Morgunn - 01.06.1929, Síða 59
M 0 R GU N N
53
Walker, er ritari Sir Olivers Lodge. Hún er stúdent frá
Birmingham háskólanum og faðir hennar er prófessor í
enskum bókmentum og heimspeki. Frá bókinni er gengið
undir handleiðslu Sir Olivers og einhvers sálarrannsókna-
manns, sem er vinur hans. En auk þess hefir hin alkunna
lærdóms- og sálarrannsóknakona, Mrs. Henry Sidgwick,
systir Balfours lávarðar, lesið og gagnrýnt efnið og gefið
höf. ýmsar mikilvægar bendingar. Höf. segir, að örðugt
sé að þakka henni eins og hún eigi skilið fyrir þá samúð-
arfullu hjálp, sem hún hafi veitt sér.
Annars kveður höf. meðal annars svo að orði:
„Að lokum langar mig til þess að mega segja það,
að ekkert af þessu verki mundi, eða gæti, hafa verið unnið,
ef það hefði ekki verið fyrir það, að Sir Oliver Lodge hefir
mig sem ritara sinn til þess að hjálpa mönnum, sem hafa
orðið fyrir ástvinamissi, í leit þeirra eftir möguleika til
]>ess að ná sambandi; þegar rannsókn þessa máls var i
byrjun, fékst ég enn við töluvert af venjulegum störfum
fyrir hann; en frá árinu 1922 hefir þetta starf og bréfa-
skifti við syrgjandi menn orðið svo mikið, að hann hefir
orðið að fá aðra aðstoð við einkastörf sín og ætlað mér
að fást eingöngu við það, er snertir sálræn efni. Þessi
göfugmannlega hjálp hans og það frelsi, sem hann hefir
látið mér í té, gerði það kleift að afla þeirra sannana,
sem hér eru lagðar fram. Ekkert hefði verið unt að gera,
ef hann hefði ekki haldið uppi þessu starfi fyrir þá, sem
mist hafa ástvini sína, starfi, sem hann byrjaði á, meðan
á ófriðinum stóð“.
Og Sir Oliver ritar bæði formála og eftirmála við
bókina. Ég hefi einhverstaðar séð því haldið fram, að ])ær
ritgerðir einar séu þess verðar, sem öll bókin kostar. Eftir-
málinn byrjar á ])essa leið — ég ætla að láta þann kaflann
verða endann á þessu erindi:
„Að dauðinn sé ekki endir einstaklingsins, að skap-
gerðin, endurminningin og tilfinningarnar nái út yfir það,
sem á skáldlegu máli er nefnt gröfin, og að við og við