Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 69
MORGUNN
61
af, hét Hudson. Hann var sxetugur, að sögn, er þessi
gáfa hans varð kunn. Hann var ljósmyndari. Hjá öðrum
miðli, frú Guppy, sem var nafnkendur miðill á sinni tíð,
kom borðskeyti, er sagði að Hudson skyldi reyna, hvort
honum tækist að fá aukamyndir í ljósmyndaplötu. Maður
frú Guppy sat nú fyrir hjá honum, en frú Guppy var
nálæg líka. Á plötuna kom aukamynd af veru í hvítum
hjúpi. Gerðu nú fleiri tilraunir, og fengu sumir árangur.
Auðvitað töldu flestir þetta hégóma og pretti. En þó
fengust hæfir menn til þess að rannsaka Hudson. Varð
fyrstur til þess maður að nafni Thomas Slater, ljósrann-
sóknamaður og sjóntækjagerðar. Gekk Hudson fúslega
undir allar varúðarreglur Slaters. Fyrst er Slater sat
fyrir, kom engin aukamynd. Annað skiftið kom alls engin
mynd. En áður en þeir reyndu þriðja sinnið segist
Slater hafa beðið í huga sér móður sína látna að sýna
sig nú á plötunni, ef þess væri nokkur kostur. Segir
hann, að þá hafi komið, auk myndar af sér, konumynd í
hvítum hjúpi. Hafi hún staðið framanvert við hann og
lagt hönd á höfuð honum. En hjúpurinn hafi alveg hulið
sjálfan hann, nema höfuðið og aðra höndina.
Þessar tilraunir þóttu þó ekki fullnægjandi. Var
nú stungið upp á því, að Slater hefði sína ljósmyndavél
og sínar plötur. Gerði hann það og fékk ágætar auka-
myndir. Þessa meðferð höfðu ýmsir fleiri, sem til Hud-
sons komu, og fengu þó engu síður aukamyndir á plöt-
urnar.
Enn gerði Slater tilraun með því að hafa litað gler
í ljósmyndavél sinni, svo að ekki mátti sjá um það hluti
í Ijósmyndastofunni, nema í afarsterku Ijósi. Hafði hann
enn sínar plötur og gerði sjálfur alt að myndatökunni.
Lét hann nú konu eina sitja fyrir, og kom á plötuna,
asamt mynd af konunni, einnig mynd af annari veru í
hvítum hjúpi og dökkum. Síðan tók Slater aðra mynd með
samskonar árangri.
Tilraunir Slaters virðast gagnmerkilegar að ]>ví