júlí 1924.
1 lok þessa sama fundar segir hann:
„Meðan á þessu stendur, langar mig til, að þú haldir
altaf áfram að komast í samband við mig. Breyta engu,
halda áfram eins og áður. Elskan mín, ég er að missa af
kraftinum; ég finn, að ég verð að fara. En ég verð þér
samferða. Ég vildi óska, að ég gæti haldið frá þér öllum
áhyggjum — ég vildi óska, að ég gæti það. Guð blessi
þig, elskan mín. öllu er óhætt, litla kona. (Það hafði
hann stundum kallað hana í jarðneska lífinu). Gerðu