Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 62
56
M O R G U N N
Qulrcenar ljósmynðir.
i.
Stjörnufræðingar og efnafræðingar þekkja, að sögn,
ýms dæmi þess, að á ljósmyndaplötur komi myndir af
hlutum, sem mannsaugað ekki sér. Með þeim hætti hafa
stjörnufræðingar fundið stjörnur, er þeir þekktu ekki
fyrr. Og sagt er, að efnafræðingar hafi einnig með þeim
hætti fengið fræðslu um efnasambönd, er þeir höfðu ekki
áður þekt. Menn vita það líka, að ef blandað er saman
ákveðnum efnum, er að eins gefa frá sér últrafjólulita
geisla, þá má draga mynd með þeim á hvítt léreft, og sér
mannsaugað ekki myndina, en ef léreftið er ljósmyndað,
þá kemur ósýnilega myndin á ljósmyndaplötuna.
Er það því vel reynt, að venjuleg ljósmyndaplata get-
ur tekið við áhrifum frá geislum, sem augað finnur ekki,
með öðrum orðum: Ljósmyndaplatan getur stundum
fengið á sig myndir af svonefndum ósýnilegum hlutum.
En þótt kunnáttumenn hafi margreynt þetta, þá er
þess ekki að vænta, að almenningur viti um það. Það
mun því venjulega þykja nokkurri furðu sæta, þegar
maður, sem „situr fyrir" hjá ljósmyndara, fær ekki að
eins mynd á ljósmyndaplötuna af sjálfum sér, heldur
líka mynd af annari veru eða öðrum hlut, t. d. blómi, sem
ekki var sýnileg í myndatökustofunni eða nokkurstaðar
þar, er komið gæti mynd af henni á plötuna með nokkr-
um þeim hætti, er almennt er kunnur.
Nú er það líka kunnugt, að með ýmsum ráðum má
fá myndir á ljósmyndaplötur, sem sá átti ekki von á,
er „fyrir sat“, og hann getur ekki gert sér grein fyrir,
hvernig þær eru komnar. Ljósmyndarinn getur, ef hann
vill, haft ýms brögð í frammi, nema fullnægjandi gætur
sé hafðar á honum. Eitt þessara bragða er fólgið í því,